Haukar lögðu HK 6. október 2005 00:01 Íslandsmeistarar Hauka urðu fyrstir til að vinna nýliða HK í vetur en Haukakonur unnu ellefu marka sigur í leik liðanna í DHL-deild kvenna á Ásvöllum í gær, 43-32. HK-liðið hafði í fullu tré við Hauka í sóknarleiknum en gekk illa að eiga við þær í vörninni auk þess sem Haukar skoruðu 17 marka sinna úr hraðaupphlaupum. Haukar höfðu sex mörk yfir í hálfleik, 22-16, og höfðu nokkuð góð tök á leiknum allan tímann þó svo að HK-liðið hafi aldrei gefist upp. Arna Sif Pálsdóttir vakti mikla athygli hjá hinu unga HK--liðið en þessi 17 ára stóri og sterki línumaður skoraði 13 mörk í gær. Hún var þó ekki alveg nóg ánægð með leik sinn í leikslok. "Auðvitað var þetta erfitt því þær eru náttúrulega miklu reynslumeiri en við. Við vorum búnar að æfa vörnina mikið fyrir leikinn en við verðum bara gera betur þar næst. Sóknin var kannski allt í lagi hjá mér og vítin góð en varnarleikurinn minn var ekki nægilega góður. Þetta var flott að fá að spila við svona sterkt lið, við vissum að þær væru fljótar fram en við gátum bara ekki stoppað þær meira. Við verðum einhvern á toppnum," sagði Arna Sif ákveðin á svip og greinilegt að hún sem og aðrar stelpur í HK-liðinu ætla sér langt. Auksé Vysniauskaité er samt burðarrásinn í HK-liðinu en þessi snjalli leikstjórnandi var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í gær. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var búinn að skora 10 mörk í hálfleik en endaði með 13 mörk eins og Arna Sif. Hanna Guðrún er ánægð með byrjun Hauka í vetur. "Við byrjuðum aldrei að spila vörn í þessum leik og áttum í miklum erfiðleikum með miðjumanninn sem er mjög góður líkt og allt þetta HK-lið. Við náðum samt að fá nokkur hraðaupphlaup og það bjargaði deginum í dag," sagði Hanna sem skoraði 6 af 13 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og gerði fleiri slík mörk en allt HK-liðið til samans. "Við ætlum okkur að vera á toppnum eins og hvert annað lið í deildinni. Við erum að bæta okkur með hverjum leiknum og mér finnst við vera betri í dag en við vorum í fyrra. Þetta er hörkulið sem HK er með, það er gaman að horfa á þær, þær eru mjög sprækar og snöggar og verða örugglega með mjög gott lið í framtíðinni," sagði Hanna. Íslenski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka urðu fyrstir til að vinna nýliða HK í vetur en Haukakonur unnu ellefu marka sigur í leik liðanna í DHL-deild kvenna á Ásvöllum í gær, 43-32. HK-liðið hafði í fullu tré við Hauka í sóknarleiknum en gekk illa að eiga við þær í vörninni auk þess sem Haukar skoruðu 17 marka sinna úr hraðaupphlaupum. Haukar höfðu sex mörk yfir í hálfleik, 22-16, og höfðu nokkuð góð tök á leiknum allan tímann þó svo að HK-liðið hafi aldrei gefist upp. Arna Sif Pálsdóttir vakti mikla athygli hjá hinu unga HK--liðið en þessi 17 ára stóri og sterki línumaður skoraði 13 mörk í gær. Hún var þó ekki alveg nóg ánægð með leik sinn í leikslok. "Auðvitað var þetta erfitt því þær eru náttúrulega miklu reynslumeiri en við. Við vorum búnar að æfa vörnina mikið fyrir leikinn en við verðum bara gera betur þar næst. Sóknin var kannski allt í lagi hjá mér og vítin góð en varnarleikurinn minn var ekki nægilega góður. Þetta var flott að fá að spila við svona sterkt lið, við vissum að þær væru fljótar fram en við gátum bara ekki stoppað þær meira. Við verðum einhvern á toppnum," sagði Arna Sif ákveðin á svip og greinilegt að hún sem og aðrar stelpur í HK-liðinu ætla sér langt. Auksé Vysniauskaité er samt burðarrásinn í HK-liðinu en þessi snjalli leikstjórnandi var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í gær. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var búinn að skora 10 mörk í hálfleik en endaði með 13 mörk eins og Arna Sif. Hanna Guðrún er ánægð með byrjun Hauka í vetur. "Við byrjuðum aldrei að spila vörn í þessum leik og áttum í miklum erfiðleikum með miðjumanninn sem er mjög góður líkt og allt þetta HK-lið. Við náðum samt að fá nokkur hraðaupphlaup og það bjargaði deginum í dag," sagði Hanna sem skoraði 6 af 13 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og gerði fleiri slík mörk en allt HK-liðið til samans. "Við ætlum okkur að vera á toppnum eins og hvert annað lið í deildinni. Við erum að bæta okkur með hverjum leiknum og mér finnst við vera betri í dag en við vorum í fyrra. Þetta er hörkulið sem HK er með, það er gaman að horfa á þær, þær eru mjög sprækar og snöggar og verða örugglega með mjög gott lið í framtíðinni," sagði Hanna.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Sjá meira