Handboltinn í dag 23. september 2005 00:01 Það má reikna með hörkuleikjum í DHL-deildinni í handbolta í dag, þrír leikir fara fram í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Fréttablaðið fékk Jóhannes Bjarnason, yfirþjálfara hjá yngri flokkum KA, til þess að spá í leikina. Þór - Stjarnan "Ég varð nú svolítið undrandi þegar ég sá spána hjá forráðamönnum félaganna í deildinni, en þeir höfðu litla trú á Þór. Ég held að Þór muni standa sig vel í vetur því það eru margir góðir leikmenn í liði Þórs sem verða örugglega sterkir á heimavelli. Að auki vann Þór Stjörnuna í Reykjavíkurmótinu á dögunum þannig að ég spái góðum sigri hjá Þór." HK-ÍBV Björgvin Gústavsson og Ólafur Víðir Ólafsson fóru frá HK til ÍBV fyrir veturinn og má búast við því að þeir láti mikið að sér kveða í leiknum í dag. "HK þarf nauðsynlega að vinna leikinn og gerir það held ég. Það verður örugglega frekar einkennilegt fyrir strákana sem fóru frá HK til ÍBV að spila þennan leik. Bæði lið byrjuðu leiktíðina illa og þurfa því nauðsynlega að vinna en ég reikna með því að HK vinni leikinn nokkuð örugglega." Afturelding-Selfoss Efnilegt lið Aftureldingar, með Guðmund Hrafnkelsson innanborðs, mætir liði Selfoss á heimavelli sínum í Mosfellsbæ. "Afturelding mun vinna stóran sigur á Selfoss. Ég hef mikla trú á Aftureldingu og er viss um að liðið mun koma liða mest á óvart í vetur. Ég var ósáttur við hugarfar leikmanna hjá Aftureldingu í fyrra þegar illa gekk hjá liðinu. Ég man þegar ég stýrði KA á síðasta tímabili þá spiluðum við skelfilega á móti þeim í Mosfellsbænum en unnum samt, bara vegna þess að Afturelding gekk ekki á lagið. En núna virðist vera annar bragur á liðinu og ég er viss um að þessir efnilegu strákar gera það gott í vetur. Einn allra efnilegasti leikmaður landsins er í liði Aftureldingar, Ernir Hrafn Arnarson, og hann á eftir að skora mikið í vetur." Stjarnan-KA/Þór í DHL-deild kvenna "Ég hef mikla trú á stelpunum í KA/Þór. Þær eru efnilegar og munu bæta sig mikið í vetur. En ég held þó að Stjarnan sé með of sterkt lið fyrir þær að þessu sinni. Stjörnuliðið er sterkt og verður í toppbaráttunni í vetur." Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Það má reikna með hörkuleikjum í DHL-deildinni í handbolta í dag, þrír leikir fara fram í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Fréttablaðið fékk Jóhannes Bjarnason, yfirþjálfara hjá yngri flokkum KA, til þess að spá í leikina. Þór - Stjarnan "Ég varð nú svolítið undrandi þegar ég sá spána hjá forráðamönnum félaganna í deildinni, en þeir höfðu litla trú á Þór. Ég held að Þór muni standa sig vel í vetur því það eru margir góðir leikmenn í liði Þórs sem verða örugglega sterkir á heimavelli. Að auki vann Þór Stjörnuna í Reykjavíkurmótinu á dögunum þannig að ég spái góðum sigri hjá Þór." HK-ÍBV Björgvin Gústavsson og Ólafur Víðir Ólafsson fóru frá HK til ÍBV fyrir veturinn og má búast við því að þeir láti mikið að sér kveða í leiknum í dag. "HK þarf nauðsynlega að vinna leikinn og gerir það held ég. Það verður örugglega frekar einkennilegt fyrir strákana sem fóru frá HK til ÍBV að spila þennan leik. Bæði lið byrjuðu leiktíðina illa og þurfa því nauðsynlega að vinna en ég reikna með því að HK vinni leikinn nokkuð örugglega." Afturelding-Selfoss Efnilegt lið Aftureldingar, með Guðmund Hrafnkelsson innanborðs, mætir liði Selfoss á heimavelli sínum í Mosfellsbæ. "Afturelding mun vinna stóran sigur á Selfoss. Ég hef mikla trú á Aftureldingu og er viss um að liðið mun koma liða mest á óvart í vetur. Ég var ósáttur við hugarfar leikmanna hjá Aftureldingu í fyrra þegar illa gekk hjá liðinu. Ég man þegar ég stýrði KA á síðasta tímabili þá spiluðum við skelfilega á móti þeim í Mosfellsbænum en unnum samt, bara vegna þess að Afturelding gekk ekki á lagið. En núna virðist vera annar bragur á liðinu og ég er viss um að þessir efnilegu strákar gera það gott í vetur. Einn allra efnilegasti leikmaður landsins er í liði Aftureldingar, Ernir Hrafn Arnarson, og hann á eftir að skora mikið í vetur." Stjarnan-KA/Þór í DHL-deild kvenna "Ég hef mikla trú á stelpunum í KA/Þór. Þær eru efnilegar og munu bæta sig mikið í vetur. En ég held þó að Stjarnan sé með of sterkt lið fyrir þær að þessu sinni. Stjörnuliðið er sterkt og verður í toppbaráttunni í vetur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira