Viðskipti innlent

KB gagnrýnir félagsmálaráðherra

Heimildir Íbúðalánasjóðs til að lána fjármálastofnunum fé, sem mikið voru ræddar í sumar, hafa nú verið rýmkaðar með nýjum viðauka við reglugerð frá félagsmálaráðuneytinu. Í hálffimm fréttum KB banka er þessi ákvörðun félagsmálaráðherra gagnrýnd, þar sem áhættu sjóðsins sé þannig stýrt með sértækum reglugerðum félagsmálaráðuneytisins en lúti ekki alþjóðlegum varúðarreglum á fjármálamarkaði. Eins skjóti það skökku við að umsvif hins opinbera séu aukin á lánamarkaði á slíkum þenslutímum. Ekki náðist í Árna Magnússon félagsmálaráðherra til að fá svör við þessari gagnrýni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×