Viðskipti innlent

Dregur úr hækkunum á íbúðaverði

Dregið hefur úr verðhækkunum á íbúðamarkaði að undanförnu og spáir Greiningardeild Íslandsbanka því nú að íbúðaverð staðni á næsta ári. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um rúmlega hálft prósent í síðasta mánuði og er það í fyrsta skipti í eitt ár sem íbúðaverð lækkar milli mánaða. Íbúðaverð hefur hækkað um 3,4 prósent síðustu þrjá mánuði sem er talsvert minna en fyrstu þrjá mánuði ársins þegar íbúðaverð hækkaði um þrettán prósent. Sérfræðingar Greiningardeildar Íslandsbanka segja í Morgunkornum sínum í dag að svo virðist sem áhrif vaxtalækkana og hærra lánahlutfalls, sem komu til sögunnar á síðasta ári, séu að fjara út. Þeir spá því að íbúðaverð staðni í ríflega 200 þúsund krónum á fermetra á næsta ári en meðalverðið er nú 197 þúsund krónur á fermetra. Verðlækkana er ekki að vænta þó Greiningardeildin útiloki þær ekki; ef af verðlækkunum verður er það helst á nýbyggingum og stærri eignum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×