36 reglubreytingar í handboltanum 15. september 2005 00:01 Handboltaáhugamenn mega búast við að íþróttin breytist örlítið ásýndum þegar nýtt tímabil hefst nú um helgina. Alls er búið að boða 39 reglubreytingar en þær koma frá Alþjóðahandknattleikssambandinu og miða að því að bæta íþróttina á heimsvísu. Breytingarnar eru of margar til að telja þær upp hér, en þær helstu eru að nú verður til að mynda leiktíminn ekki stöðvaður í vítaköstum, nema við sérstakar aðstæður. Þá má ekki vera í nema þriggja metra fjarlægð frá þeim sem tekur aukakast utan af velli þegar venjulegur leiktími er liðinn, hvort sem um samherja eða andstæðing er að ræða. Við það tilefni má ekki gera neinar skiptingar, nema að liðið sem á aukakastið má skipta inn einum leikmanni. Liðið sem þarf að verjast aukakastinu má því ekki lengur skipta hávöxnustu leikmönnum sínum inn á til að stilla upp í varnarvegg. Ein athyglisverðasta reglubreytingin er sú að þegar sóknarmaður er rændur upplögðu marktækifæri á lokamínútum leiksins og leikurinn í járnum skal vísa þeim leikmanni sem brýtur á sóknarmanninum umsvifalaust af velli og dómarinn skilar í kjölfarið sérstakri skýrslu til aganefndar sem er skylt að dæma leikmanninn í að minnsta kosti tveggja leikja bann. Skiptir engu þó að um litla snertingu sé að ræða. Íslenski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Handboltaáhugamenn mega búast við að íþróttin breytist örlítið ásýndum þegar nýtt tímabil hefst nú um helgina. Alls er búið að boða 39 reglubreytingar en þær koma frá Alþjóðahandknattleikssambandinu og miða að því að bæta íþróttina á heimsvísu. Breytingarnar eru of margar til að telja þær upp hér, en þær helstu eru að nú verður til að mynda leiktíminn ekki stöðvaður í vítaköstum, nema við sérstakar aðstæður. Þá má ekki vera í nema þriggja metra fjarlægð frá þeim sem tekur aukakast utan af velli þegar venjulegur leiktími er liðinn, hvort sem um samherja eða andstæðing er að ræða. Við það tilefni má ekki gera neinar skiptingar, nema að liðið sem á aukakastið má skipta inn einum leikmanni. Liðið sem þarf að verjast aukakastinu má því ekki lengur skipta hávöxnustu leikmönnum sínum inn á til að stilla upp í varnarvegg. Ein athyglisverðasta reglubreytingin er sú að þegar sóknarmaður er rændur upplögðu marktækifæri á lokamínútum leiksins og leikurinn í járnum skal vísa þeim leikmanni sem brýtur á sóknarmanninum umsvifalaust af velli og dómarinn skilar í kjölfarið sérstakri skýrslu til aganefndar sem er skylt að dæma leikmanninn í að minnsta kosti tveggja leikja bann. Skiptir engu þó að um litla snertingu sé að ræða.
Íslenski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira