Viðskipti innlent

Rúmfatalagerinn opnar verslanir

„Við opnum fyrstu verslunina í Búlgaríu í næsta mánuði,“ segir Nils og Rúmfatalagerinn sé með því að hasla sér völl á nýjum markaði í Austur-Evrópu. Þeir hafi í nokkurn tíma verið að skoða tækifærin í Búlgaríu og á næsta ári sé stefnt að því að opna búð í Rúmeníu. Höfuðstöðvar Rúmfatalagersins verði þó áfram í Reykjavík. Nils segir búðirnar í Kanada og á Íslandi svipaðar hvað varðar stærð en þær séu aðeins minni í Lettlandi, Litháen og Eistlandi. Nú þegar rekur Rúmfatalagerinn fjórar verslanir á Íslandi og stefnir á að opna nýja búð við Vesturlandsveg innan skamms. „Á Íslandi og í Kanada rekum við búðir sem eru á milli tvö og þrjú þúsund fermetrar en milli fimmtán hundruð og tvö þúsund fermetrar í Eystrasalti.“ Jákup Jacobsen opnaði sína fyrstu Rúmfatalagersverslun á Íslandi í Kópavogi árið 1987 í félagi við Jákup N. Purkhús. Ári síðar var verslun á Akureyri opnuð. Voru þetta með þeim fyrstu svokölluðu lágvöruverðsverslunum á Íslandi, en til samanburðar opnaði Bónus í apríl 1989. Árið 2000 voru þeir félagar útnefndir frumkvöðlar í íslensku atvinnulífi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×