Þá mun létta til 9. september 2005 00:01 Það er engu líkara en Kim Il Sung hafi verið kallaður aftur til feðra sinna, svo straumþungar eru þakkirnar, sem flokksmenn Davíðs Oddssonar færa honum nú, þegar hann hefur ákveðið að taka sér hvíld og setjast í – surprise, surprise! – bankastjórn Seðlabankans. Davíð hóf stjórnmálaferil sinn sem borgarfulltrúi í Reykjavík og síðan borgarstjóri og kom þá t.d. lóðamálum borgarinnar í betra horf en áður, en hann lét ýmis önnur brýn hagsmunamál Reykvíkinga reka á reiðanum. Reykjavíkurflugvöllur er ennþá þar sem brezki herinn setti hann niður fyrir röskum sextíu árum í leyfisleysi, svo að Reykjavík er enn sem endranær ein dreifbýlasta höfuðborg heimsins. Það væri skiljanlegt, ef t.a.m. sveitarstjórinn á Raufarhöfn vildi ólmur hafa flugvöllinn þar sem hann er á einum verðmætasta bletti borgarlandsins án þess að skeyta um afleiðingarnar fyrir þróun byggðar í borginni, en það var ekki heppilegt, að borgarstjórinn í Reykjavík fram yfir 1990 skyldi ekki skeyta um að byggja Vatnsmýrina. Framan af forsætisráðherraferli sínum var Davíð heldur framtakslítill og stillti sig um að stofna til umtalsverðra illinda. Það getur ekki heitið, þegar horft er um öxl, að hann hafi átt frumkvæði að nokkru eftirminnilegu framfaramáli, ef tvær byggingar frá borgarstjóraárunum eru undanskildar, Ráðhúsið við Tjörnina og Perlan í Öskjuhlíð, auk lóðamálsins, sem hann leysti með prýði. Hann hefur þvert á móti flækzt fyrir ýmsum framförum og fjandskapazt við ýmsa þá, sem hafa mælt fyrir frjálsari markaðsbúskap og opnara hagkerfi á Íslandi. Það sést m.a. á því, að það fór honum betur að starfa í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum, þegar til kastanna kom, en með Alþýðuflokknum sáluga, mun frjálslyndari flokki en hinum tveim. Aðgerðarleysi ráðuneyta Davíðs í landbúnaðarmálum, þar sem hálfsovézk miðstjórn og markaðsfirring tíðkast enn til mikils skaða fyrir bændur og neytendur, sérdrægni fyrir hönd útgerðarinnar í sjávarútvegsmálum og eindrægt áhugaleysi hans um aðild Íslands að ESB segja í rauninni allt, sem segja þarf. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur hitti naglann á höfuðið fyrir nokkru í viðtali, þar sem hann sagði um Davíð og andstöðu hans við aðild Íslands að ESB, að hann væri "okkar styrkasta stoð". Umræður um einkavæðingu bankanna hófust fyrir alvöru 1987, en það mál komst þó ekki í höfn fyrr en 2003 og þá þannig, að ríkisstjórnarflokkarnir tveir tryggðu sér áfram umtalsverð ítök í bönkunum og hagnað af þeim. Í millitíðinni koma til harðra átaka um Íslandsbanka. Austur-Evrópuþjóðirnar gengu mun hraðar til verks í bankamálum árin eftir 1990, enginn silagangur þar. Ókyrrðin í kringum Davíð Oddsson eftir átökin um Íslandsbanka og æ síðan á sér trúlega engan líka í stjórnmálasögu landsins, nema farið sé aftur til þeirra ára, þegar mest kvað að Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Nú standa yfir réttarhöld, sem sakborningarnir segja fullum fetum vera lið í pólitískum ofsóknum Davíðs Oddssonar á hendur þeim. Við þetta bætist það, að vinum og vandamönnum Davíðs hefur í tvígang verið troðið inn í Hæstarétt. Hvort tveggja er til þess fallið að vekja efasemdir um, að Ísland geti talizt vera óskorað réttarríki. En þetta er ekki allt. Fyrir röskum tveimur árum sakaði Davíð Oddsson formann einkavæðingarnefndar til tíu ára um að hafa haft milligöngu um að bjóða sér 300 mkr. í mútur. Málið hefur ekki enn verið upplýst. Davíð sýndi því engan áhuga að láta kanna, hvernig meintur mútuveitandi hafði rækt starf sitt í einkavæðingarnefndinni. Það gerði stjórnarandstaðan raunar ekki heldur. Þó kastaði fyrst tólfunum í fyrra, þegar Davíð Oddsson lagði sem forsætisráðherra fram frumvarp til laga í því skyni bersýnilega að loka stærsta dagblaði landsins og öðru til og einnig næststærstu sjónvarpsstöðinni. Atlagan mistókst m.a. fyrir tilstilli forseta Íslands, svo að ljóst varð, að Davíð hlyti innan tíðar að hverfa af vettvangi stjórnmálanna. Það gekk eftir – en þó þannig, að hann hefur nú ákveðið að skipa sjálfan sig seðlabankastjóra, enda þótt annar maður muni skrifa undir skipunarbréfið. Seðlabankinn er enn sem jafnan fyrr vorkunnarverð skiptimynt í valdabraski stjórnmálastéttarinnar þrátt fyrir hátíðlegar heitstrengingar ríkisstjórnarinnar og Davíðs sjálfs um aukið sjálfstæði bankans skv. lögum frá 2001. Miklir leiðtogar eru þeir menn, sem varða veginn fram á við með því að tefla brýnum framfaramálum til sigurs við erfiðar aðstæður. Ég hygg, að mörg þeirra mála, sem Davíð Oddsson hefur staðið í vegi fyrir undangengin ár – þétting byggðar í Reykjavík, frívæðing sveitanna, aðild Íslands að ESB, sjálfstæður seðlabanki, skarpari skil milli stjórnmála og atvinnulífs – muni ná fram að ganga, þegar hann hættir að flækjast fyrir. Þá mun létta til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Það er engu líkara en Kim Il Sung hafi verið kallaður aftur til feðra sinna, svo straumþungar eru þakkirnar, sem flokksmenn Davíðs Oddssonar færa honum nú, þegar hann hefur ákveðið að taka sér hvíld og setjast í – surprise, surprise! – bankastjórn Seðlabankans. Davíð hóf stjórnmálaferil sinn sem borgarfulltrúi í Reykjavík og síðan borgarstjóri og kom þá t.d. lóðamálum borgarinnar í betra horf en áður, en hann lét ýmis önnur brýn hagsmunamál Reykvíkinga reka á reiðanum. Reykjavíkurflugvöllur er ennþá þar sem brezki herinn setti hann niður fyrir röskum sextíu árum í leyfisleysi, svo að Reykjavík er enn sem endranær ein dreifbýlasta höfuðborg heimsins. Það væri skiljanlegt, ef t.a.m. sveitarstjórinn á Raufarhöfn vildi ólmur hafa flugvöllinn þar sem hann er á einum verðmætasta bletti borgarlandsins án þess að skeyta um afleiðingarnar fyrir þróun byggðar í borginni, en það var ekki heppilegt, að borgarstjórinn í Reykjavík fram yfir 1990 skyldi ekki skeyta um að byggja Vatnsmýrina. Framan af forsætisráðherraferli sínum var Davíð heldur framtakslítill og stillti sig um að stofna til umtalsverðra illinda. Það getur ekki heitið, þegar horft er um öxl, að hann hafi átt frumkvæði að nokkru eftirminnilegu framfaramáli, ef tvær byggingar frá borgarstjóraárunum eru undanskildar, Ráðhúsið við Tjörnina og Perlan í Öskjuhlíð, auk lóðamálsins, sem hann leysti með prýði. Hann hefur þvert á móti flækzt fyrir ýmsum framförum og fjandskapazt við ýmsa þá, sem hafa mælt fyrir frjálsari markaðsbúskap og opnara hagkerfi á Íslandi. Það sést m.a. á því, að það fór honum betur að starfa í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum, þegar til kastanna kom, en með Alþýðuflokknum sáluga, mun frjálslyndari flokki en hinum tveim. Aðgerðarleysi ráðuneyta Davíðs í landbúnaðarmálum, þar sem hálfsovézk miðstjórn og markaðsfirring tíðkast enn til mikils skaða fyrir bændur og neytendur, sérdrægni fyrir hönd útgerðarinnar í sjávarútvegsmálum og eindrægt áhugaleysi hans um aðild Íslands að ESB segja í rauninni allt, sem segja þarf. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur hitti naglann á höfuðið fyrir nokkru í viðtali, þar sem hann sagði um Davíð og andstöðu hans við aðild Íslands að ESB, að hann væri "okkar styrkasta stoð". Umræður um einkavæðingu bankanna hófust fyrir alvöru 1987, en það mál komst þó ekki í höfn fyrr en 2003 og þá þannig, að ríkisstjórnarflokkarnir tveir tryggðu sér áfram umtalsverð ítök í bönkunum og hagnað af þeim. Í millitíðinni koma til harðra átaka um Íslandsbanka. Austur-Evrópuþjóðirnar gengu mun hraðar til verks í bankamálum árin eftir 1990, enginn silagangur þar. Ókyrrðin í kringum Davíð Oddsson eftir átökin um Íslandsbanka og æ síðan á sér trúlega engan líka í stjórnmálasögu landsins, nema farið sé aftur til þeirra ára, þegar mest kvað að Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Nú standa yfir réttarhöld, sem sakborningarnir segja fullum fetum vera lið í pólitískum ofsóknum Davíðs Oddssonar á hendur þeim. Við þetta bætist það, að vinum og vandamönnum Davíðs hefur í tvígang verið troðið inn í Hæstarétt. Hvort tveggja er til þess fallið að vekja efasemdir um, að Ísland geti talizt vera óskorað réttarríki. En þetta er ekki allt. Fyrir röskum tveimur árum sakaði Davíð Oddsson formann einkavæðingarnefndar til tíu ára um að hafa haft milligöngu um að bjóða sér 300 mkr. í mútur. Málið hefur ekki enn verið upplýst. Davíð sýndi því engan áhuga að láta kanna, hvernig meintur mútuveitandi hafði rækt starf sitt í einkavæðingarnefndinni. Það gerði stjórnarandstaðan raunar ekki heldur. Þó kastaði fyrst tólfunum í fyrra, þegar Davíð Oddsson lagði sem forsætisráðherra fram frumvarp til laga í því skyni bersýnilega að loka stærsta dagblaði landsins og öðru til og einnig næststærstu sjónvarpsstöðinni. Atlagan mistókst m.a. fyrir tilstilli forseta Íslands, svo að ljóst varð, að Davíð hlyti innan tíðar að hverfa af vettvangi stjórnmálanna. Það gekk eftir – en þó þannig, að hann hefur nú ákveðið að skipa sjálfan sig seðlabankastjóra, enda þótt annar maður muni skrifa undir skipunarbréfið. Seðlabankinn er enn sem jafnan fyrr vorkunnarverð skiptimynt í valdabraski stjórnmálastéttarinnar þrátt fyrir hátíðlegar heitstrengingar ríkisstjórnarinnar og Davíðs sjálfs um aukið sjálfstæði bankans skv. lögum frá 2001. Miklir leiðtogar eru þeir menn, sem varða veginn fram á við með því að tefla brýnum framfaramálum til sigurs við erfiðar aðstæður. Ég hygg, að mörg þeirra mála, sem Davíð Oddsson hefur staðið í vegi fyrir undangengin ár – þétting byggðar í Reykjavík, frívæðing sveitanna, aðild Íslands að ESB, sjálfstæður seðlabanki, skarpari skil milli stjórnmála og atvinnulífs – muni ná fram að ganga, þegar hann hættir að flækjast fyrir. Þá mun létta til.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun