Launajafnrétti og barnagæsla 1. september 2005 00:01 Cherie Booth Blair, lögfræðingur og eiginkona Tonys Blair forsætisráðherra Breta, sem var hér í vikunni á ráðstefnu í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, gerði börn og barnauppeldi að umræðuefni í viðtali við Fréttablaðið. Þar lagði hún áherslu á barnagæslu og hve mikilvæg hún væri til þess að ná jafnrétti kynjanna. Það má ætla að kona í hennar stöðu hafi nóg af barnfóstrum, en engu síður var þetta eitt aðalumræðuefni hennar í viðtalinu. "Það er sannarlega einhver stífla í gangi, sérstaklega hvað varðar launajafnrétti. Við erum búin að berjast svo lengi fyrir launajafnrétti en það virðist sem okkur takist ekki að ná fullkomnu samræmi milli meðallauna karla og meðallauna kvenna. Ég er sannfærð um að skýringarnar á því er meðal annars að finna í barnagæslu. Ekki að fullu, en stórum hluta," sagði Cherie Booth Blair. Barnagæsla getur verið mikill höfuðverkur fyrir margt foreldrið, ekki síst þá sem eru einstæðir. Þess vegna þarf að leggja bæði vinnu og fjármuni í að bæta fyrirkomulag þeirra mála. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Margar mæður kjósa að vera heima hjá börnum sínum fyrsta árið, og þurfa þá kannski að færa fórnir á vinnumarkaðnum og ekki síst hvað varðar starfsframa. Hvað sem hver segir þá er barnauppeldið yfirleitt meira í höndum kvenna en karla þótt sjá megi breytingar þar á nú á allra síðustu tímum. Það má í dag oftar sjá karlmenn með barnavagna eða kerrur úti á götu um hábjartan daginn á virkum dögum. Þetta er sjón sem var óþekkt fyrir nokkrum árum, nema í undantekningartilfellum. Ástæðan fyrir þessu er feðraorlofið hér, þar sem Íslendingar standa Bretum langtum framar. Þar í landi er orlof feðra tvær vikur, en hér þrír mánuðir sem kunnugt er. Cherie minntist á þennan samanburð í viðtalinu og talaði þá um hve orlofið væri rausnarlegt hér. Hún minntist líka með aðdáun á jafnréttismál hér og annars staðar á Norðurlöndum. Það er alltaf gott að fá einhverja utan frá til að greina stöðuna á heimavelli í ýmsum málum, því oft vill það verða svo að stjórnarandstæðingar bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum gera meiri og meiri kröfur með samanburði við hin og þessi lönd, en neita jafnframt að viðurkenna það sem vel hefur verið gert. Við Íslendingar erum oft fljótir að taka við okkur varðandi góða hluti, en það vantar kannski að ræða þá til hlítar og gera sér grein fyrir afleiðingunum áður en þeir eru negldir niður, því stjórnmálamenn vilja oft skreyta sig með litríkum fjöðrum og drífa ýmsa hluti í gegn, sem þeir telja að verði sér til framdráttar. Heimsókn Cherie Booth Blair var því ágæt kennslustund fyrir marga, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir framtak sitt fyrir með hvaða hætti hún hélt upp á 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, fyrr á þessu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun
Cherie Booth Blair, lögfræðingur og eiginkona Tonys Blair forsætisráðherra Breta, sem var hér í vikunni á ráðstefnu í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, gerði börn og barnauppeldi að umræðuefni í viðtali við Fréttablaðið. Þar lagði hún áherslu á barnagæslu og hve mikilvæg hún væri til þess að ná jafnrétti kynjanna. Það má ætla að kona í hennar stöðu hafi nóg af barnfóstrum, en engu síður var þetta eitt aðalumræðuefni hennar í viðtalinu. "Það er sannarlega einhver stífla í gangi, sérstaklega hvað varðar launajafnrétti. Við erum búin að berjast svo lengi fyrir launajafnrétti en það virðist sem okkur takist ekki að ná fullkomnu samræmi milli meðallauna karla og meðallauna kvenna. Ég er sannfærð um að skýringarnar á því er meðal annars að finna í barnagæslu. Ekki að fullu, en stórum hluta," sagði Cherie Booth Blair. Barnagæsla getur verið mikill höfuðverkur fyrir margt foreldrið, ekki síst þá sem eru einstæðir. Þess vegna þarf að leggja bæði vinnu og fjármuni í að bæta fyrirkomulag þeirra mála. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Margar mæður kjósa að vera heima hjá börnum sínum fyrsta árið, og þurfa þá kannski að færa fórnir á vinnumarkaðnum og ekki síst hvað varðar starfsframa. Hvað sem hver segir þá er barnauppeldið yfirleitt meira í höndum kvenna en karla þótt sjá megi breytingar þar á nú á allra síðustu tímum. Það má í dag oftar sjá karlmenn með barnavagna eða kerrur úti á götu um hábjartan daginn á virkum dögum. Þetta er sjón sem var óþekkt fyrir nokkrum árum, nema í undantekningartilfellum. Ástæðan fyrir þessu er feðraorlofið hér, þar sem Íslendingar standa Bretum langtum framar. Þar í landi er orlof feðra tvær vikur, en hér þrír mánuðir sem kunnugt er. Cherie minntist á þennan samanburð í viðtalinu og talaði þá um hve orlofið væri rausnarlegt hér. Hún minntist líka með aðdáun á jafnréttismál hér og annars staðar á Norðurlöndum. Það er alltaf gott að fá einhverja utan frá til að greina stöðuna á heimavelli í ýmsum málum, því oft vill það verða svo að stjórnarandstæðingar bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum gera meiri og meiri kröfur með samanburði við hin og þessi lönd, en neita jafnframt að viðurkenna það sem vel hefur verið gert. Við Íslendingar erum oft fljótir að taka við okkur varðandi góða hluti, en það vantar kannski að ræða þá til hlítar og gera sér grein fyrir afleiðingunum áður en þeir eru negldir niður, því stjórnmálamenn vilja oft skreyta sig með litríkum fjöðrum og drífa ýmsa hluti í gegn, sem þeir telja að verði sér til framdráttar. Heimsókn Cherie Booth Blair var því ágæt kennslustund fyrir marga, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir framtak sitt fyrir með hvaða hætti hún hélt upp á 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, fyrr á þessu ári.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun