Staðan í borginni 30. ágúst 2005 00:01 Nú þegar um níu mánuðir eru fram að sveitarstjórnarkosningum er staðan varðandi framboðsmál flokkanna í Reykjavík töluvert farin að skýrast. Það er ljóst að hjá flestum ef ekki öllum þeim sem nú eiga fultrúa í borgarstjórn verður hart barist um efstu sætin á listum flokkanna í vor. Eftir skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina virðist ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur mjög sótt í sig veðrið á síðustu vikum og mánuðum, undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík. Bæði er að þeir hafa komið fram með nýjar hugmyndir í borgarmálum, og hafa dregið úr umræðunni um fjármál borgarinnar og Línu.net, sem flestir ef ekki allir eru búnir að fá yfir sig nóg af. En það sem kannski hefur einkum orðið til þess að þeir hafa sótt í sig veðrið eins og raun ber vitni er mikill vandræðagangur Reykjavíkurlistans varðandi framboðsmálin í vor. Það má eiginlega segja að R listafólkið hafi fært sjálfstæðismönnum fylgið á silfurfati nú síðustu vikurnar, rétt eins og vandaræðagangur sjálfstæðismanna fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var mjög kærkominn fyrir R-listann og gerði út um það að sjálfstæðismenn næðu aftur völdum í borginni. Það virðist ljóst að tvær meginfylkingar munu takast á í kosningunum í vor, annars vegar Sjálfstæðisflokkurin og hins vegar Samfylkingin, því samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt var í gær fengi Sjálfstæðisflokkurinn níu borgarfulltrúa og Samfylkingin fimm. Í báðum þessum flokkum er nú mikil barátta fram undan um efsta sætið á listunum, og þar með borgarstjórastólinn. Tveir fjölmiðlamenn, Stefán Jón Hafstein og Gísli Marteinn Baldursson, tilkynntu um helgina að þeir sæktust eftir efsta sætinu á listum flokka sinna. Stefán Jón er þannig að skora núverandi borgarstjóra, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, á hólm og Gísli Marteinn Baldursson sækir að Vilhjámi Þ. Vilhjálmssyni, núverandi oddvita bogarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Vilhjálmur á að baki langan og farsælan feril í sveitarstjórnarmálum og er leitun að manni með meiri þekkingu á þeim málum. Hann tók við oddvitastarfinu eftir leiðtogahrakfarir sjálfstæðismanna og nú er kominn hópur í kringum Gísla Martein, sem vill fella Vilhjálm. Sjálfstæðismenn ættu að athuga vel sinn gang áður en þeir ákveða að yngja um of upp í efstu sætum listans í vor. Stefán Jón "hefur lengi gengið með borgarstjórann í maganum" sagði núverandi borgarstjóri eftir að Stefán Jón tilkynnti um framboð sitt í efsta sæti Samfylkingarinnar. Eins og staðan er núna er hann mun sigurstranglegri en Steinunn Valdís, en hún á eftir að njóta þess á komandi mánuðum að vera húsmóðirin í Ráðhúsinu. Stefán Jón aftur á móti mun njóta fjölmiðlareynslu sinnar og ákveðinnar framgöngu í slagnum fram undan. Samfylkingin mun ekki ganga heil frá borði eftir þann slag, frekar en formannsslagnum fyrr á árinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Nú þegar um níu mánuðir eru fram að sveitarstjórnarkosningum er staðan varðandi framboðsmál flokkanna í Reykjavík töluvert farin að skýrast. Það er ljóst að hjá flestum ef ekki öllum þeim sem nú eiga fultrúa í borgarstjórn verður hart barist um efstu sætin á listum flokkanna í vor. Eftir skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina virðist ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur mjög sótt í sig veðrið á síðustu vikum og mánuðum, undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík. Bæði er að þeir hafa komið fram með nýjar hugmyndir í borgarmálum, og hafa dregið úr umræðunni um fjármál borgarinnar og Línu.net, sem flestir ef ekki allir eru búnir að fá yfir sig nóg af. En það sem kannski hefur einkum orðið til þess að þeir hafa sótt í sig veðrið eins og raun ber vitni er mikill vandræðagangur Reykjavíkurlistans varðandi framboðsmálin í vor. Það má eiginlega segja að R listafólkið hafi fært sjálfstæðismönnum fylgið á silfurfati nú síðustu vikurnar, rétt eins og vandaræðagangur sjálfstæðismanna fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var mjög kærkominn fyrir R-listann og gerði út um það að sjálfstæðismenn næðu aftur völdum í borginni. Það virðist ljóst að tvær meginfylkingar munu takast á í kosningunum í vor, annars vegar Sjálfstæðisflokkurin og hins vegar Samfylkingin, því samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt var í gær fengi Sjálfstæðisflokkurinn níu borgarfulltrúa og Samfylkingin fimm. Í báðum þessum flokkum er nú mikil barátta fram undan um efsta sætið á listunum, og þar með borgarstjórastólinn. Tveir fjölmiðlamenn, Stefán Jón Hafstein og Gísli Marteinn Baldursson, tilkynntu um helgina að þeir sæktust eftir efsta sætinu á listum flokka sinna. Stefán Jón er þannig að skora núverandi borgarstjóra, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, á hólm og Gísli Marteinn Baldursson sækir að Vilhjámi Þ. Vilhjálmssyni, núverandi oddvita bogarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Vilhjálmur á að baki langan og farsælan feril í sveitarstjórnarmálum og er leitun að manni með meiri þekkingu á þeim málum. Hann tók við oddvitastarfinu eftir leiðtogahrakfarir sjálfstæðismanna og nú er kominn hópur í kringum Gísla Martein, sem vill fella Vilhjálm. Sjálfstæðismenn ættu að athuga vel sinn gang áður en þeir ákveða að yngja um of upp í efstu sætum listans í vor. Stefán Jón "hefur lengi gengið með borgarstjórann í maganum" sagði núverandi borgarstjóri eftir að Stefán Jón tilkynnti um framboð sitt í efsta sæti Samfylkingarinnar. Eins og staðan er núna er hann mun sigurstranglegri en Steinunn Valdís, en hún á eftir að njóta þess á komandi mánuðum að vera húsmóðirin í Ráðhúsinu. Stefán Jón aftur á móti mun njóta fjölmiðlareynslu sinnar og ákveðinnar framgöngu í slagnum fram undan. Samfylkingin mun ekki ganga heil frá borði eftir þann slag, frekar en formannsslagnum fyrr á árinu.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun