Færeyskur banki 24. ágúst 2005 00:01 Ég er að hugsa um að stofna eignarhaldsfélag í Færeyjum. Allir stóru fjárfestarnir hér á landi horfa til Bretlands og Norðurlandanna og nenna ekkert að hugsa um möguleikana í Færeyjum. Þar er núna einstakt tækifæri fyrir okkur sem vitum allt um hvað gerðist á Íslandi síðustu árina að fara í tímaferðalag. Færeyjar 2005 eru Ísland 1995 eða jafnvel enn fyrr. Ég veit að Færeyingarnir eru stressaðir yfir því að útlendingar komi og kaupi allt í Færeyjum þegar þeir byrja að einkavæða. Þess vegna er sennilega skynsamlegt að reyna að finna Færeying sem hefur náð árangri erlendis og getur komið til baka forframaður og auðugur. Nærtækast er náttúrlega að setja sig í samband við Jákúp í Rúmfatalagernum. Hann hefur ekki farið hátt, en er geysilega öflugur. Búinn að reka þessar verslanir með glæsibrag undanfarin ár og á eflaust seðlabúnt undir Rúmfatalagerskoddanum sínum. Ég sé alveg fyrir mér að við mætum í sameiginlegu eignarhaldsfélagi, sem gæti til dæmis heitið Dalíla, og kaupum eitt stykki banka í Færeyjum. Síðan gerum við bara eins og Bjöggarnir. Setjum smá stuð í atvinnulífið í Færeyjum og dobblum verðið á bankanum. Þetta hefur reynst vel hér á landi. Björgólfsfeðgar hafa gert það rosalega gott á þessu og um leið hafa margir aðrir grætt. Af því að mér er annt um að vera ósýnilegur myndi ég svo senda Jákúp í öll viðtölin og opinberar athafnir þegar bankinn styrkti menningarstarfsemi og þvíumlíkt í Færeyjum. Þegar bankinn er kominn í höfn, þá förum við að makka með Þorsteini Má um sjávarútveginn, hagræðum hressilega eða seljum pakkann einhverjum ástríðuútgerðarkallinum í Færeyjum með skuldsettum kaupum. Bankinn mun auðvitað græða á öllu saman og fara að huga að útrás. Svo myndum við kaupa það sem eftir verður í Danmörku eftir kaup Íslendinga þar í landi. Ég held ég selji Jákúpi hugmyndina með því að það verði ekkert tiltökumál að kaupa móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins, Jysk sengetøjslager, af Lars Larson, þegar maður á færeyskan banka. Spákaupmaðurinn á horninu Spákaupmaðurinn Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ég er að hugsa um að stofna eignarhaldsfélag í Færeyjum. Allir stóru fjárfestarnir hér á landi horfa til Bretlands og Norðurlandanna og nenna ekkert að hugsa um möguleikana í Færeyjum. Þar er núna einstakt tækifæri fyrir okkur sem vitum allt um hvað gerðist á Íslandi síðustu árina að fara í tímaferðalag. Færeyjar 2005 eru Ísland 1995 eða jafnvel enn fyrr. Ég veit að Færeyingarnir eru stressaðir yfir því að útlendingar komi og kaupi allt í Færeyjum þegar þeir byrja að einkavæða. Þess vegna er sennilega skynsamlegt að reyna að finna Færeying sem hefur náð árangri erlendis og getur komið til baka forframaður og auðugur. Nærtækast er náttúrlega að setja sig í samband við Jákúp í Rúmfatalagernum. Hann hefur ekki farið hátt, en er geysilega öflugur. Búinn að reka þessar verslanir með glæsibrag undanfarin ár og á eflaust seðlabúnt undir Rúmfatalagerskoddanum sínum. Ég sé alveg fyrir mér að við mætum í sameiginlegu eignarhaldsfélagi, sem gæti til dæmis heitið Dalíla, og kaupum eitt stykki banka í Færeyjum. Síðan gerum við bara eins og Bjöggarnir. Setjum smá stuð í atvinnulífið í Færeyjum og dobblum verðið á bankanum. Þetta hefur reynst vel hér á landi. Björgólfsfeðgar hafa gert það rosalega gott á þessu og um leið hafa margir aðrir grætt. Af því að mér er annt um að vera ósýnilegur myndi ég svo senda Jákúp í öll viðtölin og opinberar athafnir þegar bankinn styrkti menningarstarfsemi og þvíumlíkt í Færeyjum. Þegar bankinn er kominn í höfn, þá förum við að makka með Þorsteini Má um sjávarútveginn, hagræðum hressilega eða seljum pakkann einhverjum ástríðuútgerðarkallinum í Færeyjum með skuldsettum kaupum. Bankinn mun auðvitað græða á öllu saman og fara að huga að útrás. Svo myndum við kaupa það sem eftir verður í Danmörku eftir kaup Íslendinga þar í landi. Ég held ég selji Jákúpi hugmyndina með því að það verði ekkert tiltökumál að kaupa móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins, Jysk sengetøjslager, af Lars Larson, þegar maður á færeyskan banka. Spákaupmaðurinn á horninu
Spákaupmaðurinn Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira