Viðskipti erlent

Sænskt hugvit í þýskar þotur

Sænsk tækni verður væntanlega nýtt í þýsku Tornado-orrustuþoturnar en Saab hefur skrifað undir framleiðslusamning að upphæð einn milljarður sænskra króna, sem samsvarar 8,5 milljörðum íslenskra króna, við þýska hluta flugvélaframleiðandans EADS samkvæmt Vegvísi Landsbankans í dag. Samningurinn felur í sér að Saab mun framleiða ratsjárvarnabúnað í Tornado-þoturnar og verður fyrsti hluti búnaðarins verða afhentur í árslok 2006. Ratsjárvarnarkerfið er nýjasta afurð Saab Avitronics á sviði loftvarnakerfa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×