Eldsneytisverð verður áfram hátt 15. ágúst 2005 00:01 Á sama tíma og eldsneytissalan er einna mest í Evrópu og víðar vegna sumarleyfa, og er þá átt við sölu á olíu og bensíni á bíla og svo þotueldsneyti, er eftirspurn eftir olíu meiri en framleiðslan af mörgum ástæðum. Þetta veldur stöðugum verðhækkunum á olíumarkaðnum. Í fimm daga í röð í síðustu viku var olíuverðmetið slegið og þarf að leita langt aftur til finna viðlíka verðhækkanir. Það er margt sem stuðlar að því að olíuverðið hækkar dag frá degi. Í fyrsta lagi hefur stjórnmálaástandið í Saudi Arabíu, - mesta olíuframleiðsluríki heims, - verið ótryggt, og í Iran, er verið að setja af stað á ný kjarnaofn. Í öðru lagi hafa verið miklar tafir í olíuhreinsun í Bandaríkjunum vegna tíðra bilana í olíuhreinsunarstöðvum, sem margar hverjar virðst vera komnar til ára sinna. Þá er í þriðja lagi orðin mikil eftirspurn eftir olíu í löndum eins og Kína þar sem efnahagsframfarir hafa verið miklar. Allt þetta kemur til viðbótar mikilli eftirspurn á sumarleyfistíma. Sérfræðingar í olíuviðskiptum spá því að verðið eigi enn eftir að hækka vegna mikillar eftirspurnar, og eftir nokkrar vikur kemur svo enn eitt hækkunartímabilið þegar meiri olíu þarf til húshitunar á meginlandi Evrópu og í norðurhluta Bandaríkjanna. Þegar olíukreppan svokallaða skall á á áttunda áratug síðustu aldar, vöknuðu margir upp við vondan draum. Þá urðu miklar framfarir í framleiðslu sparneytinna ökutækja, ekki síst í Bandaríkjunum, þar sem menn höfðu lengi búið við lágt eldsneytisverð og bílaiðnaðurinn miðaðist við það. Upp úr þessu fóru menn að beita tæknikunnuáttu sinni til að framleiða léttari og sparneytnari bíla og hefur svo verið allt fram á þennan dag. Olíukreppan opnaði líka augu manna fyrir nauðsyn þess að einangra hús sín vel og fara vel með eldnsneyti. Bandaríkjamenn hafa fram til þessa verið taldir miklir eyðsluseggir þegar kemur að orkunotkun, og ættu nú að líta sér nær, og taka sér tak í þeim efnum. Olíuverðhækkanir nú hafa orðið til þess að menn líta nú í auknum mæli til annarra orkugjafa, en enn sem komið er hefur ekkert fundist sem jafnast á við olíu. Vetnsinotkun er enn á tilraunastigi, og eftir er að yfirvinnna ýmsa byrjunarörðugleika til þess að það verði almennt í notkun, og það þarf líka orku til að framleiða vetni.Þá er hugsanlegt að hafin verði olíuvinnsla á svæðum, þar sem það var ekki talið borga sig áður. En hvert fer svo allur olíugróðinn vegna hinna miklu verðhækkana? Olíuframleiðslulöndin hljóta að hagnast vel um þessar mundir, og þá ekki síst arabaríkin, sem væntanlega fá miklar fjárhæðir til fjárfestinga. Þar veitir ekki af að jafna lífskjörin í mörgum löndum, en því miður er auðnum misskipt í þessum heimshluta og þau lönd sem þyrftu einna mest, fá minnst af olíuauðnum. Olíugróðinn ætti að koma Rússum vel, og þeim veitir ekki af að rétta við fjárhag sinn. Nágrannar okkar Norðmenn verða ríkari og ríkari og leggja alltaf meira og meira fyrir til mögru áranna. Þegar upp er staðið kemur hið háa olíuverð mörgum til góða, en það er fyrst og fremst almenningur á Vesturlöndum sem blæðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Á sama tíma og eldsneytissalan er einna mest í Evrópu og víðar vegna sumarleyfa, og er þá átt við sölu á olíu og bensíni á bíla og svo þotueldsneyti, er eftirspurn eftir olíu meiri en framleiðslan af mörgum ástæðum. Þetta veldur stöðugum verðhækkunum á olíumarkaðnum. Í fimm daga í röð í síðustu viku var olíuverðmetið slegið og þarf að leita langt aftur til finna viðlíka verðhækkanir. Það er margt sem stuðlar að því að olíuverðið hækkar dag frá degi. Í fyrsta lagi hefur stjórnmálaástandið í Saudi Arabíu, - mesta olíuframleiðsluríki heims, - verið ótryggt, og í Iran, er verið að setja af stað á ný kjarnaofn. Í öðru lagi hafa verið miklar tafir í olíuhreinsun í Bandaríkjunum vegna tíðra bilana í olíuhreinsunarstöðvum, sem margar hverjar virðst vera komnar til ára sinna. Þá er í þriðja lagi orðin mikil eftirspurn eftir olíu í löndum eins og Kína þar sem efnahagsframfarir hafa verið miklar. Allt þetta kemur til viðbótar mikilli eftirspurn á sumarleyfistíma. Sérfræðingar í olíuviðskiptum spá því að verðið eigi enn eftir að hækka vegna mikillar eftirspurnar, og eftir nokkrar vikur kemur svo enn eitt hækkunartímabilið þegar meiri olíu þarf til húshitunar á meginlandi Evrópu og í norðurhluta Bandaríkjanna. Þegar olíukreppan svokallaða skall á á áttunda áratug síðustu aldar, vöknuðu margir upp við vondan draum. Þá urðu miklar framfarir í framleiðslu sparneytinna ökutækja, ekki síst í Bandaríkjunum, þar sem menn höfðu lengi búið við lágt eldsneytisverð og bílaiðnaðurinn miðaðist við það. Upp úr þessu fóru menn að beita tæknikunnuáttu sinni til að framleiða léttari og sparneytnari bíla og hefur svo verið allt fram á þennan dag. Olíukreppan opnaði líka augu manna fyrir nauðsyn þess að einangra hús sín vel og fara vel með eldnsneyti. Bandaríkjamenn hafa fram til þessa verið taldir miklir eyðsluseggir þegar kemur að orkunotkun, og ættu nú að líta sér nær, og taka sér tak í þeim efnum. Olíuverðhækkanir nú hafa orðið til þess að menn líta nú í auknum mæli til annarra orkugjafa, en enn sem komið er hefur ekkert fundist sem jafnast á við olíu. Vetnsinotkun er enn á tilraunastigi, og eftir er að yfirvinnna ýmsa byrjunarörðugleika til þess að það verði almennt í notkun, og það þarf líka orku til að framleiða vetni.Þá er hugsanlegt að hafin verði olíuvinnsla á svæðum, þar sem það var ekki talið borga sig áður. En hvert fer svo allur olíugróðinn vegna hinna miklu verðhækkana? Olíuframleiðslulöndin hljóta að hagnast vel um þessar mundir, og þá ekki síst arabaríkin, sem væntanlega fá miklar fjárhæðir til fjárfestinga. Þar veitir ekki af að jafna lífskjörin í mörgum löndum, en því miður er auðnum misskipt í þessum heimshluta og þau lönd sem þyrftu einna mest, fá minnst af olíuauðnum. Olíugróðinn ætti að koma Rússum vel, og þeim veitir ekki af að rétta við fjárhag sinn. Nágrannar okkar Norðmenn verða ríkari og ríkari og leggja alltaf meira og meira fyrir til mögru áranna. Þegar upp er staðið kemur hið háa olíuverð mörgum til góða, en það er fyrst og fremst almenningur á Vesturlöndum sem blæðir.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun