Þrasið um R-listann 11. ágúst 2005 00:01 Eitthvað það pínlegasta sem maður hefur þurft að horfa upp á í sumar (fyrir utan lögregluhysteríu vegna örfárra mótmælenda við Kárahnjúka) er hvernig nokkrir lágt settir félagar úr flokkunum sem mynda R-listann hafa verið að þrasa fram og aftur um áframhald á samstarfinu. Samt vita allir að ekkert sem skiptir máli verður ákveðið á þessum fundum. Meldingarnar sem spyrjast úr þessum viðræðum eru eftir þessu. Ein vitleysan er að setja upp tvo varaborgarstjóra – væntanlega til að hafa auga með aðalborgarstjóranum. Ef tortryggnin í R-listanum er komin á þetta stig er eiginlega sjálfhætt. Svo er þráttað um fyrrkomulag framboðsmálanna. Samfylkingin vill fara í prófkjör, Vinstri grænir mega ekki heyra á það minnst – bera því við að hefðin í flokknum þeirra sé öðruvísi. Semsagt sú að kjósendur eigi ekkert að hafa að segja um hvernig framboðslistar líta út, heldur skuli allt svoleiðis ákveðið í þröngum hópi nokkurra rétthugsandi flokksmanna. --- --- --- Kannski væri þetta ekki svona vandræðalegt ef R-listinn hefði afgerandi leiðtoga. Þórólfur Árnason minnti aftur á sig í löngu sjónvarpsviðtali um daginn. Margir hugsuðu – þessi gæti kannski unnið kosningarnar fyrir okkur? Er hann ekki búinn að taka út refsingu sína fyrir olíuskandalinn, einn manna? Það er ekki víst að það sé svo erfitt að skrifa Þórólf inn í handritið aftur – ef hann kærir sig um? Annar sem gæti komið til greina er Össur Skarphéðinsson. Hann er náttúrlega fyrsti þingmaður norðurkjördæmisins í Reykjavík – gamall borgarfulltrúi sem tókst á við Davíð í borgarstjórninni í eina tíð. Það er altént víst að borgarstjórakeðjan myndi sitja vel á Össuri – og svo hefur hann glaðbeitt og vinalegt fas sem minnir nokkuð á þann ágæta bæjarstjóra Bastían í fyrirmyndarsamfélaginu Kardimommubænum. Það er mótsagnakennt en Össur hefur líklega aldrei verið vinsælli en síðan hann tapaði fyrir Ingibjörgu Sólrúnu í formannskosningunni. --- --- --- Stefán Hafstein skrifaði um daginn að R-listinn hefði náð markmiðum sínum. Hvaða markmið voru það? Aðalmálið í hverri borg er skipulagið; það hefur áhrif á allt annað í borginni. Hefur það batnað í tíð R-listans? Nei, það hefur versnað. Í tólf ár hefur R-listinn ekki haft neinar hugmyndir í skipulagsmálum. Lægsti samnefnarinn ræður alltaf; það er aldrei hægt að ganga lengra en sá tregasti leyfir. Þess vegna halda hlutirnir bara áfram að dankast. --- --- --- Einn vandi R-listans er að hann hefur ekkert á bak við sig. Þegar hann var fyrst kjörinn til að stjórna borginni 1994 voru stofnuð samtök sem hétu Regnboginn. Þau áttu að vera eins konar bakhjarl R-listans, tenging við grasrótina. Ekki hefur verið fundað í Regnboganum í meira en áratug. --- --- --- Stjórnmál ganga raunar ekki alltaf út á að fá hugmyndir, heldur að eigna sér hugmyndir. Þess vegna ætti Guðlaugur Þór Þórðarsson ekki að vera að ergja sig sig þótt Dagur B. Eggertsson leggi fram hugmyndir um kaffihús í Hljómskálagarðinum. Um þetta hefur verið rætt áratugum saman, ég man til dæmis eftir grein sem Hrafn Gunnlaugsson skrifaði í Helgarpóstinn sirka 1980 þar sem hann lagði til að Árbæjarsafn yrði flutt í Hljómskálagarð. Hrafn vildi koma upp einhvers konar Skansi þarna í garðinum, að sænskri fyrirmynd. Sú hugmynd er alveg jafn fín og hún var þá. --- --- --- Það er verið deila um skatta. Hann er mjög fyndinn sá málflutningur að fólk muni éta sér til óbóta ef virðisaukaskattur verður lækkaður. Hérna er hann með því hæsta sem gerist í heiminum. Það er líka ástæðulaust að óttast lækkun tekjuskatts; ríkið er ekki að gefa okkur neitt þótt skattarnir lækki. Hækkun fjármagnstekjuskatts er líka sjálfsagt réttlætismál; það er fáránlegt óréttlæti að þeir sem sýsla með peninga borgi miklu lægri skatta en þeir sem vinna fyrir sér með hörðum höndum. Raunar er langbesta hugmyndin að setja á eina flata skattprósentu. 15 prósent ættu að duga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Eitthvað það pínlegasta sem maður hefur þurft að horfa upp á í sumar (fyrir utan lögregluhysteríu vegna örfárra mótmælenda við Kárahnjúka) er hvernig nokkrir lágt settir félagar úr flokkunum sem mynda R-listann hafa verið að þrasa fram og aftur um áframhald á samstarfinu. Samt vita allir að ekkert sem skiptir máli verður ákveðið á þessum fundum. Meldingarnar sem spyrjast úr þessum viðræðum eru eftir þessu. Ein vitleysan er að setja upp tvo varaborgarstjóra – væntanlega til að hafa auga með aðalborgarstjóranum. Ef tortryggnin í R-listanum er komin á þetta stig er eiginlega sjálfhætt. Svo er þráttað um fyrrkomulag framboðsmálanna. Samfylkingin vill fara í prófkjör, Vinstri grænir mega ekki heyra á það minnst – bera því við að hefðin í flokknum þeirra sé öðruvísi. Semsagt sú að kjósendur eigi ekkert að hafa að segja um hvernig framboðslistar líta út, heldur skuli allt svoleiðis ákveðið í þröngum hópi nokkurra rétthugsandi flokksmanna. --- --- --- Kannski væri þetta ekki svona vandræðalegt ef R-listinn hefði afgerandi leiðtoga. Þórólfur Árnason minnti aftur á sig í löngu sjónvarpsviðtali um daginn. Margir hugsuðu – þessi gæti kannski unnið kosningarnar fyrir okkur? Er hann ekki búinn að taka út refsingu sína fyrir olíuskandalinn, einn manna? Það er ekki víst að það sé svo erfitt að skrifa Þórólf inn í handritið aftur – ef hann kærir sig um? Annar sem gæti komið til greina er Össur Skarphéðinsson. Hann er náttúrlega fyrsti þingmaður norðurkjördæmisins í Reykjavík – gamall borgarfulltrúi sem tókst á við Davíð í borgarstjórninni í eina tíð. Það er altént víst að borgarstjórakeðjan myndi sitja vel á Össuri – og svo hefur hann glaðbeitt og vinalegt fas sem minnir nokkuð á þann ágæta bæjarstjóra Bastían í fyrirmyndarsamfélaginu Kardimommubænum. Það er mótsagnakennt en Össur hefur líklega aldrei verið vinsælli en síðan hann tapaði fyrir Ingibjörgu Sólrúnu í formannskosningunni. --- --- --- Stefán Hafstein skrifaði um daginn að R-listinn hefði náð markmiðum sínum. Hvaða markmið voru það? Aðalmálið í hverri borg er skipulagið; það hefur áhrif á allt annað í borginni. Hefur það batnað í tíð R-listans? Nei, það hefur versnað. Í tólf ár hefur R-listinn ekki haft neinar hugmyndir í skipulagsmálum. Lægsti samnefnarinn ræður alltaf; það er aldrei hægt að ganga lengra en sá tregasti leyfir. Þess vegna halda hlutirnir bara áfram að dankast. --- --- --- Einn vandi R-listans er að hann hefur ekkert á bak við sig. Þegar hann var fyrst kjörinn til að stjórna borginni 1994 voru stofnuð samtök sem hétu Regnboginn. Þau áttu að vera eins konar bakhjarl R-listans, tenging við grasrótina. Ekki hefur verið fundað í Regnboganum í meira en áratug. --- --- --- Stjórnmál ganga raunar ekki alltaf út á að fá hugmyndir, heldur að eigna sér hugmyndir. Þess vegna ætti Guðlaugur Þór Þórðarsson ekki að vera að ergja sig sig þótt Dagur B. Eggertsson leggi fram hugmyndir um kaffihús í Hljómskálagarðinum. Um þetta hefur verið rætt áratugum saman, ég man til dæmis eftir grein sem Hrafn Gunnlaugsson skrifaði í Helgarpóstinn sirka 1980 þar sem hann lagði til að Árbæjarsafn yrði flutt í Hljómskálagarð. Hrafn vildi koma upp einhvers konar Skansi þarna í garðinum, að sænskri fyrirmynd. Sú hugmynd er alveg jafn fín og hún var þá. --- --- --- Það er verið deila um skatta. Hann er mjög fyndinn sá málflutningur að fólk muni éta sér til óbóta ef virðisaukaskattur verður lækkaður. Hérna er hann með því hæsta sem gerist í heiminum. Það er líka ástæðulaust að óttast lækkun tekjuskatts; ríkið er ekki að gefa okkur neitt þótt skattarnir lækki. Hækkun fjármagnstekjuskatts er líka sjálfsagt réttlætismál; það er fáránlegt óréttlæti að þeir sem sýsla með peninga borgi miklu lægri skatta en þeir sem vinna fyrir sér með hörðum höndum. Raunar er langbesta hugmyndin að setja á eina flata skattprósentu. 15 prósent ættu að duga.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun