Sport

Tilkynning frá HSÍ vegna Viggó

Stjórn Handknattleikssambands Íslands sendi frá sér tilkynningu vegna máls Viggós Sigurðssonar landsliðsþjálfara, en honum var fylgt út úr Leifsstöð af lögreglu eftir að hafa lent í útistöðum við flugþjón í vél Flugleiða síðasta sunnudag. Viggó var á leið heim frá Svíþjóð með ungmennalandsliðinu í handknattleik. Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: S.l sunnudag átti það leiðindaatvik sér stað að Viggó Sigurðsson þjálfari U-21 árs landsliðsins í handknattleik hafði áfengi um hönd á heimleið með liðið frá keppni erlendis, jafnframt þreif hann til flugþjóns sem var að sinna sjálfsögðum öryggisskyldum í starfi. Forsvarsmenn Handknattleikssambands Íslands líta þessa uppákomu mjög alvarlegum augum, og vill í framhaldi af því benda á að áfengisneysla í ferðum á vegum HSÍ á ekki að eiga stað. Á fundi í hádeginu í dag með forráðamönnum sambandsins baðst Viggó Sigurðsson afsökunar á framferði sínu. Jafnframt hefur Viggó hitt viðkomandi flugþjón úr þessari ferð og beðið hann afsökunar. HSÍ hefur í dag farið yfir málið með Flugleiðum og er full sátt og eining á milli Flugleiða og HSÍ. F.H HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS. Með kveðju. Einar Þorvarðarson Framkvæmdastjóri HSÍ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×