Viðskipti innlent

British Airways flýgur til Íslands

Samkeppni í flugi á milli Keflavíkur og London mun aukast verulega í mars þegar breski flugrisinn British Airways ætlar að taka upp áætlunarflug á milli Gatwick í London og Keflavíkur fimm daga í viku. Vélarnar fara frá Gatwick snemma á morgnana og héðan klukkan hálfellefu fyrir hádegi. Í tilkynningu frá Birthis Airways segir að með því að lenda í Gatwick gefist farþegum kostur á tengingu við leiðanet félagsins til 150 áfangastaða í 72 löndum. Ráðgert er að halda fluginu áfram allan ársins hring og verður fargjaldið fram og til baka tæpar 23 þúsund krónur með flugvallarsköttum. Til samanburðar kostar fjargjald með Iceland Express á milli Keflavíkur og Standsted-flugvallar, sem er fyrir utan London, frá 16 þúsund krónum upp í rúmlega 53 þúsund krónur og með Icelandair á bilinu frá 22 þúsundum upp í 108 þúsund á Saga Class. Fyrir all mörgum árum íhugaði Brithis Airways að hefja millilandaflug á milli Íslands og London en hætti við það eftir ítarlega markaðskönnun, en nú viðist félagið sjá sóknarfæri á ný.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×