Bankar og völd 28. júlí 2005 00:01 Það er engin tilviljun, að vestur-evrópskir einkabankar hafa undangengin ár eignazt talsverðan og sums staðar ráðandi hlut í viðskiptabönkum í Mið- og Austur-Evrópu. Bankarekstur kommúnista í austanverðri Evrópu átti lítið skylt við bankastarfsemi í frjálsum markaðsbúskaparlöndum. Bankastjórarnir voru handbendi valdastéttarinnar. Ákvarðanir um lánveitingar og vexti voru í höndum manna, sem báru enga virðingu fyrir verðmætum umfram eigin völd. Bankarnir voru valdatæki óhæfrar stjórnmálastéttar, sem notaði lánveitingarvaldið til að hlaða undir eigin hagsmuni og kæfa öndverða krafta. Af þessu leiddi mikla sóun og spillingu, þar eð sparifé almennings rataði ekki í hendur þeirra fyrirtækja, sem hefðu kunnað bezt með féð að fara. Slík fyrirtæki voru að vísu fá, þar eð nær allur atvinnurekstur var með líku lagi reistur á grautfúnum stjórnmálaforsendum. Sparifjáreigendur áttu ekki í önnur hús að venda. Ekkert hagkerfi fær til lengdar staðizt svo óhagfellt fyrirkomulag atvinnulífs og bankamála, enda varð raunin sú, að hagkerfi kommúnistalandanna hrundu til grunna undan eigin þunga af þessum ástæðum og ýmsum öðrum. Þegar upp var staðið, stóð ekki steinn yfir steini þarna austur frá. Þegar múrarnir hrundu fyrir austan, var engri nothæfri þekkingu á hagkvæmum og heilbrigðum bankarekstri til að dreifa þar um slóðir. Ríkisstjórnum umbótamanna í þessum löndum reið því mjög á því að flýta einkavæðingu viðskiptabankanna og laða erlenda sérþekkingu að innlendri bankastarfsemi. Um það leyti sem einkavæðing viðskiptabankanna hófst hér heima laust fyrir aldamótin, var frívæðingu efnahagslífsins að mestu lokið í flestum kommúnistalandanna og þá um leið einkavæðingu bankanna þar. Drátturinn hér heima stafaði einkum af ófýsi margra stjórnmálamanna til að sleppa hendinni af efnahagslífinu og bönkunum, því að fyrirtækin og bankarnir voru mikilvæg valdatæki hér líkt og þar. Hjálpfúsir sérfræðingar lögðu hönd á plóg: mér er minnisstætt sérfræðiálit tveggja háskólakennara, sem sáu ýmis tormerki á einkavæðingu viðskiptabankanna og hvöttu stjórnvöld til að halda að sér höndum. (Annar þeirra tók nokkru síðar sæti í bankaráði Landsbankans.) Hér heima var hlustað á slíkar úrtölur, en ekki fyrir austan. Þar var sú leið farin víðast hvar að bjóða erlendum bönkum innlenda banka til kaups eða innlendum mönnum með erlendri þátttöku. Og þetta var leiðin, sem ríkisstjórnin hér heima markaði í byrjun, þegar einkavæðing bankanna komst loksins á dagskrá. Þetta var skynsamleg stefna, enda bar ástand bankamálanna hér ýmis merki austur-evrópskrar óhagkvæmni og hafði gert það frá fyrstu tíð. Í samræmi við þennan ásetning sendi ríkisstjórnin frá sér ásamt kaupendum fréttatilkynningu 16. janúar 2003 undir svohljóðandi fyrirsögn: ,,Þýskur banki í hópi nýrra eigenda Búnaðarbanka Íslands hf." Aðild þýzka bankans var sem sagt aðalatriði málsins. Síðan hefur komið á daginn, að þýzki bankinn er smábanki, miklu minni en gamli Búnaðarbankinn, og fékk m.a.s. lán í Landsbankanum til að fjármagna kaupin og seldi hlut sinn í Búnaðarbankanum skömmu síðar og hvarf af vettvangi. Eftir sitja nokkrir framsóknarmenn með fullar hendur fjár – marga milljarða. Og eftir stendur spurningin um það, hvaða lögvörnum eigandi gamla Búnaðarbankans, fólkið í landinu, getur við komið við þessar aðstæður. Lögfræðingar virðast undarlega áhugalausir um málið. Valdsmenn hafa gegnum tíðina farið frjálslega með ýmsar eigur almennings. Þeir hafa skenkt vinum sínum ríkisjarðir rétt fyrir kosningar, gefið listaverk úr opinberum söfnum o.s.frv., en það eru smámunir hjá því, sem nú tíðkast. Umfang upptökunnar hefur margfaldazt: tíðarandinn leyfir engin vettlingatök. Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur álitlegum hópi manna að því er virðist tekizt að auðgast umtalsvert á stjórnmálaafskiptum og stjórnmálatengslum. Stjórnmálaflokkarnir hafa með hiki dregið sig út úr bankarekstri, rétt er það, og þó ekki, þar eð trúnaðarmenn ríkisstjórnarflokkanna eiga enn hvor sinn fulltrúann í bankaráðum tveggja stærstu bankanna. Skaðabæturnar fyrir valdamissinn skömmtuðu menn sér sjálfir í Búnaðarbankanum. Enn er minna vitað um ýmsa þætti einkavæðingar Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Salan á Búnaðarbankanum Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Það er engin tilviljun, að vestur-evrópskir einkabankar hafa undangengin ár eignazt talsverðan og sums staðar ráðandi hlut í viðskiptabönkum í Mið- og Austur-Evrópu. Bankarekstur kommúnista í austanverðri Evrópu átti lítið skylt við bankastarfsemi í frjálsum markaðsbúskaparlöndum. Bankastjórarnir voru handbendi valdastéttarinnar. Ákvarðanir um lánveitingar og vexti voru í höndum manna, sem báru enga virðingu fyrir verðmætum umfram eigin völd. Bankarnir voru valdatæki óhæfrar stjórnmálastéttar, sem notaði lánveitingarvaldið til að hlaða undir eigin hagsmuni og kæfa öndverða krafta. Af þessu leiddi mikla sóun og spillingu, þar eð sparifé almennings rataði ekki í hendur þeirra fyrirtækja, sem hefðu kunnað bezt með féð að fara. Slík fyrirtæki voru að vísu fá, þar eð nær allur atvinnurekstur var með líku lagi reistur á grautfúnum stjórnmálaforsendum. Sparifjáreigendur áttu ekki í önnur hús að venda. Ekkert hagkerfi fær til lengdar staðizt svo óhagfellt fyrirkomulag atvinnulífs og bankamála, enda varð raunin sú, að hagkerfi kommúnistalandanna hrundu til grunna undan eigin þunga af þessum ástæðum og ýmsum öðrum. Þegar upp var staðið, stóð ekki steinn yfir steini þarna austur frá. Þegar múrarnir hrundu fyrir austan, var engri nothæfri þekkingu á hagkvæmum og heilbrigðum bankarekstri til að dreifa þar um slóðir. Ríkisstjórnum umbótamanna í þessum löndum reið því mjög á því að flýta einkavæðingu viðskiptabankanna og laða erlenda sérþekkingu að innlendri bankastarfsemi. Um það leyti sem einkavæðing viðskiptabankanna hófst hér heima laust fyrir aldamótin, var frívæðingu efnahagslífsins að mestu lokið í flestum kommúnistalandanna og þá um leið einkavæðingu bankanna þar. Drátturinn hér heima stafaði einkum af ófýsi margra stjórnmálamanna til að sleppa hendinni af efnahagslífinu og bönkunum, því að fyrirtækin og bankarnir voru mikilvæg valdatæki hér líkt og þar. Hjálpfúsir sérfræðingar lögðu hönd á plóg: mér er minnisstætt sérfræðiálit tveggja háskólakennara, sem sáu ýmis tormerki á einkavæðingu viðskiptabankanna og hvöttu stjórnvöld til að halda að sér höndum. (Annar þeirra tók nokkru síðar sæti í bankaráði Landsbankans.) Hér heima var hlustað á slíkar úrtölur, en ekki fyrir austan. Þar var sú leið farin víðast hvar að bjóða erlendum bönkum innlenda banka til kaups eða innlendum mönnum með erlendri þátttöku. Og þetta var leiðin, sem ríkisstjórnin hér heima markaði í byrjun, þegar einkavæðing bankanna komst loksins á dagskrá. Þetta var skynsamleg stefna, enda bar ástand bankamálanna hér ýmis merki austur-evrópskrar óhagkvæmni og hafði gert það frá fyrstu tíð. Í samræmi við þennan ásetning sendi ríkisstjórnin frá sér ásamt kaupendum fréttatilkynningu 16. janúar 2003 undir svohljóðandi fyrirsögn: ,,Þýskur banki í hópi nýrra eigenda Búnaðarbanka Íslands hf." Aðild þýzka bankans var sem sagt aðalatriði málsins. Síðan hefur komið á daginn, að þýzki bankinn er smábanki, miklu minni en gamli Búnaðarbankinn, og fékk m.a.s. lán í Landsbankanum til að fjármagna kaupin og seldi hlut sinn í Búnaðarbankanum skömmu síðar og hvarf af vettvangi. Eftir sitja nokkrir framsóknarmenn með fullar hendur fjár – marga milljarða. Og eftir stendur spurningin um það, hvaða lögvörnum eigandi gamla Búnaðarbankans, fólkið í landinu, getur við komið við þessar aðstæður. Lögfræðingar virðast undarlega áhugalausir um málið. Valdsmenn hafa gegnum tíðina farið frjálslega með ýmsar eigur almennings. Þeir hafa skenkt vinum sínum ríkisjarðir rétt fyrir kosningar, gefið listaverk úr opinberum söfnum o.s.frv., en það eru smámunir hjá því, sem nú tíðkast. Umfang upptökunnar hefur margfaldazt: tíðarandinn leyfir engin vettlingatök. Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur álitlegum hópi manna að því er virðist tekizt að auðgast umtalsvert á stjórnmálaafskiptum og stjórnmálatengslum. Stjórnmálaflokkarnir hafa með hiki dregið sig út úr bankarekstri, rétt er það, og þó ekki, þar eð trúnaðarmenn ríkisstjórnarflokkanna eiga enn hvor sinn fulltrúann í bankaráðum tveggja stærstu bankanna. Skaðabæturnar fyrir valdamissinn skömmtuðu menn sér sjálfir í Búnaðarbankanum. Enn er minna vitað um ýmsa þætti einkavæðingar Landsbankans.