BF2: Special Forces tilkynntur 25. júlí 2005 00:01 Gerið ykkur klár fyrir miskunarlaust stríð með sérsveitum. Electronic Arts (NASDAQ: ERTS) og Digital Illusions tilkynntu í dag að þeir hefðu byrjað vinnu við aukapakka fyrir verðlauna leikinn Battlefield 2 á PC. Leikurinn byggir á grafíkvélinni í Battlefield 2. Battlefield 2: Special Forces gefur leikmönnum sömu spennu og hasar og fyrri leikir, nema nú er áherslan lögð á sérveitir. Þú munt hafa nýjastu og þróuðustu græjur sem til eru, en þar á meðal eru farartæki og vopn. Í Battlefield 2 Special Forces geta leikmenn valið um 6 mismunandi gerðir hermanna - Navy SEALs, bresku SAS, rússnesku Spetznas, MEC Special Forces, uppreisnarmenn og skæruliða. Þú munt verða vopnaður þróuðustu vopnum sem til eru,og getur stýrt meira en 10 nýjum farartækjum á leið þinni inní alþjóðlegar deilur þar sem allt að 64 leikmenn geta spilað saman. Þar að auki geta leikmenn þróað hermennina sína þannig að þeir hækka í tign og verða öflugri. Battlefield 2 Special Forces inniheldur hasarinn og þau gæði sem við þekkjum úr Battlefield 2, nema hvað sögusviðið gerist á bakvið fréttamyndirnar, þar sem leikmenn fara í hlutverk hermanna sem eru þeir hættulegustu og best þjálfuðu í nútíma hernaði. Vopnin í leiknum eru þau sem notuð eru af sérsveitum í dag, og það sama gildir um farartæki og aðrar græjur. En leikmenn þurfa á öllu sína að halda til að ná stjórninni yfir herjum og markmiðum þeirra. Aukapakkinn er gerður af Digital Illusions Canada. Battlefield 2: Special Forces verður gefinn út í haust fyrir PC. Til að spila Battlefield 2: Special Forces þarf að hafa Battlefield 2 uppsettan á tölvunni. Til að fá frekari upplýsingar um Battlefield 2: Special Forces eða aðra leiki í Battlefield-seríunni er bent á síðuna http://www.battlefield.ea.com . Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Gerið ykkur klár fyrir miskunarlaust stríð með sérsveitum. Electronic Arts (NASDAQ: ERTS) og Digital Illusions tilkynntu í dag að þeir hefðu byrjað vinnu við aukapakka fyrir verðlauna leikinn Battlefield 2 á PC. Leikurinn byggir á grafíkvélinni í Battlefield 2. Battlefield 2: Special Forces gefur leikmönnum sömu spennu og hasar og fyrri leikir, nema nú er áherslan lögð á sérveitir. Þú munt hafa nýjastu og þróuðustu græjur sem til eru, en þar á meðal eru farartæki og vopn. Í Battlefield 2 Special Forces geta leikmenn valið um 6 mismunandi gerðir hermanna - Navy SEALs, bresku SAS, rússnesku Spetznas, MEC Special Forces, uppreisnarmenn og skæruliða. Þú munt verða vopnaður þróuðustu vopnum sem til eru,og getur stýrt meira en 10 nýjum farartækjum á leið þinni inní alþjóðlegar deilur þar sem allt að 64 leikmenn geta spilað saman. Þar að auki geta leikmenn þróað hermennina sína þannig að þeir hækka í tign og verða öflugri. Battlefield 2 Special Forces inniheldur hasarinn og þau gæði sem við þekkjum úr Battlefield 2, nema hvað sögusviðið gerist á bakvið fréttamyndirnar, þar sem leikmenn fara í hlutverk hermanna sem eru þeir hættulegustu og best þjálfuðu í nútíma hernaði. Vopnin í leiknum eru þau sem notuð eru af sérsveitum í dag, og það sama gildir um farartæki og aðrar græjur. En leikmenn þurfa á öllu sína að halda til að ná stjórninni yfir herjum og markmiðum þeirra. Aukapakkinn er gerður af Digital Illusions Canada. Battlefield 2: Special Forces verður gefinn út í haust fyrir PC. Til að spila Battlefield 2: Special Forces þarf að hafa Battlefield 2 uppsettan á tölvunni. Til að fá frekari upplýsingar um Battlefield 2: Special Forces eða aðra leiki í Battlefield-seríunni er bent á síðuna http://www.battlefield.ea.com .
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira