Viðreisn í Reykjavík 22. júlí 2005 00:01 Þótt enn séu um tíu mánuðir til næstu sveitarstjórnarkosninga hefur tæplega farið framhjá nokkrum manni að báðar fylkingar í borgarstjórn Reykjavíkur eru farnar að hvetja vopn sín. Í Reykjavíkurlistanum snúa reyndar ætlaðir samherjar spjótum sínum hver að öðrum þessa dagana og hafa fyrir vikið útvegað fjölmiðlum gott skemmtiefni á annars hefðbundnum værðartímum. Þótt ekki sé jafn mikill hávaði í sjálfstæðismönnum eru þungar þreifingar hafnar þar um hver eigi að vera borgarstjóraefni flokksins næsta vor. Ýmislegt bendir nú til þess að flokkarnir sem standa að R-listanum ætli að rembast við að halda samstarfinu áfram fjórða kjörtímabilið í röð þrátt fyrir að löngu sé ljóst að R-listinn er kominn langt fram yfir síðasta söludag. R-listinn kom eins og ferskur andvari inn í borgarmálin 1994 og vann glæsilegan sigur yfir íhaldinu með framboðslista sem státaði af góðri blöndu af gömlum refum úr borgarpólitíkinni og ferskum nýliðum. Það verður hins vegar að ítreka þau orð sem áður hafa verið sett hér á blað að ferskleikinn er fyrir löngu farinn af R-listanum. Þess í stað er komið þreytulegt yfirbragð stjórnmálaafls sem heldur í völdin valdanna vegna. Þegar litið er yfir sveitina hinum megin við borðið, þar sem sjálfstæðismenn sitja, blasir hins vegar ekki við sérlega frísklegur hópur heldur. Minnihlutanum í borgarstjórn hefur mistekist hrapallega að halda uppi eftirtektarverðri stjórnarandstöðu en málflutningur hans hefur fyrst og fremst einkennst af endalausu tuði um Línu-net. Aðeins rofaði þó til með skemmtilegum skipulagshugmyndum sjálfstæðismanna um framtíðareyjaborgina Reykjavík. Þær hugmyndir eru þó tæplega marktækar þar sem sjálfstæðismenn þorðu ekki að taka af skarið um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, sem er þó brýnasta skipulagsmál borgarinnar. Er þá staðan glötuð fyrir okkur borgarbúa sem sjáum hvorki bjarta framtíð undir stjórn R-listans né Sjálfstæðisflokks? Nei, enn er langt í kosningar og því hægt að vonast til þess að R-listinn geri borgarbúum þann greiða að hætta að berja í brestina og leysi upp samstarf sitt þannig að flokkarnir að baki honum geti boðið fram undir eigin merkjum og óbundnir. Þegar inn í þessa sýn er tekið að nýtt fólk mun væntanlega koma í stað hertra átakajálka á borð við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björn Bjarnason – sem aldrei gætu unnið saman – annars vegar á sjálfstæðan lista Samfylkingar og hins vegar hjá Sjálfstæðisflokknum, breytist staðan hressilega. Og ef Samfylking og Sjálfstæðisflokkur næðu saman eftir kosningar væri kominn öflugur meirihluti sem virkilega gæti látið hendur standa fram úr ermum með umboð yfirgnæfandi meirihluta borgarbúa að baki. Viðreisn í Reykjavík. Einhver? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Þótt enn séu um tíu mánuðir til næstu sveitarstjórnarkosninga hefur tæplega farið framhjá nokkrum manni að báðar fylkingar í borgarstjórn Reykjavíkur eru farnar að hvetja vopn sín. Í Reykjavíkurlistanum snúa reyndar ætlaðir samherjar spjótum sínum hver að öðrum þessa dagana og hafa fyrir vikið útvegað fjölmiðlum gott skemmtiefni á annars hefðbundnum værðartímum. Þótt ekki sé jafn mikill hávaði í sjálfstæðismönnum eru þungar þreifingar hafnar þar um hver eigi að vera borgarstjóraefni flokksins næsta vor. Ýmislegt bendir nú til þess að flokkarnir sem standa að R-listanum ætli að rembast við að halda samstarfinu áfram fjórða kjörtímabilið í röð þrátt fyrir að löngu sé ljóst að R-listinn er kominn langt fram yfir síðasta söludag. R-listinn kom eins og ferskur andvari inn í borgarmálin 1994 og vann glæsilegan sigur yfir íhaldinu með framboðslista sem státaði af góðri blöndu af gömlum refum úr borgarpólitíkinni og ferskum nýliðum. Það verður hins vegar að ítreka þau orð sem áður hafa verið sett hér á blað að ferskleikinn er fyrir löngu farinn af R-listanum. Þess í stað er komið þreytulegt yfirbragð stjórnmálaafls sem heldur í völdin valdanna vegna. Þegar litið er yfir sveitina hinum megin við borðið, þar sem sjálfstæðismenn sitja, blasir hins vegar ekki við sérlega frísklegur hópur heldur. Minnihlutanum í borgarstjórn hefur mistekist hrapallega að halda uppi eftirtektarverðri stjórnarandstöðu en málflutningur hans hefur fyrst og fremst einkennst af endalausu tuði um Línu-net. Aðeins rofaði þó til með skemmtilegum skipulagshugmyndum sjálfstæðismanna um framtíðareyjaborgina Reykjavík. Þær hugmyndir eru þó tæplega marktækar þar sem sjálfstæðismenn þorðu ekki að taka af skarið um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, sem er þó brýnasta skipulagsmál borgarinnar. Er þá staðan glötuð fyrir okkur borgarbúa sem sjáum hvorki bjarta framtíð undir stjórn R-listans né Sjálfstæðisflokks? Nei, enn er langt í kosningar og því hægt að vonast til þess að R-listinn geri borgarbúum þann greiða að hætta að berja í brestina og leysi upp samstarf sitt þannig að flokkarnir að baki honum geti boðið fram undir eigin merkjum og óbundnir. Þegar inn í þessa sýn er tekið að nýtt fólk mun væntanlega koma í stað hertra átakajálka á borð við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björn Bjarnason – sem aldrei gætu unnið saman – annars vegar á sjálfstæðan lista Samfylkingar og hins vegar hjá Sjálfstæðisflokknum, breytist staðan hressilega. Og ef Samfylking og Sjálfstæðisflokkur næðu saman eftir kosningar væri kominn öflugur meirihluti sem virkilega gæti látið hendur standa fram úr ermum með umboð yfirgnæfandi meirihluta borgarbúa að baki. Viðreisn í Reykjavík. Einhver?
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun