Sniff, eiturlyf og ábyrgð foreldra 20. júlí 2005 00:01 Fréttastofa Ríkissjónvarpsins flutti í gærkvöldi þau nöturlegu tíðindi að íslenskir unglingar eru líklegri en jafnaldarar sínir víða um Evrópu til að hafa prófað að sniffa. Samkvæmt nýjustu samanburðartölum við önnur lönd hafa tólf prósent 15 til 16 ára íslenskra krakka sniffað og er ástandi hvergi verra á Norðurlöndunum en hér, að Grænlandi undanskildu. Í fréttinni kom einnig fram að sniff eykst þegar slaknar á umræðunni um hversu hættulegt það er, en eins sorglega og það hljómar virðist þurfa fréttir af því að einhver unglingurinn hafi skaðað sig á sniffi til þess að aðrir taki sönsum. Hvað er til ráða? Efnin sem unglingarnir sniffa af eru allt í kringum okkur, lím, gas, kveikjarabensín og jafnvel tússpennar sem hægt er að nálgast í næstu ritfangaverslun. Ekki er hægt að banna sölu þessara efna eða hefta aðgang unglinga að þeim. Það eina sem er því í stöðunni er að tala við krakkana og útskýra fyrir þeim hversu glórulaust rugl sniffið er og vona að þau taki mark á fræðslunni. Það er athyglisvert að bera saman sniff og neyslu ólöglegra fíkniefna. Hvatinn að baki neyslunni er í báðum tilfellum eftirsókn í vímu og eflaust að einhverju leyti bannhelgin sem hvílir yfir báðu; á ákveðnu æviskeiði getur þörfin fyrir að gera uppreisn gegn löglegum gildum rekið fólk til að gera ótrúlegustu dellu. En samanburðurinn nær ekki lengra. Sá sem selur unglingi í sakleysi sínu tússpenna, sem unglingurinn notar síðan til þess að sniffa af og stórskaða sig, er ekki kallaður “sölumaður dauðans”. Samfélagið varpar ábyrgðinni ekki á ritfangavörukaupmanninn, heldur með réttu á fíflsku unglingsins og foreldrana fyrir að hafa ekki sinnt uppeldishlutverki sínu. Auðvitað er reginmunur á því að selja einhverjum meðvitað dóp og því að selja kveikjarbensín eða límtúpu sem síðan er notað til að komast í vímu. Engu að síður er það þörf hugvekja fyrir íslenska foreldra og ekki síður stjórnmálamenn sem slá um sig með frösum um aukna fjárveitingu til fíkniefnalöggæslu, að vandinn verður seint leystur með valdboðum. Á meðan eftirspurnin er mikil eftir dópi verður framboðið af dópi nóg. Sama hversu mörg kíló tollgæslan gerir upptæk og margir eiturlyfjasalar verða settir bak við lás og slá, ekkert mun breytast nema að takist að ná fram hugarfarsbreytingum gagnvart eðli fíkniefnaneyslunnar. Áherslan á sölumenn og innflytjendur eiturlyfja er alltof veigamikil. Baráttan verður að hefjast inn á heimilunum. Skólinn og aðrar opinberar stofnanir hafa svo sannarlega mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að forvörnunum en umfram allt þarf fólk að horfa inn á við og velta fyrir sér hvernig það getur forðað börnum sínum frá því að misnota fíkniefni, hvort sem það er tóbak, brennivín eða eitthvað annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun
Fréttastofa Ríkissjónvarpsins flutti í gærkvöldi þau nöturlegu tíðindi að íslenskir unglingar eru líklegri en jafnaldarar sínir víða um Evrópu til að hafa prófað að sniffa. Samkvæmt nýjustu samanburðartölum við önnur lönd hafa tólf prósent 15 til 16 ára íslenskra krakka sniffað og er ástandi hvergi verra á Norðurlöndunum en hér, að Grænlandi undanskildu. Í fréttinni kom einnig fram að sniff eykst þegar slaknar á umræðunni um hversu hættulegt það er, en eins sorglega og það hljómar virðist þurfa fréttir af því að einhver unglingurinn hafi skaðað sig á sniffi til þess að aðrir taki sönsum. Hvað er til ráða? Efnin sem unglingarnir sniffa af eru allt í kringum okkur, lím, gas, kveikjarabensín og jafnvel tússpennar sem hægt er að nálgast í næstu ritfangaverslun. Ekki er hægt að banna sölu þessara efna eða hefta aðgang unglinga að þeim. Það eina sem er því í stöðunni er að tala við krakkana og útskýra fyrir þeim hversu glórulaust rugl sniffið er og vona að þau taki mark á fræðslunni. Það er athyglisvert að bera saman sniff og neyslu ólöglegra fíkniefna. Hvatinn að baki neyslunni er í báðum tilfellum eftirsókn í vímu og eflaust að einhverju leyti bannhelgin sem hvílir yfir báðu; á ákveðnu æviskeiði getur þörfin fyrir að gera uppreisn gegn löglegum gildum rekið fólk til að gera ótrúlegustu dellu. En samanburðurinn nær ekki lengra. Sá sem selur unglingi í sakleysi sínu tússpenna, sem unglingurinn notar síðan til þess að sniffa af og stórskaða sig, er ekki kallaður “sölumaður dauðans”. Samfélagið varpar ábyrgðinni ekki á ritfangavörukaupmanninn, heldur með réttu á fíflsku unglingsins og foreldrana fyrir að hafa ekki sinnt uppeldishlutverki sínu. Auðvitað er reginmunur á því að selja einhverjum meðvitað dóp og því að selja kveikjarbensín eða límtúpu sem síðan er notað til að komast í vímu. Engu að síður er það þörf hugvekja fyrir íslenska foreldra og ekki síður stjórnmálamenn sem slá um sig með frösum um aukna fjárveitingu til fíkniefnalöggæslu, að vandinn verður seint leystur með valdboðum. Á meðan eftirspurnin er mikil eftir dópi verður framboðið af dópi nóg. Sama hversu mörg kíló tollgæslan gerir upptæk og margir eiturlyfjasalar verða settir bak við lás og slá, ekkert mun breytast nema að takist að ná fram hugarfarsbreytingum gagnvart eðli fíkniefnaneyslunnar. Áherslan á sölumenn og innflytjendur eiturlyfja er alltof veigamikil. Baráttan verður að hefjast inn á heimilunum. Skólinn og aðrar opinberar stofnanir hafa svo sannarlega mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að forvörnunum en umfram allt þarf fólk að horfa inn á við og velta fyrir sér hvernig það getur forðað börnum sínum frá því að misnota fíkniefni, hvort sem það er tóbak, brennivín eða eitthvað annað.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun