Loftkæling hitabeltisins 29. júní 2005 00:01 Meira síðar: þessu lofaði ég lesendum mínum að leiðarlokum fyrir hálfum mánuði. Málsefnið var örbirgð Afríku og færar leiðir til að sigrast á henni. Kannski virkjun? – spurði ég. Ég átti ekki við Kárahnjúka, hafi einhver haldið það, heldur Kongó. Kongó? Já, Kongó. Málið er þetta. Afríka á við mikil og margslungin vandamál að stríða, og sum þeirra vekja athygli umheimsins langt umfram önnur. Allir vita um heilbrigðisvandann (eyðni, malaríu o.fl.), ónóga menntun, hindurvitni, útbreidda spillingu o.s.frv. Hitt vita færri, að orkumál álfunnar eru í ólestri – þess konar ólestri, sem leggur lamandi hönd á líf fólksins þarna suður frá. Ég hef lýst því áður í þessu plássi, að raforkan í Afríku er svo dýr, að venjulegt fólk hefur ekki ráð á því að kæla húsin sín þrátt fyrir þrúgandi hita víðast hvar, endar slagar rafmagnskostnaðurinn við loftkælingu hátt upp í húsaleiguna. Menn eiga flestir fullt í fangi með að standa í skilum með leiguna, þótt þeir þurfi ekki líka að punga út allt að því öðru eins fyrir lúxus á borð við loftkælingu. Nærri má geta, hversu dýrt mönnum reynist það þá að raflýsa húsin sín og borgir og bæi þarna niður frá. Heiðrík næturmynd af Afríku segir í reyndinni allt, sem segja þarf um þetta mál: rafvæðingu álfunnar miklu er ábótavant. Myrkur og svækja draga mátt úr fólkinu. En loftkæling er ekki lúxus í hitabeltinu, ef að er gáð, heldur beinlínis lífsnauðsyn. Lee Kwan Yew, landsfaðir og fyrrv. forsætisráðherra Singapúr, lýsir því í sjálfsævisögu sinni, hversu almenn loftkæling skipti sköpum fyrir framþróunina þar í landi: fólkið gekk bókstaflega í gegnum endurnýjun lífdaganna, þegar svækjan innan dyra vék fyrir svölu lofti. Hví skyldi hið sama þá ekki eiga við annars staðar í hitabeltinu? Ef það tækist að útvega Afríku ódýrt rafmagn, myndu vellíðan og lífskjör fólksins þar klárlega taka kipp. Ástandið í orkumálum Afríku er aðkallandi m.a. vegna þess, að Kongófljót býr yfir sjöttungi alls virkjanlegs vatnsafls í heiminum. Þessi mikla móða liggur miðsvæðis um álfuna og er mikilvæg samgönguæð og er þó enn að mestu leyti óvirkjuð. En nú er að vísu breyting í vændum. Suðurafrískt orkufyrirtæki, Eskom að nafni, býst nú til að byggja stærstu vatnsvirkjun heimsins í ármynninu í vestanverðri Kongó, ekki langt fyrir sunnan miðbaug. Áin sprettur upp í hálöndum Sambíu 1.800 metra yfir sjávarmáli og rennur rangsælis í risavöxnum niðurhallandi boga út í Atlantshafið á vesturströnd Kongó. Ráðgert er, að virkjunin verði 40 þúsund megavött að stærð á móti 690 megavöttum í Kárahnjúkavirkjun til viðmiðunar. Virkjunin í Kongó verður því sextíu sinnum aflmeiri en Kárahnjúkavirkjun og tvisvar til þrisvar sinnum aflmeiri en stærsta virkjun heimsins nú, en hún er í Gulafljóti í Kína. Vatnsorkan í Kongófljóti mun trúlega duga allri Afríku og vel það. Þarna verða engin uppistöðulón, heldur verða lykkjur lagðar á fljótið og vatninu veitt í gegnum túrbínur utan meginstraumsins og síðan aftur út í ána til að halda umhverfisraskinu í lágmarki, svo sem gert hefur verið í Kanada, Noregi og Sviss. Orka verður afgangs handa Suður-Evrópu, enda þótt Afríka rafvæðist til fulls – eða svo segja þeir hjá Eskom. Ætlanin er að samtengja orkunet álfunnar, svo að rafmagnið flæði hindrunarlaust yfir landamærin um alla álfu. Áætlaður virkjunarkostnaður í Kongó er 50 milljarðar Bandaríkjadollara og jafngildir tveggja mánaða landsframleiðslu allra Afríkulanda sunnan Saharaeyðimerkurinnar. Það er mikið fé. Vonir standa til, að Alþjóðabankinn og einkafjárfestar leggi fé í púkkið. Aðeins fimm til tíu prósent Afríkubúa hafa nú aðgang að rafmagni. Einmitt þannig var ástatt fyrir Íslandi, þegar Einar Benediktsson skáld og aðrir reyndu að opna augu þjóðarinnar fyrir nauðsyn rafvæðingar og virkjunar fallvatnanna hér heima í byrjun 20. aldar. Virkjun vatnsorkunnar dróst von úr viti fyrir þrjózku og þröngsýni heimamanna og er fyrst nú að ná máli – nú, þegar rafvæðingu Íslands er löngu lokið og menn greinir á um það, hvort stórvirkjanir á borð við Kárahnjúkavirkjun fullnægi kröfum nútímans til umhverfisverndar, menntunar og atvinnulífs í okkar heimshluta. Afríka gerir aðrar kröfur. Þar er af nógu að taka: Níl er tvö þúsund kílómetrum lengri en Kongó og er einnig að mestu leyti óbeizluð enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Meira síðar: þessu lofaði ég lesendum mínum að leiðarlokum fyrir hálfum mánuði. Málsefnið var örbirgð Afríku og færar leiðir til að sigrast á henni. Kannski virkjun? – spurði ég. Ég átti ekki við Kárahnjúka, hafi einhver haldið það, heldur Kongó. Kongó? Já, Kongó. Málið er þetta. Afríka á við mikil og margslungin vandamál að stríða, og sum þeirra vekja athygli umheimsins langt umfram önnur. Allir vita um heilbrigðisvandann (eyðni, malaríu o.fl.), ónóga menntun, hindurvitni, útbreidda spillingu o.s.frv. Hitt vita færri, að orkumál álfunnar eru í ólestri – þess konar ólestri, sem leggur lamandi hönd á líf fólksins þarna suður frá. Ég hef lýst því áður í þessu plássi, að raforkan í Afríku er svo dýr, að venjulegt fólk hefur ekki ráð á því að kæla húsin sín þrátt fyrir þrúgandi hita víðast hvar, endar slagar rafmagnskostnaðurinn við loftkælingu hátt upp í húsaleiguna. Menn eiga flestir fullt í fangi með að standa í skilum með leiguna, þótt þeir þurfi ekki líka að punga út allt að því öðru eins fyrir lúxus á borð við loftkælingu. Nærri má geta, hversu dýrt mönnum reynist það þá að raflýsa húsin sín og borgir og bæi þarna niður frá. Heiðrík næturmynd af Afríku segir í reyndinni allt, sem segja þarf um þetta mál: rafvæðingu álfunnar miklu er ábótavant. Myrkur og svækja draga mátt úr fólkinu. En loftkæling er ekki lúxus í hitabeltinu, ef að er gáð, heldur beinlínis lífsnauðsyn. Lee Kwan Yew, landsfaðir og fyrrv. forsætisráðherra Singapúr, lýsir því í sjálfsævisögu sinni, hversu almenn loftkæling skipti sköpum fyrir framþróunina þar í landi: fólkið gekk bókstaflega í gegnum endurnýjun lífdaganna, þegar svækjan innan dyra vék fyrir svölu lofti. Hví skyldi hið sama þá ekki eiga við annars staðar í hitabeltinu? Ef það tækist að útvega Afríku ódýrt rafmagn, myndu vellíðan og lífskjör fólksins þar klárlega taka kipp. Ástandið í orkumálum Afríku er aðkallandi m.a. vegna þess, að Kongófljót býr yfir sjöttungi alls virkjanlegs vatnsafls í heiminum. Þessi mikla móða liggur miðsvæðis um álfuna og er mikilvæg samgönguæð og er þó enn að mestu leyti óvirkjuð. En nú er að vísu breyting í vændum. Suðurafrískt orkufyrirtæki, Eskom að nafni, býst nú til að byggja stærstu vatnsvirkjun heimsins í ármynninu í vestanverðri Kongó, ekki langt fyrir sunnan miðbaug. Áin sprettur upp í hálöndum Sambíu 1.800 metra yfir sjávarmáli og rennur rangsælis í risavöxnum niðurhallandi boga út í Atlantshafið á vesturströnd Kongó. Ráðgert er, að virkjunin verði 40 þúsund megavött að stærð á móti 690 megavöttum í Kárahnjúkavirkjun til viðmiðunar. Virkjunin í Kongó verður því sextíu sinnum aflmeiri en Kárahnjúkavirkjun og tvisvar til þrisvar sinnum aflmeiri en stærsta virkjun heimsins nú, en hún er í Gulafljóti í Kína. Vatnsorkan í Kongófljóti mun trúlega duga allri Afríku og vel það. Þarna verða engin uppistöðulón, heldur verða lykkjur lagðar á fljótið og vatninu veitt í gegnum túrbínur utan meginstraumsins og síðan aftur út í ána til að halda umhverfisraskinu í lágmarki, svo sem gert hefur verið í Kanada, Noregi og Sviss. Orka verður afgangs handa Suður-Evrópu, enda þótt Afríka rafvæðist til fulls – eða svo segja þeir hjá Eskom. Ætlanin er að samtengja orkunet álfunnar, svo að rafmagnið flæði hindrunarlaust yfir landamærin um alla álfu. Áætlaður virkjunarkostnaður í Kongó er 50 milljarðar Bandaríkjadollara og jafngildir tveggja mánaða landsframleiðslu allra Afríkulanda sunnan Saharaeyðimerkurinnar. Það er mikið fé. Vonir standa til, að Alþjóðabankinn og einkafjárfestar leggi fé í púkkið. Aðeins fimm til tíu prósent Afríkubúa hafa nú aðgang að rafmagni. Einmitt þannig var ástatt fyrir Íslandi, þegar Einar Benediktsson skáld og aðrir reyndu að opna augu þjóðarinnar fyrir nauðsyn rafvæðingar og virkjunar fallvatnanna hér heima í byrjun 20. aldar. Virkjun vatnsorkunnar dróst von úr viti fyrir þrjózku og þröngsýni heimamanna og er fyrst nú að ná máli – nú, þegar rafvæðingu Íslands er löngu lokið og menn greinir á um það, hvort stórvirkjanir á borð við Kárahnjúkavirkjun fullnægi kröfum nútímans til umhverfisverndar, menntunar og atvinnulífs í okkar heimshluta. Afríka gerir aðrar kröfur. Þar er af nógu að taka: Níl er tvö þúsund kílómetrum lengri en Kongó og er einnig að mestu leyti óbeizluð enn.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun