Aukum lýðræðið 17. júní 2005 00:01 Í dag halda landsmenn upp á það að 61 ár er liðið frá lýðveldisstofnuninni á Þingvöllum. Margt hefur breyst síðan þá, því segja má að mannlífið hér á landi hafi flust úr sveit í borg á þessum árum sem liðin eru, og nú er það ekki spurning hvor hafi vinninginn, sveitin eða borgin, því nú er þetta orðið spurning um hvort ungt fólk setjist að hér á landi eða erlendis. Við þurfum því að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi. Það er ekki aðeins að búsetuskilyrðin hafi breyst mjög mikið, heldur líka lifnaðarhættir og hugsunarháttur fólks. Umræðan er orðin opnari og fjölbreyttari og meira lýðræði er orðið áberandi. Lagasetningar undanfarinna ára hafa stuðlað að meira lýðræði, en margt er enn óunnið á þeim vettvangi. Stjórnarskrárnefnd forsætisráðherra undir forystu Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur nú verið að störfum í nokkra mánuði og bryddað upp á athyglisverðum nýjungum í starfsemi sinni. Frjálsum félagasamtökum hefur verið gefinn kostur á að koma fram með tillögur að breytingum á stjórnarskránni, þótt þau eigi ekki aðild að stjórnarskrárnefndinni sjálfri. Þannig hefur verið opnað fyrir að breytingartillögurnar komi ekki allar úr eldhúsum stjórnmálaflokkanna, og taki þá einkum mið af sjónarmiðum og hagsmunum þeirra. Þegar gerðar hafa verið breytingar á stjórnarskránni hvað varðar kjördæmaskipan og í framhaldi af því breytingar á kosningalögum á undanförnum árum, hefur löngum viljað brenna við að breytingarnar beri keim af hagsmunum starfandi stjórnmálaflokka og jafnvel því hvernig staða einstakra þingmanna yrði eftir breytingar. Slíkt nær að sjálfsögðu engri átt. Við núverandi endurskoðun á stjórnarskránni hefur ekki veri rætt sérstaklega um breytingar á kjördæmaskipan eða fjölda þingmanna, enda tiltölulega stutt síðan þeim hlutum var breytt. Öll stjórnarskráin er að vísu undir eins og forsætisráðherra tók fram þegar tilkynnt var um nýja stjórnarskrárnefnd, seint á síðsta ári. Fram að því hafði einkum verið talað um endurskoðun á margumræddri 26. grein þar sem fjallað er um staðfestingu eða synjun forseta Íslands á lagafrumvörpum sem samþykkt hafa verið á Alþingi. Meðal athyglisverðustu hugmyndanna sem komið hafa fram í umræðunni nú um endurskoðun stjórnarskrárinnar, er um þjóðaratkvæðagreiðslu. Geir H. Haarde fjármálaráðhera og varaformaður stjórnarskrárnefndarinar sagði við lok ráðstefnu um stjórnarskrána um síðustu helgi að sér þætti talsverður áhugi fyrir því að tekin yrðu upp í stjórnarskrána ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hér er um að ræða áhugavert atriði sem vert er að rætt verði ítarlega . Það á svo eftir að koma í ljós hvernig þetta ákvæði verður í stjórnarskránni, en grundvallaratriði er að það auki lýðræði hér á landi. Gleðilega hátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Í dag halda landsmenn upp á það að 61 ár er liðið frá lýðveldisstofnuninni á Þingvöllum. Margt hefur breyst síðan þá, því segja má að mannlífið hér á landi hafi flust úr sveit í borg á þessum árum sem liðin eru, og nú er það ekki spurning hvor hafi vinninginn, sveitin eða borgin, því nú er þetta orðið spurning um hvort ungt fólk setjist að hér á landi eða erlendis. Við þurfum því að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi. Það er ekki aðeins að búsetuskilyrðin hafi breyst mjög mikið, heldur líka lifnaðarhættir og hugsunarháttur fólks. Umræðan er orðin opnari og fjölbreyttari og meira lýðræði er orðið áberandi. Lagasetningar undanfarinna ára hafa stuðlað að meira lýðræði, en margt er enn óunnið á þeim vettvangi. Stjórnarskrárnefnd forsætisráðherra undir forystu Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur nú verið að störfum í nokkra mánuði og bryddað upp á athyglisverðum nýjungum í starfsemi sinni. Frjálsum félagasamtökum hefur verið gefinn kostur á að koma fram með tillögur að breytingum á stjórnarskránni, þótt þau eigi ekki aðild að stjórnarskrárnefndinni sjálfri. Þannig hefur verið opnað fyrir að breytingartillögurnar komi ekki allar úr eldhúsum stjórnmálaflokkanna, og taki þá einkum mið af sjónarmiðum og hagsmunum þeirra. Þegar gerðar hafa verið breytingar á stjórnarskránni hvað varðar kjördæmaskipan og í framhaldi af því breytingar á kosningalögum á undanförnum árum, hefur löngum viljað brenna við að breytingarnar beri keim af hagsmunum starfandi stjórnmálaflokka og jafnvel því hvernig staða einstakra þingmanna yrði eftir breytingar. Slíkt nær að sjálfsögðu engri átt. Við núverandi endurskoðun á stjórnarskránni hefur ekki veri rætt sérstaklega um breytingar á kjördæmaskipan eða fjölda þingmanna, enda tiltölulega stutt síðan þeim hlutum var breytt. Öll stjórnarskráin er að vísu undir eins og forsætisráðherra tók fram þegar tilkynnt var um nýja stjórnarskrárnefnd, seint á síðsta ári. Fram að því hafði einkum verið talað um endurskoðun á margumræddri 26. grein þar sem fjallað er um staðfestingu eða synjun forseta Íslands á lagafrumvörpum sem samþykkt hafa verið á Alþingi. Meðal athyglisverðustu hugmyndanna sem komið hafa fram í umræðunni nú um endurskoðun stjórnarskrárinnar, er um þjóðaratkvæðagreiðslu. Geir H. Haarde fjármálaráðhera og varaformaður stjórnarskrárnefndarinar sagði við lok ráðstefnu um stjórnarskrána um síðustu helgi að sér þætti talsverður áhugi fyrir því að tekin yrðu upp í stjórnarskrána ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hér er um að ræða áhugavert atriði sem vert er að rætt verði ítarlega . Það á svo eftir að koma í ljós hvernig þetta ákvæði verður í stjórnarskránni, en grundvallaratriði er að það auki lýðræði hér á landi. Gleðilega hátíð!
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun