Kvartbuxur það heitasta í sumar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2005 00:01 Egill nýtur þess að vera í kvartbuxum í sólinni. Fréttablaðið/Stefán Egill Gilzenegger Einarsson, einkaþjálfari og meðlimur í kallarnir.is, er afskaplega hrifinn af kvartbuxum í sumar og er búinn að kaupa sér ökklasokka til að fullkomna heildarlúkkið. „Það er sumar, sjáðu til, og ég er rosalega hrifinn af kvartbuxunum sem eru það heitasta í sumartískunni núna. Ég keypti einar kvartbuxur um daginn og þær eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það eru Levi´s gallakvartbuxur. Ég er rosalega hrifinn af þessari tísku og það er líka svo þægilegt að vera í svona buxum í sólinni. Þetta er líka alveg málið í sumar. Þægilegt og töff,“ segir Egill. Egill lætur ekki eitt par af kvartbuxum duga enda verður hann að eiga eitthvað til skiptanna. „Ég á Puma-sportkvartbuxur sem ég klæðist mikið í gymminu. En ég læt kvartbuxurnar eiga sig úti á lífinu.“ „Ég sé fleiri og fleiri stráka í kvartbuxum og held að þeir fíli þetta. Auðvitað finnst mörgum þetta stelpulegt en það verður að hafa það. Mér finnst þetta ljómandi," segir Egill en þeir hjá kallarnir.is tolla alltaf í tískunni því þar er tískulögga innanborðs. „Ég reyni að fylgjast með tískunni en síðan sér tískulöggan okkar, hann Snorri, til þess að við kallarnir.is séum flottir. Snorri er verslunarstjóri í Zöru og á að vita hvað hann syngur, strákurinn. Við erum misjafnlega gáfaðir í þessum málum en Snorri heldur okkur á mottunni og passar að við tökum ekki hræðilegar ákvarðanir þegar kemur að tísku.“ Egill fékk einmitt góð ráð frá tískulöggunni í sambandi við kvartbuxurnar. „Ég er alltaf í ökklasokkum við buxurnar sem er frekar hommalegt en það skapar flott heildar„lúkk“. Ég var í venjulegum sokkum um daginn og þá tók Snorri mig á teppið og húðskammaði mig. Hann bað mig að gjöra svo vel að kaupa ökklasokka. Ég vissi ekki einu sinni að svoleiðis sokkar væru til en núna er ég alltaf í þeim.“ Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Egill Gilzenegger Einarsson, einkaþjálfari og meðlimur í kallarnir.is, er afskaplega hrifinn af kvartbuxum í sumar og er búinn að kaupa sér ökklasokka til að fullkomna heildarlúkkið. „Það er sumar, sjáðu til, og ég er rosalega hrifinn af kvartbuxunum sem eru það heitasta í sumartískunni núna. Ég keypti einar kvartbuxur um daginn og þær eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það eru Levi´s gallakvartbuxur. Ég er rosalega hrifinn af þessari tísku og það er líka svo þægilegt að vera í svona buxum í sólinni. Þetta er líka alveg málið í sumar. Þægilegt og töff,“ segir Egill. Egill lætur ekki eitt par af kvartbuxum duga enda verður hann að eiga eitthvað til skiptanna. „Ég á Puma-sportkvartbuxur sem ég klæðist mikið í gymminu. En ég læt kvartbuxurnar eiga sig úti á lífinu.“ „Ég sé fleiri og fleiri stráka í kvartbuxum og held að þeir fíli þetta. Auðvitað finnst mörgum þetta stelpulegt en það verður að hafa það. Mér finnst þetta ljómandi," segir Egill en þeir hjá kallarnir.is tolla alltaf í tískunni því þar er tískulögga innanborðs. „Ég reyni að fylgjast með tískunni en síðan sér tískulöggan okkar, hann Snorri, til þess að við kallarnir.is séum flottir. Snorri er verslunarstjóri í Zöru og á að vita hvað hann syngur, strákurinn. Við erum misjafnlega gáfaðir í þessum málum en Snorri heldur okkur á mottunni og passar að við tökum ekki hræðilegar ákvarðanir þegar kemur að tísku.“ Egill fékk einmitt góð ráð frá tískulöggunni í sambandi við kvartbuxurnar. „Ég er alltaf í ökklasokkum við buxurnar sem er frekar hommalegt en það skapar flott heildar„lúkk“. Ég var í venjulegum sokkum um daginn og þá tók Snorri mig á teppið og húðskammaði mig. Hann bað mig að gjöra svo vel að kaupa ökklasokka. Ég vissi ekki einu sinni að svoleiðis sokkar væru til en núna er ég alltaf í þeim.“
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira