Sport

Kveðjuleikur Guðmundar gegn Svíum

Merkilegum kafla í íslenskri handboltasögu lýkur á mánudaginn þegar Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður Íslands, spilar kveðjuleik sinn með landsliðinu gegn Svíum í Kaplakrika. Þegar Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari tók við landsliðinu í haust ákvað hann að velja ekki Guðmund sem á 405 landsleiki að baki. Hann hefur spilað á þrennum Ólympíuleikum og alls 13 stórkeppnum þá tvo áratugi sem hann hefur spilað fyrir Íslands hönd. Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra HSÍ, var ákveðið að heiðra Guðmund fyrir hans einstaka feril með þessum kveðjuleik gegn Svíum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×