Einbeitir sér að tónlist í sumar 25. maí 2005 00:01 "Ég fékk nú ekkert fullt af tíum," segir Sigrún Kristbjörg aðspurð og gefur ekki meira upp um það mál. Spurð út í verðlaunin segir hún hógvær. "Jú, eitthvað fékk ég af þeim," en getur ekki talið þau upp fyrr en að rannsökuðu máli. Hún hefur heldur ekki haft fyrir því að reikna út meðaleinkunnina sína og segir það hafa komið sér verulega á óvart þegar hún varð dúx. "Ég átti alls ekki von á þessu," segir hún. Tungumálin eru hennar eftirlætisfög enda fékk hún verðlaun fyrir íslensku, dönsku, ensku, frönsku og þýsku. "Ef maður hefur áhuga á einhverju er maður miklu viljugri að leggja eitthvað á sig. Það er líka svo gaman að læra eitthvað sem maður getur notað og þannig eru tungumálin." Sigrún Kristbjörg verður tvítug í september og þótt hún væri fjögur ár í framhaldsskólanum lauk hún námsefninu á þremur og hálfu. Eina önn var hún í Þýskalandi en fékk hana ekki metna hér. Svo stundar hún nám í básúnuleik líka og kveðst hafa verið í hópi tónlistarnema sem séð hafi um söngkeppnina í Flensborg. "Þegar eitthvað hefur verið um að vera höfum við oft staðið fyrir einhverju sprelli," segir Sigrún Kristbjörg, sem hyggst taka frí frá bóknámi næsta vetur og einbeita sér að básúnunni, auk þess að vinna eitthvað með. Greinilegt er að líf hennar mun snúast mikið um tónlist á næstunni því í sumar ætlar hún að starfa með tónlistarhópi á vegum Hafnarfjarðarbæjar og fram undan er ferð með Bigbandi Tónlistarskólans til Svíþjóðar. Fyrst verða reyndar Bigbandstónleikar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Þeir eru á dagskrá næsta þriðjudagskvöld. Nám Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég fékk nú ekkert fullt af tíum," segir Sigrún Kristbjörg aðspurð og gefur ekki meira upp um það mál. Spurð út í verðlaunin segir hún hógvær. "Jú, eitthvað fékk ég af þeim," en getur ekki talið þau upp fyrr en að rannsökuðu máli. Hún hefur heldur ekki haft fyrir því að reikna út meðaleinkunnina sína og segir það hafa komið sér verulega á óvart þegar hún varð dúx. "Ég átti alls ekki von á þessu," segir hún. Tungumálin eru hennar eftirlætisfög enda fékk hún verðlaun fyrir íslensku, dönsku, ensku, frönsku og þýsku. "Ef maður hefur áhuga á einhverju er maður miklu viljugri að leggja eitthvað á sig. Það er líka svo gaman að læra eitthvað sem maður getur notað og þannig eru tungumálin." Sigrún Kristbjörg verður tvítug í september og þótt hún væri fjögur ár í framhaldsskólanum lauk hún námsefninu á þremur og hálfu. Eina önn var hún í Þýskalandi en fékk hana ekki metna hér. Svo stundar hún nám í básúnuleik líka og kveðst hafa verið í hópi tónlistarnema sem séð hafi um söngkeppnina í Flensborg. "Þegar eitthvað hefur verið um að vera höfum við oft staðið fyrir einhverju sprelli," segir Sigrún Kristbjörg, sem hyggst taka frí frá bóknámi næsta vetur og einbeita sér að básúnunni, auk þess að vinna eitthvað með. Greinilegt er að líf hennar mun snúast mikið um tónlist á næstunni því í sumar ætlar hún að starfa með tónlistarhópi á vegum Hafnarfjarðarbæjar og fram undan er ferð með Bigbandi Tónlistarskólans til Svíþjóðar. Fyrst verða reyndar Bigbandstónleikar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Þeir eru á dagskrá næsta þriðjudagskvöld.
Nám Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira