Gott útspil Kristjáns Þórs 13. október 2005 19:15 Umræðan um ný álver á Íslandi er stöðug, og nú er þetta ekki orðin spurning um keppni innan landshluta heldur keppni mili landshluta. Undirritun viljayfirlýsingar um álver í Helguvík kom mörgum á óvart, og í þeim hópi var sjálfur iðnaðarráðherrann Valgerður Sverrisdóttir. Að æðsti yfirmaður iðnaðar- og orkumála skuli ekki hafa vitað um hvað var að gerast suður á Reykjanesi kemur mörgum spánskt fyrir sjónir. Suðurnesjamenn virðast ekki viljað hafa hana með í ráðum í þessu máli, þótt þeir hafi unnið með iðnaðarráðuneytinu varðandi væntanlega stálpípuverksmiðju í Helguvík. Valgerður Sverrisdóttir hefur marsinnis sagt að það séu álfyrirtækin sjálf sem ráði því hvar þau setji sig niður. Stjórnvöld hafa ekki úrslitaáhrif í þeim efnum, þau skapi aðeins viðeigandi ramma um starfsemina og marki stefnuna um virkjanir og hvernig orkan frá þeim sé nýtt. Mörgum á Norðurlandi sem unnið hafa að því að efla atvinnulíf og laða til sín fjárfesta hlýtur að hafa brugðið nokkuð þegar greint var frá áformum um álver í Helguvík. Í umræðunni undanfarna mánuði hefur borið á togstreitu milli byggðarlaga um álver þar. Einkum hafa það verið Húsvíkingar og Akureyringar sem hafa ekki alveg verið sammála um stað fyrir álver nyrðra. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, kom svo með óvænt útspil í þeim efnum á dögunum, þegar hann lagði að til að litið yrði til Húsavíkur sem fyrsta kosts fyrir álver á Norðurlandi. Í viðtali við Fréttablaðið um þetta mál sagði Kristján: "Staðarval álvers hefur verið deilumál á Norðurlandi, og því tel ég nauðsynlegt að við Norðlendingar séum einhuga um að vinna sem best úr þessu verkefni. Þetta sjónarmið hjá mér að nefna Húsavík sem fyrsta kost er liður í því að reyna að skapa samtakamátt um stóriðju hér á Norðurlandi, sem er algjör forsenda fyrir því að svona stórt verkefni geti gengið vel." Þarna tekur bæjarstjórinn hagsmuni allra Norðlendinga fram yfir hagsmuni Akureyringa og Eyfirðinga, og það er ekki á hverjum degi sem menn líta jafnt raunsætt á málin og hann í þessu tilfelli. Staðreyndin er líka sú að Þingeyingar, og þá ekki síst Húsvíkingar, hafa unnið meira og markvissar að því að álver verði reist í þeirra heimabyggð en margir aðrir. Þeir hafa bent á verksmiðjulóð fyrir norðan bæinn og að hafnarskilyrði séu góð á Húsavík. Þá eru ónýttar orkulindir á næsta leiti og því stutt að flytja orkuna til álversins. Á Húsavík er líka öll grunnþjónusta fyrir hendi, nema hvað áætlunarflug þangað var lagt niður fyrir nokkrum árum. Með byggingu álvers á Húsavík hlýtur það að breytast og á ný verður hagkvæmt að fljúga þangað. Þannig njóta íbúarnir á svæðinu þess beint þegar aukinn kraftur færist í athafnalífið. Þetta sjá menn glöggt á Austurlandi um þessar mundir, þar sem auk þess að innanlandsflugferðum hefur verið fjölgað mjög milli Reykjavíkur og Egilsstaða er nú í undirbúningi að hefja reglulegt áætlunarflug til útlanda frá Egilsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Umræðan um ný álver á Íslandi er stöðug, og nú er þetta ekki orðin spurning um keppni innan landshluta heldur keppni mili landshluta. Undirritun viljayfirlýsingar um álver í Helguvík kom mörgum á óvart, og í þeim hópi var sjálfur iðnaðarráðherrann Valgerður Sverrisdóttir. Að æðsti yfirmaður iðnaðar- og orkumála skuli ekki hafa vitað um hvað var að gerast suður á Reykjanesi kemur mörgum spánskt fyrir sjónir. Suðurnesjamenn virðast ekki viljað hafa hana með í ráðum í þessu máli, þótt þeir hafi unnið með iðnaðarráðuneytinu varðandi væntanlega stálpípuverksmiðju í Helguvík. Valgerður Sverrisdóttir hefur marsinnis sagt að það séu álfyrirtækin sjálf sem ráði því hvar þau setji sig niður. Stjórnvöld hafa ekki úrslitaáhrif í þeim efnum, þau skapi aðeins viðeigandi ramma um starfsemina og marki stefnuna um virkjanir og hvernig orkan frá þeim sé nýtt. Mörgum á Norðurlandi sem unnið hafa að því að efla atvinnulíf og laða til sín fjárfesta hlýtur að hafa brugðið nokkuð þegar greint var frá áformum um álver í Helguvík. Í umræðunni undanfarna mánuði hefur borið á togstreitu milli byggðarlaga um álver þar. Einkum hafa það verið Húsvíkingar og Akureyringar sem hafa ekki alveg verið sammála um stað fyrir álver nyrðra. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, kom svo með óvænt útspil í þeim efnum á dögunum, þegar hann lagði að til að litið yrði til Húsavíkur sem fyrsta kosts fyrir álver á Norðurlandi. Í viðtali við Fréttablaðið um þetta mál sagði Kristján: "Staðarval álvers hefur verið deilumál á Norðurlandi, og því tel ég nauðsynlegt að við Norðlendingar séum einhuga um að vinna sem best úr þessu verkefni. Þetta sjónarmið hjá mér að nefna Húsavík sem fyrsta kost er liður í því að reyna að skapa samtakamátt um stóriðju hér á Norðurlandi, sem er algjör forsenda fyrir því að svona stórt verkefni geti gengið vel." Þarna tekur bæjarstjórinn hagsmuni allra Norðlendinga fram yfir hagsmuni Akureyringa og Eyfirðinga, og það er ekki á hverjum degi sem menn líta jafnt raunsætt á málin og hann í þessu tilfelli. Staðreyndin er líka sú að Þingeyingar, og þá ekki síst Húsvíkingar, hafa unnið meira og markvissar að því að álver verði reist í þeirra heimabyggð en margir aðrir. Þeir hafa bent á verksmiðjulóð fyrir norðan bæinn og að hafnarskilyrði séu góð á Húsavík. Þá eru ónýttar orkulindir á næsta leiti og því stutt að flytja orkuna til álversins. Á Húsavík er líka öll grunnþjónusta fyrir hendi, nema hvað áætlunarflug þangað var lagt niður fyrir nokkrum árum. Með byggingu álvers á Húsavík hlýtur það að breytast og á ný verður hagkvæmt að fljúga þangað. Þannig njóta íbúarnir á svæðinu þess beint þegar aukinn kraftur færist í athafnalífið. Þetta sjá menn glöggt á Austurlandi um þessar mundir, þar sem auk þess að innanlandsflugferðum hefur verið fjölgað mjög milli Reykjavíkur og Egilsstaða er nú í undirbúningi að hefja reglulegt áætlunarflug til útlanda frá Egilsstöðum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun