Steingrímur J. þingmaður ársins 22. maí 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formðaur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er þingmaður ársins að mati lesenda Vísis. Niðurstöður kosninga á Vísi voru kynntar í lokaþætti Silfurs Egils í dag og hlaut Steingrímur J. afgerandi kosningu. Þá er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sá einstaklingur sem lesendur Vísis vilja helst sjá á þingi. Spurt var hver hefði staðið sig best á nýafstöðnu þingi. Ennfremur var spurt hvern lesendur vildu helst sjá á þingi. Alls tóku tæplega 6.000 manns þátt. Vandlega var farið yfir IP-tölur notenda m.t.t. þess hvort reynt væri að kjósa oft frá sömu IP-tölu. Upp komu tilvik þar sem reynt var að senda inn nokkra tugi atkvæða frá sömu IP-tölu á sama tíma og var þeim atkvæðum eytt. Hægt var að velja einn þingmann úr hverjum flokki og eru niðurstöðurnar eftirfarandi: Kristinn H. Gunnarsson ber höfuð og herðar yfir aðra þingmenn flokksins fær 872 atkvæði, að teknu tilliti til svokallaðs IP-frádráttar eða rúmlega 15% Sá sem næstur kemur, Guðni Ágústsson , fær 224 atkvæði eða fjórðung af atkvæðamagni Kristins Davíð Oddsson er efstur, fær 511 atkvæði eða tæplega 9%. Fast á hæla honum fylgja Gunnar Birgisson með 496 atkvæði og nýi liðsmaðurinn í flokknum, Gunnar Örlygsson sem fékk 490 atkvæði. Það má velta því fyrir sér hvort Gunnarr Örlygsson hafi fengið hluta þessara atkvæða út á gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn sem hann tilheyrir nú, en kosningin hófst áður en Gunnar Örlygsson hafði vistaskipti. Formaðurinn, Guðjón Arnar Kristjánsson leiðir þar með 489 atkvæði eða 8,5%. Varaformaðurinn Magnús Þór Hafsteinsson hlaut 430 atkvæði og Sigurjón Þórðarson 295 atkvæði. Þingmenn Frjálslyndra fengu allir tæplega 300 atkvæði eða fleiri. Ágúst Ólafur Ágústsson, nýkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar skákar fráfarandi formanni í flokknum. Ágúst Ólafur hlaut 614 atkvæði eða rúmlega 10,5% og fær þau án efa út á framgöngu sína í svokölluðu fyrningarmáli, sem gekk út á afnám fyrningarfrests kynferðisbrota. Össur Skarphéðinsson fékk hins vegar aðeins 463 atkvæði eða 75% af því atkvæðamagni sem nýr varaformaður hlaut. Formaður VG stóð sig klárlega best allra þingmanna í vetur að mati lesenda Vísis. Steingrímur J. Sigfússon fékk hvorki meira né minna en 1.412 atkvæði eða tæpan fjórðung atkvæða. Sá sem næstur honum kemur í VG er Ögmundur Jónasson með 398 atkvæði eða tæpan þriðjung af atkvæðamagni formannsins. Allir fengu þingmenn VG 100 atkvæði eða fleiri. Steingrímur J. Sigfússon hefur því staðið sig best allra þingmanna á nýafstöðnu þingi að mati lesenda Vísis, það er óumdeilt. - Næstur honum kemur Kristinn H. Gunnarsson - Þriðji í kosningunni varð Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingunni - Í fjórða sæti kemur svo Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins - Og fimmti í kosningunni varð Gunnar Birgisson Sjálfstæðisflokki. - Sjálfstæðismenn eiga fjóra á topp 10 listanum - Frjálslyndir eiga tvo á topp 10 listanum - Samfylking á líka tvo topp 10 listanum - Framsóknarflokkur á einn topp 10 listanum - VG á einn á topp 10 listanum og toppmanninn sjálfan Þegar spurt var um hvern lesendur Vísis vildu helst sjá á þingi voru tvær konur efstar. - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk langflest atkvæði þar eða 307 - Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ og núverandi forstjóri BYKO kom næst með 73 atkvæði. - Þáttastjórnandinn Egill Helgason á erindi á þing að mati lesenda Vísis, hlaut 56 atkvæði í þriðja sætið - Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður á einhverju ólokið á þingi að mati almennings, hann hlaut 53 atkvæði og lendir í fjórða sæti. Annars voru tæplega 600 manns nefndir til sögunnar, stjórnmálamenn, blaðamenn, myndlistarmenn, læknar, lögfræðingar, skemmtikraftar, íþróttamenn, verkalýðsforingjar, fígúruru eins og Hómer Simspson og loks nefndi einn "aðeins heiðarlega menn og ólygna". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Lífið Menning Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Steingrímur J. Sigfússon, formðaur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er þingmaður ársins að mati lesenda Vísis. Niðurstöður kosninga á Vísi voru kynntar í lokaþætti Silfurs Egils í dag og hlaut Steingrímur J. afgerandi kosningu. Þá er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sá einstaklingur sem lesendur Vísis vilja helst sjá á þingi. Spurt var hver hefði staðið sig best á nýafstöðnu þingi. Ennfremur var spurt hvern lesendur vildu helst sjá á þingi. Alls tóku tæplega 6.000 manns þátt. Vandlega var farið yfir IP-tölur notenda m.t.t. þess hvort reynt væri að kjósa oft frá sömu IP-tölu. Upp komu tilvik þar sem reynt var að senda inn nokkra tugi atkvæða frá sömu IP-tölu á sama tíma og var þeim atkvæðum eytt. Hægt var að velja einn þingmann úr hverjum flokki og eru niðurstöðurnar eftirfarandi: Kristinn H. Gunnarsson ber höfuð og herðar yfir aðra þingmenn flokksins fær 872 atkvæði, að teknu tilliti til svokallaðs IP-frádráttar eða rúmlega 15% Sá sem næstur kemur, Guðni Ágústsson , fær 224 atkvæði eða fjórðung af atkvæðamagni Kristins Davíð Oddsson er efstur, fær 511 atkvæði eða tæplega 9%. Fast á hæla honum fylgja Gunnar Birgisson með 496 atkvæði og nýi liðsmaðurinn í flokknum, Gunnar Örlygsson sem fékk 490 atkvæði. Það má velta því fyrir sér hvort Gunnarr Örlygsson hafi fengið hluta þessara atkvæða út á gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn sem hann tilheyrir nú, en kosningin hófst áður en Gunnar Örlygsson hafði vistaskipti. Formaðurinn, Guðjón Arnar Kristjánsson leiðir þar með 489 atkvæði eða 8,5%. Varaformaðurinn Magnús Þór Hafsteinsson hlaut 430 atkvæði og Sigurjón Þórðarson 295 atkvæði. Þingmenn Frjálslyndra fengu allir tæplega 300 atkvæði eða fleiri. Ágúst Ólafur Ágústsson, nýkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar skákar fráfarandi formanni í flokknum. Ágúst Ólafur hlaut 614 atkvæði eða rúmlega 10,5% og fær þau án efa út á framgöngu sína í svokölluðu fyrningarmáli, sem gekk út á afnám fyrningarfrests kynferðisbrota. Össur Skarphéðinsson fékk hins vegar aðeins 463 atkvæði eða 75% af því atkvæðamagni sem nýr varaformaður hlaut. Formaður VG stóð sig klárlega best allra þingmanna í vetur að mati lesenda Vísis. Steingrímur J. Sigfússon fékk hvorki meira né minna en 1.412 atkvæði eða tæpan fjórðung atkvæða. Sá sem næstur honum kemur í VG er Ögmundur Jónasson með 398 atkvæði eða tæpan þriðjung af atkvæðamagni formannsins. Allir fengu þingmenn VG 100 atkvæði eða fleiri. Steingrímur J. Sigfússon hefur því staðið sig best allra þingmanna á nýafstöðnu þingi að mati lesenda Vísis, það er óumdeilt. - Næstur honum kemur Kristinn H. Gunnarsson - Þriðji í kosningunni varð Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingunni - Í fjórða sæti kemur svo Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins - Og fimmti í kosningunni varð Gunnar Birgisson Sjálfstæðisflokki. - Sjálfstæðismenn eiga fjóra á topp 10 listanum - Frjálslyndir eiga tvo á topp 10 listanum - Samfylking á líka tvo topp 10 listanum - Framsóknarflokkur á einn topp 10 listanum - VG á einn á topp 10 listanum og toppmanninn sjálfan Þegar spurt var um hvern lesendur Vísis vildu helst sjá á þingi voru tvær konur efstar. - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk langflest atkvæði þar eða 307 - Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ og núverandi forstjóri BYKO kom næst með 73 atkvæði. - Þáttastjórnandinn Egill Helgason á erindi á þing að mati lesenda Vísis, hlaut 56 atkvæði í þriðja sætið - Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður á einhverju ólokið á þingi að mati almennings, hann hlaut 53 atkvæði og lendir í fjórða sæti. Annars voru tæplega 600 manns nefndir til sögunnar, stjórnmálamenn, blaðamenn, myndlistarmenn, læknar, lögfræðingar, skemmtikraftar, íþróttamenn, verkalýðsforingjar, fígúruru eins og Hómer Simspson og loks nefndi einn "aðeins heiðarlega menn og ólygna".