Egill á nú Silfur Egils 22. maí 2005 00:01 Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem m.a. rekur Skjá einn, afsalaði í dag vörumerkinu "Silfur Egils" til Egils Helgasonar, þáttastjórnanda á Stöð 2. Magnús mætti í lokaþátt Silfurs Egils og afhenti Agli afsal til staðfestingar þessu. Deilur hafa staðið um hver ætti réttin á notkun vörumerkisins "Siflur Egils" og stefndi allt í lögfræðiþras milli 365 ljósvakamiðla og Íslenska sjónvarpsfélagsins. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins sagði hins vegar að hann hefði tekið þá ákvörðun að afsala vörumerkinu til Egils, enda löng hefð fyrir notkun Egils á því. Egill Helgason var að vonum ánægður með tíðindin en hann hefur skrifað undir merkjum Silfurs Egils í áratug, fyrst í Alþýðublaðinu sáluga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Lífið Menning Pistlar Silfur Egils Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun
Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem m.a. rekur Skjá einn, afsalaði í dag vörumerkinu "Silfur Egils" til Egils Helgasonar, þáttastjórnanda á Stöð 2. Magnús mætti í lokaþátt Silfurs Egils og afhenti Agli afsal til staðfestingar þessu. Deilur hafa staðið um hver ætti réttin á notkun vörumerkisins "Siflur Egils" og stefndi allt í lögfræðiþras milli 365 ljósvakamiðla og Íslenska sjónvarpsfélagsins. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins sagði hins vegar að hann hefði tekið þá ákvörðun að afsala vörumerkinu til Egils, enda löng hefð fyrir notkun Egils á því. Egill Helgason var að vonum ánægður með tíðindin en hann hefur skrifað undir merkjum Silfurs Egils í áratug, fyrst í Alþýðublaðinu sáluga.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun