Eurovision 2005 - Dagur 7 - Víkingapartý Pjetur Sigurðsson skrifar 18. maí 2005 00:01 Norðurlandaþjóðirnar og sú írska héldu svokallað víkingapartý fyrir valda blaðamenn og verð ég að segja að það tókst nokkuð vel. Þar var boðið uppá hefðbundnar veitingar auk þess sem flytjendur allra þessara landa tóku lagið í það minnsta tvívegis. Selma og Regína, auk bakkradda, tóku að sjálfsögðu "All out of luck" við dynjandi lófaklapp og að því loknu sungu þær íslenska Eurovisionlagið "If I had your love" með spænsku ívafi. Þær gerðu þetta einstaklega vel eins og reyndar það sem þær hafa komið nálægt hér. Það var gaman að heyra að norski forsöngvarinn er afskaplega ánægður með hana Selmu okkar og lagið hennar og hann sagði mér að hann óskaði þess svo sannarlega að hún fylgdi honum í úrslitakeppnina, en það væri þó erfitt að segja. Í lokin tóku allir flytjendur norðurlandanna La det swinge sem norska sveitin Bobbysocks gerðu frægt hér um árið, en þetta var gert í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna sem ku vera þann 17. maí. Spennan er að magnast hér í borg og maður finnur aðeins fyrir því hjá íslenska hópnum. Mannskapurinn er eðli samkvæmt að velta fyrir sér möguleikunum á að komast áfram og ég held að menn undirbúi sig vel og geri ávalt ráð fyrir þeim möguleika á að við komumst ekki áfram. Hópurinn er þó fullur sjálfstraust. En við sjáum til, það getur allt gerst. Ég ætla ekki að tala mikið um Angelicu, en minna á að folk má alls ekki kjósa hana. Munið það, en þó ætla ég að minnast á eitt. Ég hafði reyndar tekið eftir því að í innlendum sjónvarpstöðvum hef ég aðeins rekist á eitt Eurovisionlag spilað og hvaða lag skyldi það vera. Jú, lagið hennar Angelicu. Ætli að það geti verið að einhverjir peningar hafi skipt um eigendur og að starfsmenn einhverra sjónvarpsstöðva hér í borg brosi hringinn um þessar mundir. Þetta er óþolandi. Af lífinu í bænum er það að frétta að ég verð varkárari með hverjum deginum og maður er alltaf að heyra um atvik af þjófnuðum, jafnvel í dagsbirtu. Farsímar eru vinsælir auk annarra hluta. Ég verð að játa að það er gaman að taka þátt í þessu, þegar maður hefur sett á sig Eurovisiongrímuna og einsett sér að taka þessu eins og þetta er, en ég held að það verði rosalega gaman að komast héðan. Ég var að rölta í bænum í morgun. Ég hef sagt ykkur frá því að það eru mörg störfin unninn hér í borg, svo sem lifandi símaklefar og ýmislegt fleira, en í morgun rakst ég á nýja atvinnugrein, sem er yfirleitt stunduð af eldri konum. Þær standa á gangstéttum, sem reyndar eru oftast notaðar sem bílastæði og eru með svona týpískar baðvigtar. Þarna bjóða þær gangandi vegfarendum að vigta sig, gegn gjaldi að sjálfsögðu. Þetta er afskaplega hentugt ef maður er á gangi og vill fá að vita hvað maður er þungur. Já best að láta vigta sig. Með kveðju Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Norðurlandaþjóðirnar og sú írska héldu svokallað víkingapartý fyrir valda blaðamenn og verð ég að segja að það tókst nokkuð vel. Þar var boðið uppá hefðbundnar veitingar auk þess sem flytjendur allra þessara landa tóku lagið í það minnsta tvívegis. Selma og Regína, auk bakkradda, tóku að sjálfsögðu "All out of luck" við dynjandi lófaklapp og að því loknu sungu þær íslenska Eurovisionlagið "If I had your love" með spænsku ívafi. Þær gerðu þetta einstaklega vel eins og reyndar það sem þær hafa komið nálægt hér. Það var gaman að heyra að norski forsöngvarinn er afskaplega ánægður með hana Selmu okkar og lagið hennar og hann sagði mér að hann óskaði þess svo sannarlega að hún fylgdi honum í úrslitakeppnina, en það væri þó erfitt að segja. Í lokin tóku allir flytjendur norðurlandanna La det swinge sem norska sveitin Bobbysocks gerðu frægt hér um árið, en þetta var gert í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna sem ku vera þann 17. maí. Spennan er að magnast hér í borg og maður finnur aðeins fyrir því hjá íslenska hópnum. Mannskapurinn er eðli samkvæmt að velta fyrir sér möguleikunum á að komast áfram og ég held að menn undirbúi sig vel og geri ávalt ráð fyrir þeim möguleika á að við komumst ekki áfram. Hópurinn er þó fullur sjálfstraust. En við sjáum til, það getur allt gerst. Ég ætla ekki að tala mikið um Angelicu, en minna á að folk má alls ekki kjósa hana. Munið það, en þó ætla ég að minnast á eitt. Ég hafði reyndar tekið eftir því að í innlendum sjónvarpstöðvum hef ég aðeins rekist á eitt Eurovisionlag spilað og hvaða lag skyldi það vera. Jú, lagið hennar Angelicu. Ætli að það geti verið að einhverjir peningar hafi skipt um eigendur og að starfsmenn einhverra sjónvarpsstöðva hér í borg brosi hringinn um þessar mundir. Þetta er óþolandi. Af lífinu í bænum er það að frétta að ég verð varkárari með hverjum deginum og maður er alltaf að heyra um atvik af þjófnuðum, jafnvel í dagsbirtu. Farsímar eru vinsælir auk annarra hluta. Ég verð að játa að það er gaman að taka þátt í þessu, þegar maður hefur sett á sig Eurovisiongrímuna og einsett sér að taka þessu eins og þetta er, en ég held að það verði rosalega gaman að komast héðan. Ég var að rölta í bænum í morgun. Ég hef sagt ykkur frá því að það eru mörg störfin unninn hér í borg, svo sem lifandi símaklefar og ýmislegt fleira, en í morgun rakst ég á nýja atvinnugrein, sem er yfirleitt stunduð af eldri konum. Þær standa á gangstéttum, sem reyndar eru oftast notaðar sem bílastæði og eru með svona týpískar baðvigtar. Þarna bjóða þær gangandi vegfarendum að vigta sig, gegn gjaldi að sjálfsögðu. Þetta er afskaplega hentugt ef maður er á gangi og vill fá að vita hvað maður er þungur. Já best að láta vigta sig. Með kveðju
Eurovision Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira