Fastir pennar

Keisarastjórnin og kommarnir

Greinar mínar um Sovétkommúnismann hafa vakið hörð viðbrögð. Það er einkennilegt með suma vinstri menn. Í orði kveðnu muntu líklega fá þá til að fallast á grimmd kommúnismans, en þegar farið er að rekja þessa sögu hlaupa þeir allir keng. Þeir trúa því nefnilega ennþá að kenningin sé harla góð. Í glugganum á bókabúð Braga í morgun sá ég grein úr Morgunblaðinu frá því stuttu eftir dauða Stalíns. Blaðið velti fyrir sér hvort þessi tryggð væri að einhverju leyti sálfræðileg – jú, líklega er það málið. Á þeim tíma og lengi eftir var sannleikurinn um Sovétríkin kallaður Moggalygi. Sagnfræðingur rauk upp vegna þess að ég hafði nefnt að ekki væri hægt að jafna saman kúguninni á keisaratímanum og á tíma bolsévíka. Taldi öll mín skrif ómarktæk vegna þessa. En þetta er einfaldlega satt. Um það er hægt að finna ótal heimildir. Lögregluvaldið á tíma keisarastjórnarinnar var mjög veikt. Pólitískir fangar voru gjarnan sendir til Síberíu þaðan sem þeir áttu furðu auðvelt með að flýja - til að mynda flestir helstu leiðtogar bolsévíka. --- --- --- Bolsévíkabyltingin er einn mesti harmleikur mannkynssögunnar. Heilt samfélag var dregið ofan í barbarisma – og síðan breiddist þetta út um löndin. Keisaradæmið hafði tekið mikilli framþróun undir lokin. Í sveitum var sterk hreyfing bændafrömuða, eins konar framsóknarmanna, sem vildu byggja á gamla bændasamfélaginu, samkenndinni í þorpunum, og þróa áfram með aukinni tæknivæðingu. Menningin blómstraði. Af listamönnum sem störfuðu á síðustu árum keisaratímans má nefna málarana Chagall, Repin og Malevich, rithöfundana. Tsékov, Tolstoj, Babel og Gorkí, skáldin Mandelstam, Akmatovu, Majakovski, Tvetsajevu, Ésenin og Blok, tónskáldin Stravinskí, Rachmaninov og Rimsky-Korsakov, dansarana Niinsky og Pavlovu, dansfrömuðina Diaghilev og Fokine og leikhússtjórana Stanislavsky og Mayerhold. Háskólar blómstruðu, skólagjöld voru lág, mikið af nemendum kom frá fátækum fjölskyldum. Bóklestur var mikill og blaðaútgáfa dafnaði mjög - hið frjálslynda dagblað Russkoye Selo var gefið út í 2,5 milljónum eintaka. Þannig var það eitt víðlesnasta dagblað í heimi. Samgöngur höfðu batnað mikið með útbreiðslu járnbrauta. Iðnaður og verslun óx hröðum skrefum – erlendar fjárfestingar voru orðnar snar þáttur í efnahag ríkisins. --- --- --- En auðvitað hafði þetta samfélag ótal galla. Þetta var einræðisríki, keisarinn var alvaldur. Stjórn hans var bæði veik og spillt. Í sveitum bjuggu margir við mjög frumstæð skilyrði - bændaánauðin hafði þó verið afnumin 1861. Aðbúnaður í verksmiðjum borganna var ekki góður, þó höfðu verkamenn níutíu frídaga á ári og kjörin voru ekki ýkja verri en til dæmis í Frakklandi. Ofvaxin stétt aðalsmanna lifði í iðjuleysi og að henni beindist mikið hatur. Þetta var risaríki með ótal þjóðarbrotum, ótrúlega fjölbreytt. Rússar voru (og eru líklega enn) heimsvaldasinnuð þjóð – í Vestur-Evrópu var á þessum árum mikið talað um ógnina sem stafaði af þessum risa sem var að vakna. Evrópuþjóðir fengu útrás fyrir nýlendustefnu sína í Afríku og Asíu, Rússar kúguðu þjóðir sem voru nær þeim – Pólverja, Eystrasaltsþjóðirnar, þjóðir og þjóðabrot í Kákasus. Gyðingahatur var landlægt; með reglulegu millibili brutust út blóðugar ofsóknir gegn gyðingum – svokölluð pogrom. --- --- --- Einn helsti veikleiki ríkisins var fólginn í því að það vantaði farveg fyrir pólitískar hvatir þegnanna. Keisarinn taldi sig hafa guðlegt umboð til að stjórna og vildi ekki þing. Honum hefði verið nær að hlusta betur á kröfur um hóflegar umbætur í stjórnkerfinu – en Nikulás II, síðasti keisarinn, var því miður mjög þröngsýnn maður. Af þessum sökum fór mikill kraftur í niðurrifsstarfsemi, menntamenn og háskólaborgarar hneigðust til byltingarsinnaðra óra um blóð og niðurrif. Hryðjuverkastarfsemi blómstraði. Þetta var frjór jarðvegur fyrir öfgamenn. Allt hrundi þetta svo í glapræði fyrri heimstyrjaldarinnar. Stríðið og hið skelfilega mannfall á vígstöðvunum opnaði bolsévíkum leiðina til valda. Naumlega tókst að afstýra því að Þýskaland færi sömu leið – á því varð fimmtán ára bið. Við tók samfélag sem byggði á algjöru siðleysi – og það var við lýði í sjötíu og fjögur ár. Hvað varðaði morð, kúgun og illvirki spilaði keisarastjórnin í annarri deild en kommúnistar. --- --- --- Ég hef tekið saman nokkrar tilvitnanir sem varpa ljósi á samanburðinn milli kommúnista og keisarastjórnarinnar. Ég finn því miður ekki Gulag Archipelago eftir Solshenitsín sem ég átti í tveimur bindum. Þetta verður að duga. Í málsgreinunum hér að neðan er fjallað um fyrstu árin eftir að kommúnistar komust til valda – tíma Rauðu ógnarstjórnarinnar sem hefst í september 1918. --- --- --- Rauða ógnarstjórnin "Under Lenin´s Regime – not Stalin´s the Cheka was to become a vast police state. It had its own leviathan infrastructure, from the house committies to the concentration camps, employing moret than a quarter of a million people... Nobody will know the exact number of people repressed and killed by the Cheka in those years, But it was certainly several hundred thousand, if one includes all those in its camps and prisons as well as those who were executed and killed by the Cheka´s troops in the suppression of strikes and revolts. Although no one knows the precise figures, it is possible that more people were murdered by the Cheka than died in the civil war." Orlando Figes, A People´s Tragedy, The Russian Revolution 1891-1924, bls. 649.Fangelsin "Conditions in Cheka prisons were generally much worse than in any tsarist jail. A government inspection of the Moscow Taganka jail in October 1918, for example, found overcrowded cells, no water, grossly inadequate rations and heating, and sewage dumped in the courtyard. Nearly half the 1,500 inmates were chronically sick, 10 per cent of them with thypus. Corpses were found in the cells. The Peter and Paul Fortress, that great symbol of the tsarist prison state, was now an even more forbidding place. The Menshevik Dan, who had been imprisoned there in 1896, found himself once again behind its bars in the spring of 1921.Whereas before there had been one man to a cell, there were now two or three, and women were imprisoned there for the first time. Dan was held with hundreds of other prisoners in the basement, where the food stores had been previously kept. Four men shared each tiny cell. The walls dripped with damp, there was no light and the prisoners, fed only once a day, were never allowed out for exercise. Compared to this the old prison regime in the fortress had been like a holiday camp. Most of its inmates before 1917 had been allowed to receive food and cigarettes, chlothing, books and letters from their relatives." Orlando Figes, A People´s Tragedy, The Russian Revolution 1891-1924, bls. 645.Mannfall "The size of these numbers alone – between 10,000 and 15,000 summary executions in two months – marked a radical break with the practices of the tsarist regime. For the whole period 1825-1917 the number of death sentences passed by the tsarist courts (including court martials) "relating to political matters" came to only 6,321, with the highest figure of 1,310 recorded in 1906... Moreover, not all death sentences were carried out; a good number were convicted to forced labour." The Black Book of Communism, bls. 78.Hví ekki meiri harka? "Why did the Russian state treat with such leniency those it knew were trying to overthrow it by organizing assasinations, armed robberies, sabotage and strikes? In 1908 Koba (Stalin) and Kamo would have gone to the guillotine, in Britain to the gallows, in America to the electric chair. True revolutonaries in Russia were ofthen tried by military tribunals, convicted on flimsy evidence and hanged , but this happened mostly in the west of Russia, in Vilinus, Kiev or Odessa, where governors generals ruled and where the revolutionaries more often than not reviled Poles or Jews... Nevertheless Stalin and his kind...would get away with a few months in prison followed by an amnesty. When they were sent to Siberia, they were given a living allowance that provided ample heating, food, even a servant and a cow...They could easily escape..." Donald Rayfield, Stalin and his Hangmen, bls. 31.Þrjátíu til fjörutíu sinnum fleiri "What happened before 1917 was brutalism, the Party insisted; what came after, just. It was a lie, of course. "My Tsarist interrogators didn´t even dare adress me rudely!" a dissident cried as he was returned half-dead to his cell after a torture session by interrogators working to Party orders. The largest number of prisoners recorded under the Tsars was 189,949 in 1912; by 1938, the number was at least thirty, and probably forty times higher." Brian Moynahan: The Russian Century, bls. 9.





×