Menningalæsi og Kínamenn 12. maí 2005 00:01 Flest höldum við að enskan og anglósaxnesk menning sé gjaldgeng í samskiptum og viðskiptum hvar sem er í heiminum. Ekki síst nú á tímum hnattvæðingar og aukinnar menntunar. Nema kannski helst í Frakklandi - en Frakkar er nú eins og þeir eru. Það kom því nokkuð á óvart að heyra Rafn Kjartansson, lektor við Háskólann á Akureyri, segja frá því fyrir skömmu í málstofu sem tengdist Evrópuverkefni sem hann starfar við um menningarlæsi og viðskipti - og heitir CERes - að enskan er ekki ætíð sá höfuðlykill, sem lýkur upp dyrum viðskipta og samskipta um allan heim. Rafn vitnaði til könnunar sem rannsóknafyrirtækið Interact International gerði fyrir nokkrum árum meðal breskra útflutningsfyrirtækja. Þar kom fram að allt að helmingur fyrirtækjanna sem spurð voru taldi sig hafa misst af viðskiptasamningum vegna þess að það hafði ekki á að skipa starfsfólki sem kunni skil á tungumáli og menningu þeirra ríkja og svæða sem fyrirhuguð viðskipti tengdust. Þetta er sláandi niðurstaða um mikilvægi þess að skilningur ríki milli aðila sem hyggjast eiga viðskipti. Enda hafa augu fólks sem er í viðskiptum í vaxandi mæli verið að opnast fyrir því að til eru ýmsar fleiri viðskiptahindranir en hefðbundnir tollar, innflutningskvótar eða leyfisveitingar. Menningarlegir þröskuldar og tungumálaþröskuldar geta verið alveg jafn illvígir - jafnvel þegar verið er að fjalla um það sem við í daglegu tali köllum "sama" menningarsvæðið líkt og Evrópu, hvað þá þegar um er að ræða viðskipti milli ólíkra menningarheima. Því er víða farið, m.a. hér á landi, að leggja áherslu á menningarlæsi viðskiptalífsins, enda má til sanns vegar færa að þar liggi ein af forsendum þess að vel gangi í útrás viðskipta til erlendra landa. Hlutverk utanríkisþjónustunnar hefur í auknum mæli verið skilgreint sem aðstoð við fyrirtæki í sókn á erlenda markaði og þannig hefur vöxtur hennar iðulega verið réttlættur. Vissulega geta utanríkisráðuneytið og opinberir aðilar opnað ákveðnar dyr fyrir mönnum í krafti menningarlegrar sérþekkingar og sérstakrar aðstöðu, en þegar á reynir hlýtur það hins vegar að vera fyrirtækjanna sjálfra að koma sér upp þekkingu af þessu tagi til þess að starfsemin geti gengið og vaxið frá degi til dags. Þetta er hinn nýi veruleiki hnattvæðingar með ólíkum menningarsvæðum, þar sem hið mikilvæga samkeppnisforskot getur legið í raunhæfu menningarlæsi. Kína er þessa dagana mikið í umræðunni, enda er þetta feiknalega markaðssvæði að tengjast öðrum mörkuðum, þar á meðal Íslandi. Við verðum vör við þetta í gegnum samkeppni í vöruframleiðslu þar sem Íslendingar eiga erfitt með að keppa við ódýrt kínverskt vinnuafl. En þarna eru líka að opnast gríðarleg tækifæri. Mikil þátttaka íslensks viðskiptalífs í ferð Ólafs Ragnars Grímssonar til Kína í sumar ber einmitt vott um að menn hafa augun opin. Sjálfur hefur Ólafur bent á möguleika íslenskra háskóla á "útflutningi" á þekkingu með því að taka að sér kennslu fyrir Kínverja í "verktöku" eins og hann orðaði það. Aukin viðskipti við Kína og jafnvel önnur ríki þýða að sjálfsögðu ekki að draga þurfi úr öðrum viðskiptum við markaði nær okkur, s.s. Evrópumarkað sem er í raun að verða okkar heimamarkaður. Þvert á móti er tilefni og þörf á sókn á báðum vígstöðvum. Um það leyti sem þessar línur eru ritaðar fer fram athöfn í bókasafni Háskólans á Akureyri þar sem fulltrúar kínverska menntamálaráðuneytisins eru að afhenda bókagjöf frá Kína, 1.000 valdar bækur, í tilefni af því að við Háskólann er að hefjast símenntunarnám á sviði kínverskrar menningar, tungu og viðskiptahátta. Kenndir verða áfangar í helsta tungumáli Kínverja, þróun og stöðu kínversks viðskiptalífs, kínverskum viðskiptaháttum og kínverskri nútímamenningu auk nokkurra annarra menningarnámskeiða. Auk þess mun vera í burðarliðnum samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands í austrænum fræðum. Það er athyglisvert að sjá hvernig íslensku háskólarnir eru að bregðast við og taka þátt í breyttu umhverfi atvinnulífsins og sýna frumkvæði. Þar virðist ekki skipta máli hvort um ríkisháskóla eða einkaháskóla er að ræða. Mikilvægt er að gera þessari grósku kleift að dafna og blómstra í tengslum við formlegt vísinda- og fræðastarf akademíunnar og kæfa hana ekki í misskildum skammtíma sparnaðar- og aðhaldsáformum. Menn geta deilt um hlutverk ríkisins í efnahagslífinu, en fáir munu telja hlutverk þess vera að traðka niður frumlega efnahagsgræðlinga að vori. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Flest höldum við að enskan og anglósaxnesk menning sé gjaldgeng í samskiptum og viðskiptum hvar sem er í heiminum. Ekki síst nú á tímum hnattvæðingar og aukinnar menntunar. Nema kannski helst í Frakklandi - en Frakkar er nú eins og þeir eru. Það kom því nokkuð á óvart að heyra Rafn Kjartansson, lektor við Háskólann á Akureyri, segja frá því fyrir skömmu í málstofu sem tengdist Evrópuverkefni sem hann starfar við um menningarlæsi og viðskipti - og heitir CERes - að enskan er ekki ætíð sá höfuðlykill, sem lýkur upp dyrum viðskipta og samskipta um allan heim. Rafn vitnaði til könnunar sem rannsóknafyrirtækið Interact International gerði fyrir nokkrum árum meðal breskra útflutningsfyrirtækja. Þar kom fram að allt að helmingur fyrirtækjanna sem spurð voru taldi sig hafa misst af viðskiptasamningum vegna þess að það hafði ekki á að skipa starfsfólki sem kunni skil á tungumáli og menningu þeirra ríkja og svæða sem fyrirhuguð viðskipti tengdust. Þetta er sláandi niðurstaða um mikilvægi þess að skilningur ríki milli aðila sem hyggjast eiga viðskipti. Enda hafa augu fólks sem er í viðskiptum í vaxandi mæli verið að opnast fyrir því að til eru ýmsar fleiri viðskiptahindranir en hefðbundnir tollar, innflutningskvótar eða leyfisveitingar. Menningarlegir þröskuldar og tungumálaþröskuldar geta verið alveg jafn illvígir - jafnvel þegar verið er að fjalla um það sem við í daglegu tali köllum "sama" menningarsvæðið líkt og Evrópu, hvað þá þegar um er að ræða viðskipti milli ólíkra menningarheima. Því er víða farið, m.a. hér á landi, að leggja áherslu á menningarlæsi viðskiptalífsins, enda má til sanns vegar færa að þar liggi ein af forsendum þess að vel gangi í útrás viðskipta til erlendra landa. Hlutverk utanríkisþjónustunnar hefur í auknum mæli verið skilgreint sem aðstoð við fyrirtæki í sókn á erlenda markaði og þannig hefur vöxtur hennar iðulega verið réttlættur. Vissulega geta utanríkisráðuneytið og opinberir aðilar opnað ákveðnar dyr fyrir mönnum í krafti menningarlegrar sérþekkingar og sérstakrar aðstöðu, en þegar á reynir hlýtur það hins vegar að vera fyrirtækjanna sjálfra að koma sér upp þekkingu af þessu tagi til þess að starfsemin geti gengið og vaxið frá degi til dags. Þetta er hinn nýi veruleiki hnattvæðingar með ólíkum menningarsvæðum, þar sem hið mikilvæga samkeppnisforskot getur legið í raunhæfu menningarlæsi. Kína er þessa dagana mikið í umræðunni, enda er þetta feiknalega markaðssvæði að tengjast öðrum mörkuðum, þar á meðal Íslandi. Við verðum vör við þetta í gegnum samkeppni í vöruframleiðslu þar sem Íslendingar eiga erfitt með að keppa við ódýrt kínverskt vinnuafl. En þarna eru líka að opnast gríðarleg tækifæri. Mikil þátttaka íslensks viðskiptalífs í ferð Ólafs Ragnars Grímssonar til Kína í sumar ber einmitt vott um að menn hafa augun opin. Sjálfur hefur Ólafur bent á möguleika íslenskra háskóla á "útflutningi" á þekkingu með því að taka að sér kennslu fyrir Kínverja í "verktöku" eins og hann orðaði það. Aukin viðskipti við Kína og jafnvel önnur ríki þýða að sjálfsögðu ekki að draga þurfi úr öðrum viðskiptum við markaði nær okkur, s.s. Evrópumarkað sem er í raun að verða okkar heimamarkaður. Þvert á móti er tilefni og þörf á sókn á báðum vígstöðvum. Um það leyti sem þessar línur eru ritaðar fer fram athöfn í bókasafni Háskólans á Akureyri þar sem fulltrúar kínverska menntamálaráðuneytisins eru að afhenda bókagjöf frá Kína, 1.000 valdar bækur, í tilefni af því að við Háskólann er að hefjast símenntunarnám á sviði kínverskrar menningar, tungu og viðskiptahátta. Kenndir verða áfangar í helsta tungumáli Kínverja, þróun og stöðu kínversks viðskiptalífs, kínverskum viðskiptaháttum og kínverskri nútímamenningu auk nokkurra annarra menningarnámskeiða. Auk þess mun vera í burðarliðnum samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands í austrænum fræðum. Það er athyglisvert að sjá hvernig íslensku háskólarnir eru að bregðast við og taka þátt í breyttu umhverfi atvinnulífsins og sýna frumkvæði. Þar virðist ekki skipta máli hvort um ríkisháskóla eða einkaháskóla er að ræða. Mikilvægt er að gera þessari grósku kleift að dafna og blómstra í tengslum við formlegt vísinda- og fræðastarf akademíunnar og kæfa hana ekki í misskildum skammtíma sparnaðar- og aðhaldsáformum. Menn geta deilt um hlutverk ríkisins í efnahagslífinu, en fáir munu telja hlutverk þess vera að traðka niður frumlega efnahagsgræðlinga að vori.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun