Að muna og gleyma 10. maí 2005 00:01 Woody Allen sagði í bíómynd að þegar hann hlustaði á Wagner fengi hann löngun til að gera innrás í Pólland. Sjálfur er ég í hópi þeirra manna sem vill heldur hafa vasaklút en landakort af Póllandi innan seilingar þegar ég hlusta á verk Wagners. Eitt þeirra var flutt í þýsku ríkisóperunni núna á sunnudaginn. Sætið sem ég fékk var eiginlega of gott því að sú hugsun varð áleitin að fyrir ótrúlega stuttu síðan sátu leiðtogar þriðja ríkisins á þessum sama stað, í þessu sama húsi og hlustuðu á þessa sömu tónlist. Margir neita sér enn um að hlusta á þessa himnesku tónlist vegna þess að mennirnir sem hófu mestu styrjöld allra tíma sóttu í hana innblástur. Skelfileg saga er ekki aðeins óþægilega nálæg í tíma á þessum stað, heldur líka í rúmi. Ég lenti í vandræðum með að komast í óperuna því leiðin var lokuð frá Reichstag þar sem síðasti bardagi stríðsins í Evrópu var háður, suður með Brandenborgarhliðinu og meðfram hinu nýja risastóra minnismerki um helför gyðinga sem með sínum þúsundum stílfærðra legsteina þekur svæði á stærð við tvo fótboltavelli í hjarta Berlínar. Menn voru að minnast þess að þennan dag voru sextíu ár liðin frá falli Berlínar og sigri bandamanna í heimstyrjöldinni. Ég ók því aðra leið og framhjá staðnum þar sem Hitler hafðist við í byrgi sínu þar til svæði aðeins litlu stærra en nýja minnismerkið um helförina var það eina sem eftir var af þriðja ríkinu, mesta heimsveldi sem orðið hefur til á meginlandi Evrópu. Leiðin lá líka framhjá minnismerki um fólk sem var drepið fyrir að reyna að flýja yfir Berlínarmúrin fyrir aðeins fáum árum og að torginu þar sem Göbbels stjórnaði bókabrennum nasista. Aftur var leið lokuð því hundruð lögreglumanna biðu átekta vegna göngu nýnasista. Enginn óttaðist fáliðaða nýnasista, heldur óttuðust menn að venjulegt fólk færi að berja á þessum ógæfusömu, atvinnulausu og illa menntuðu ungmennum sem í angist sinni og niðurlægingu dýrka mannvonsku nasismans. Þjóðverjar hafa gert betur upp sögu sína en nokkur önnur þjóð í heimi. Fyrstu tuttugu árin eftir stríðið var villimennska nasista raunar lítið rædd í Þýskalandi. Þetta breyttist hins vegar gersamlega eftir uppreisn unga fólksins 1968. Stríðið hefur verið rætt með slíkum þunga að nánast hvert einasta kvöld ársins er á dagskrá á einhverri sjónvarpsstöðinni umræðuþáttur eða frásögn um helför gyðinga, glæpi nasista eða óhugnað stríðsins, auk þess sem skólarnir sjá til þess að ný kynslóð veit jafnvel ennþá meira en þeir eldri um glæpi þjóðverja í stríðinu. Deilur um heimstyrjöldina á þessu afmælisári hafa líka snúið að Sovétríkjunum en ekki Þýskalandi. Í huga Rússa frelsuðu sovétmenn Evrópu undan oki nasismans. Það gerðu þeir vissulega en í hugum margra íbúa austur og mið-Evrópu mörkuðu lok stríðsins hins vegar ekki aðeins lok eins hernáms heldur upphaf annars. Þetta var meginboðskapur forseta Bandaríkjanna í Evrópuferð hans. Þetta er líka rétt svo langt sem það nær. Menn gleyma því hins vegar stundum að það voru fyrst og fremst hermenn Sovétríkjanna sem sigruðu þýska herinn. Sovétríkin misstu 27 milljónir manna í stríðinu en Bandaríkjamenn aðeins fjögurhundruð þúsund. Það voru Sovétmenn sem brutu þýska herinn á bak aftur. Nær 75% af öllum þýskum hermönnum sem féllu í stríðinu voru drepnir á austurvígstöðvunum. Svipað hlutfall af hergögnum þjóðverja glataðist í stríðinu við Sovétríkin. Það eru yfirburðir Holywood í kvikmyndaheiminum en ekki sögulegar staðreyndir sem hafa gefið kynslóðum fólks á Vesturlöndum þá mynd af stríðinu að það hafi fyrst og fremst verið Bandaríkjamenn sem sigruðu Þýskaland. Framlag þeirra skipti miklu en sýnist um leið lítið í samanburði við framlag og fórnir Rússa. Rússneska stjórnin notar minninguna um stríðið í pólitískum tilgangi og hvorug þjóðin umgengst þessa miklu sögu af raunverulegri virðingu við fórnarlömb stríðsins. Bretar virðast fastir í gömlum og oft ósönnum staðalmyndum af sjálfum sér og öðrum. Frakkar neita að horfast í augu við dapurlegar staðreyndir um þjóð sína í síðari heimstyrjöldinni. Japanir hafa einangrað sig í Asíu með afneitun sinni á nýlegri sögu landsins. Í þessum efnum ættu menn að taka sér Þýskaland til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Woody Allen sagði í bíómynd að þegar hann hlustaði á Wagner fengi hann löngun til að gera innrás í Pólland. Sjálfur er ég í hópi þeirra manna sem vill heldur hafa vasaklút en landakort af Póllandi innan seilingar þegar ég hlusta á verk Wagners. Eitt þeirra var flutt í þýsku ríkisóperunni núna á sunnudaginn. Sætið sem ég fékk var eiginlega of gott því að sú hugsun varð áleitin að fyrir ótrúlega stuttu síðan sátu leiðtogar þriðja ríkisins á þessum sama stað, í þessu sama húsi og hlustuðu á þessa sömu tónlist. Margir neita sér enn um að hlusta á þessa himnesku tónlist vegna þess að mennirnir sem hófu mestu styrjöld allra tíma sóttu í hana innblástur. Skelfileg saga er ekki aðeins óþægilega nálæg í tíma á þessum stað, heldur líka í rúmi. Ég lenti í vandræðum með að komast í óperuna því leiðin var lokuð frá Reichstag þar sem síðasti bardagi stríðsins í Evrópu var háður, suður með Brandenborgarhliðinu og meðfram hinu nýja risastóra minnismerki um helför gyðinga sem með sínum þúsundum stílfærðra legsteina þekur svæði á stærð við tvo fótboltavelli í hjarta Berlínar. Menn voru að minnast þess að þennan dag voru sextíu ár liðin frá falli Berlínar og sigri bandamanna í heimstyrjöldinni. Ég ók því aðra leið og framhjá staðnum þar sem Hitler hafðist við í byrgi sínu þar til svæði aðeins litlu stærra en nýja minnismerkið um helförina var það eina sem eftir var af þriðja ríkinu, mesta heimsveldi sem orðið hefur til á meginlandi Evrópu. Leiðin lá líka framhjá minnismerki um fólk sem var drepið fyrir að reyna að flýja yfir Berlínarmúrin fyrir aðeins fáum árum og að torginu þar sem Göbbels stjórnaði bókabrennum nasista. Aftur var leið lokuð því hundruð lögreglumanna biðu átekta vegna göngu nýnasista. Enginn óttaðist fáliðaða nýnasista, heldur óttuðust menn að venjulegt fólk færi að berja á þessum ógæfusömu, atvinnulausu og illa menntuðu ungmennum sem í angist sinni og niðurlægingu dýrka mannvonsku nasismans. Þjóðverjar hafa gert betur upp sögu sína en nokkur önnur þjóð í heimi. Fyrstu tuttugu árin eftir stríðið var villimennska nasista raunar lítið rædd í Þýskalandi. Þetta breyttist hins vegar gersamlega eftir uppreisn unga fólksins 1968. Stríðið hefur verið rætt með slíkum þunga að nánast hvert einasta kvöld ársins er á dagskrá á einhverri sjónvarpsstöðinni umræðuþáttur eða frásögn um helför gyðinga, glæpi nasista eða óhugnað stríðsins, auk þess sem skólarnir sjá til þess að ný kynslóð veit jafnvel ennþá meira en þeir eldri um glæpi þjóðverja í stríðinu. Deilur um heimstyrjöldina á þessu afmælisári hafa líka snúið að Sovétríkjunum en ekki Þýskalandi. Í huga Rússa frelsuðu sovétmenn Evrópu undan oki nasismans. Það gerðu þeir vissulega en í hugum margra íbúa austur og mið-Evrópu mörkuðu lok stríðsins hins vegar ekki aðeins lok eins hernáms heldur upphaf annars. Þetta var meginboðskapur forseta Bandaríkjanna í Evrópuferð hans. Þetta er líka rétt svo langt sem það nær. Menn gleyma því hins vegar stundum að það voru fyrst og fremst hermenn Sovétríkjanna sem sigruðu þýska herinn. Sovétríkin misstu 27 milljónir manna í stríðinu en Bandaríkjamenn aðeins fjögurhundruð þúsund. Það voru Sovétmenn sem brutu þýska herinn á bak aftur. Nær 75% af öllum þýskum hermönnum sem féllu í stríðinu voru drepnir á austurvígstöðvunum. Svipað hlutfall af hergögnum þjóðverja glataðist í stríðinu við Sovétríkin. Það eru yfirburðir Holywood í kvikmyndaheiminum en ekki sögulegar staðreyndir sem hafa gefið kynslóðum fólks á Vesturlöndum þá mynd af stríðinu að það hafi fyrst og fremst verið Bandaríkjamenn sem sigruðu Þýskaland. Framlag þeirra skipti miklu en sýnist um leið lítið í samanburði við framlag og fórnir Rússa. Rússneska stjórnin notar minninguna um stríðið í pólitískum tilgangi og hvorug þjóðin umgengst þessa miklu sögu af raunverulegri virðingu við fórnarlömb stríðsins. Bretar virðast fastir í gömlum og oft ósönnum staðalmyndum af sjálfum sér og öðrum. Frakkar neita að horfast í augu við dapurlegar staðreyndir um þjóð sína í síðari heimstyrjöldinni. Japanir hafa einangrað sig í Asíu með afneitun sinni á nýlegri sögu landsins. Í þessum efnum ættu menn að taka sér Þýskaland til fyrirmyndar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun