Dallas 4 - Houston 3 8. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Eftir að hafa lent undir 2-0 á heimavelli sínum í einvíginu við Houston Rockets, náðu liðsmenn Dallas Mavericks að snúa seríunni sér í hag. Markmið þeirra í sjöunda leiknum í nótt var að reyna að laga varnarleikinn og vona það besta. Niðurstaðan varð stærsti sigur í sjöunda leik í sögu úrslitakeppninnar, 116-76 og Dallas mætir því Phoenix í næstu umferð. Dirk Nowitzki náði sér ekki á strik frekar en venjulega í liði Dallas, enda hefur hann verið með flensu síðustu daga. Það kom ekki að nokkurri sök í nótt, því nóg var af mönnum til að taka af skarið. Jason Terry var stigahæstur í liði heimamanna með 31 stig, þar af 21 í fyrri hálfleiknum, þar sem Dallas stakk af og leit ekki til baka eftir það. Verst kemur tap Houston líklega niðri á Tracy McGrady, sem eftir að Houston náði 2-0 forystu í einvíginu, eygði að komast í aðra umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn á ferlinum. Þegar hann lék með Orlando Magic, komst lið hans í sömu aðstöðu gegn Detroit, en tapaði samt, rétt eins og nú og McGrady hlýtur að spyrja sig hvað hafi farið úrskeiðis. "Þetta einvígi beygði okkur ansi mikið, en við brotnuðum ekki. Ég hef verið að leita að rétta varnarleiknum allt einvígið og ég held að við höfum náð að sýna hann í dag," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. "Við brotnuðum á allan mögulegan hátt í kvöld. Ég vil ekki vera að fara í þunglyndi yfir því, því ég trúi ekki að þetta tap sýni okkur rétta mynd af mér og liðinu. Það sýnir okkur hinsvegar hversu mjög, mjög langt við eigum í land," sagði Jeff Van Gundy, þjálfari Houston. Atkvæðamestir í liði Houston:Yao Ming 33 stig (10 frák, 5 varin), Tracy McGrady 27 stig (7 frák, 7 stoðs), David Wesley 7 stig, Mike James 4 stig.Atkvæðamestir hjá Dallas:Jason Terry 31 stig, Josh Howard 21 stig (11 frák), Dirk Nowitzki 14 stig (14 frák), Michael Finley 13 stig (7 frák), Darrell Armstrong 9 stig, Jerry Stackhouse 9 stig, Eric Dampier 8 stig ( 8 frák). NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Eftir að hafa lent undir 2-0 á heimavelli sínum í einvíginu við Houston Rockets, náðu liðsmenn Dallas Mavericks að snúa seríunni sér í hag. Markmið þeirra í sjöunda leiknum í nótt var að reyna að laga varnarleikinn og vona það besta. Niðurstaðan varð stærsti sigur í sjöunda leik í sögu úrslitakeppninnar, 116-76 og Dallas mætir því Phoenix í næstu umferð. Dirk Nowitzki náði sér ekki á strik frekar en venjulega í liði Dallas, enda hefur hann verið með flensu síðustu daga. Það kom ekki að nokkurri sök í nótt, því nóg var af mönnum til að taka af skarið. Jason Terry var stigahæstur í liði heimamanna með 31 stig, þar af 21 í fyrri hálfleiknum, þar sem Dallas stakk af og leit ekki til baka eftir það. Verst kemur tap Houston líklega niðri á Tracy McGrady, sem eftir að Houston náði 2-0 forystu í einvíginu, eygði að komast í aðra umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn á ferlinum. Þegar hann lék með Orlando Magic, komst lið hans í sömu aðstöðu gegn Detroit, en tapaði samt, rétt eins og nú og McGrady hlýtur að spyrja sig hvað hafi farið úrskeiðis. "Þetta einvígi beygði okkur ansi mikið, en við brotnuðum ekki. Ég hef verið að leita að rétta varnarleiknum allt einvígið og ég held að við höfum náð að sýna hann í dag," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. "Við brotnuðum á allan mögulegan hátt í kvöld. Ég vil ekki vera að fara í þunglyndi yfir því, því ég trúi ekki að þetta tap sýni okkur rétta mynd af mér og liðinu. Það sýnir okkur hinsvegar hversu mjög, mjög langt við eigum í land," sagði Jeff Van Gundy, þjálfari Houston. Atkvæðamestir í liði Houston:Yao Ming 33 stig (10 frák, 5 varin), Tracy McGrady 27 stig (7 frák, 7 stoðs), David Wesley 7 stig, Mike James 4 stig.Atkvæðamestir hjá Dallas:Jason Terry 31 stig, Josh Howard 21 stig (11 frák), Dirk Nowitzki 14 stig (14 frák), Michael Finley 13 stig (7 frák), Darrell Armstrong 9 stig, Jerry Stackhouse 9 stig, Eric Dampier 8 stig ( 8 frák).
NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira