Chicago 2 - Washington 4 7. maí 2005 00:01 Það var engu líkara en lið Washington hefði verið að vinna sjálfan meistaratitilinn í nótt, þegar liðið lagði Chicago Bulls 94-91 á heimavelli sínum, svo mikil voru fagnaðarlætin. Flestir hefðu líka fagnað því að komast í aðra umferð í úrslitakeppni í fyrsta sinn í meira en 20 ár. Menn eins og Larry Hughes, sem var atkvæðamestur heimamanna í gær og skoraði 21 stig, voru varla fæddir þegar Washington komst síðast í aðra umferð úrslitakeppninnar. Það tókst þó í gær, þrátt fyrir að fátt liti út fyrir það lengst af leik. Chicago liðið var að leika vel meiripart leiks í gær, en reynsluleysið varð liðinu að falli á lokasprettinum. Þeir Andre Nocioni og Kirk Hinrich voru að leika eins og höfðingjar fyrir liðið og þar eru á ferðinni strákar sem eflaust eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Washington er ekki með reynt lið heldur og þeir voru værukærir í vörninni allann leikinn, ef undan er skilinn góður sprettur hjá þeim á lokasekúndunum. Þar var það Gilbert Arenas sem var drjúgur og varði meðal annars skot frá Kirk Hinrich, sem kveikti í 7-0 sprett hjá Washington og gerði út um leikinn. Sigur Washington í fimmta leiknum í Chicago var alger lykilleikur og liðið má teljast heppið að hafa komist frá leiknum í gær með sigri, því Bulls virtust þrá sigurinn mun heitar. Washington staldrar stutt við eftir sigurinn og strax á sunnudagskvöld fara þeir suður til Miami og leika við Shaquille O´Neal og félaga. Ef varnarleikur Washington verður eitthvað í líkingu við það sem þeir sýndu lengst af í gær, verður það mjög stutt einvígi. Atkvæðamestir hjá Chicago:Kirk Hinrich 22 stig (9 stoðs), Andres Nocioni 22 stig (7 frák), Tyson Chandler 14 stig (11 frák), Jannero Pargo 11 stig, Adrian Griffin 9 stig (6 frák), Antonio Davis 6 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 21 stig, Gilbert Arenas 19 stig (7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig, Brendan Haywood 13 stig (9 frák), Jared Jeffries 12 stig, Juan Dixon 7 stig. NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Bein útsending: Hverja veðjar Arnar á í sínum fyrstu leikjum? Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Sjá meira
Það var engu líkara en lið Washington hefði verið að vinna sjálfan meistaratitilinn í nótt, þegar liðið lagði Chicago Bulls 94-91 á heimavelli sínum, svo mikil voru fagnaðarlætin. Flestir hefðu líka fagnað því að komast í aðra umferð í úrslitakeppni í fyrsta sinn í meira en 20 ár. Menn eins og Larry Hughes, sem var atkvæðamestur heimamanna í gær og skoraði 21 stig, voru varla fæddir þegar Washington komst síðast í aðra umferð úrslitakeppninnar. Það tókst þó í gær, þrátt fyrir að fátt liti út fyrir það lengst af leik. Chicago liðið var að leika vel meiripart leiks í gær, en reynsluleysið varð liðinu að falli á lokasprettinum. Þeir Andre Nocioni og Kirk Hinrich voru að leika eins og höfðingjar fyrir liðið og þar eru á ferðinni strákar sem eflaust eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Washington er ekki með reynt lið heldur og þeir voru værukærir í vörninni allann leikinn, ef undan er skilinn góður sprettur hjá þeim á lokasekúndunum. Þar var það Gilbert Arenas sem var drjúgur og varði meðal annars skot frá Kirk Hinrich, sem kveikti í 7-0 sprett hjá Washington og gerði út um leikinn. Sigur Washington í fimmta leiknum í Chicago var alger lykilleikur og liðið má teljast heppið að hafa komist frá leiknum í gær með sigri, því Bulls virtust þrá sigurinn mun heitar. Washington staldrar stutt við eftir sigurinn og strax á sunnudagskvöld fara þeir suður til Miami og leika við Shaquille O´Neal og félaga. Ef varnarleikur Washington verður eitthvað í líkingu við það sem þeir sýndu lengst af í gær, verður það mjög stutt einvígi. Atkvæðamestir hjá Chicago:Kirk Hinrich 22 stig (9 stoðs), Andres Nocioni 22 stig (7 frák), Tyson Chandler 14 stig (11 frák), Jannero Pargo 11 stig, Adrian Griffin 9 stig (6 frák), Antonio Davis 6 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 21 stig, Gilbert Arenas 19 stig (7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig, Brendan Haywood 13 stig (9 frák), Jared Jeffries 12 stig, Juan Dixon 7 stig.
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Bein útsending: Hverja veðjar Arnar á í sínum fyrstu leikjum? Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Sjá meira