Boston 3 - Indiana 3 6. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Einvígi Boston og Indiana hefur verið sannkölluð rússíbanareið og á því varð engin breyting í nótt, þegar Boston knúði fram oddaleik á heimavelli sínum, með 92-89 sigri í framlengingu í Indiana. Leikmenn Boston voru með bakið upp að vegg í leiknum í nótt, því ef þeir hefðu tapað væru þeir komnir í sumarfrí. Antoine Walker var ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og tók af skarið í framlengingunni og tryggði sínum mönnum nauman sigurinn. Kendrick Perkins hjá Boston, fékk tækifæri til að gera út um leikinn á lokasekúndunum með tveimur vítaskotum, en hitti úr hvorugu þeirra og gaf Reggie Miller tækifæri til að skora sigurkörfuna, en skot hans kom hvergi nærri körfunni og því var framlengt. "Þetta var einn villtasti körfuboltaleikur sem ég hef séð á ævi minni," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leikinn. "Ég var að reyna að þjappa strákunum saman, við vorum að spila í mjög óvinveittu umhverfi, en náðum að þjappa okkur saman og klára þetta," sagði Walker, sem var drjúgur á lokasprettinum eftir að félaga hans Paul Pierce hafði verið vikið af velli með tvær tæknivillur. "Ég brást of harðlega við villu sem var flautuð á mig og missti stjórn á skapi mínu. Það kostaði okkur næstum því sigurinn. Ég veit ekki hvernig mér hefði verið innanbrjósts ef við hefðum tapað leiknum," sagði Pierce, sem var með stigahæstu mönnum í liði Boston, þrátt fyrir að vera sendur í bað. "Við ætlum ekkert að örvænta, það er einn leikur eftir og við getum alveg unnið hann," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana. Atkvæðamestir hjá Boston:Antoine Walker 24 stig (11 frák, 8 tapaðir boltar), Ricky Davis 22 stig, Paul Pierce 20 stig (11 frák, 6 stoðs, 4 stolnir), Al Jefferson 11 stig (14 frák), Gary Payton 8 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 26 stig (10 frák, 5 varin), Stephen Jackson 14 stig, Anthony Johnson 13 stig, Reggie Miller 12 stig, James Jones 8 stig, Jamaal Tinsley 6 stig, Dale Davis 5 stig (14 frák). NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Einvígi Boston og Indiana hefur verið sannkölluð rússíbanareið og á því varð engin breyting í nótt, þegar Boston knúði fram oddaleik á heimavelli sínum, með 92-89 sigri í framlengingu í Indiana. Leikmenn Boston voru með bakið upp að vegg í leiknum í nótt, því ef þeir hefðu tapað væru þeir komnir í sumarfrí. Antoine Walker var ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og tók af skarið í framlengingunni og tryggði sínum mönnum nauman sigurinn. Kendrick Perkins hjá Boston, fékk tækifæri til að gera út um leikinn á lokasekúndunum með tveimur vítaskotum, en hitti úr hvorugu þeirra og gaf Reggie Miller tækifæri til að skora sigurkörfuna, en skot hans kom hvergi nærri körfunni og því var framlengt. "Þetta var einn villtasti körfuboltaleikur sem ég hef séð á ævi minni," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leikinn. "Ég var að reyna að þjappa strákunum saman, við vorum að spila í mjög óvinveittu umhverfi, en náðum að þjappa okkur saman og klára þetta," sagði Walker, sem var drjúgur á lokasprettinum eftir að félaga hans Paul Pierce hafði verið vikið af velli með tvær tæknivillur. "Ég brást of harðlega við villu sem var flautuð á mig og missti stjórn á skapi mínu. Það kostaði okkur næstum því sigurinn. Ég veit ekki hvernig mér hefði verið innanbrjósts ef við hefðum tapað leiknum," sagði Pierce, sem var með stigahæstu mönnum í liði Boston, þrátt fyrir að vera sendur í bað. "Við ætlum ekkert að örvænta, það er einn leikur eftir og við getum alveg unnið hann," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana. Atkvæðamestir hjá Boston:Antoine Walker 24 stig (11 frák, 8 tapaðir boltar), Ricky Davis 22 stig, Paul Pierce 20 stig (11 frák, 6 stoðs, 4 stolnir), Al Jefferson 11 stig (14 frák), Gary Payton 8 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 26 stig (10 frák, 5 varin), Stephen Jackson 14 stig, Anthony Johnson 13 stig, Reggie Miller 12 stig, James Jones 8 stig, Jamaal Tinsley 6 stig, Dale Davis 5 stig (14 frák).
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira