Chicago 2 - Washington 3 5. maí 2005 00:01 Eftir dramatískar lokamínútur og rosalegan endasprett, þurftu heimamenn í Chicago Bulls að sætta sig við 112-110 tap fyrir Washington Wizards, þar sem Gilbert Arenas skoraði sigurkörfuna þegar leiktíminn rann út og nú getur Washington liðið klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Tapið í nótt var liði Chicago ekki síður sárt ef litið er til þess að þeir voru undir allann leikinn í nótt og 20 stig skyldu liðin í þriðja leikhluta. Bulls gerðu mikið áhlaup í síðasta leikhlutanum og lokasekúndurnar voru æsilegar. Liðsmenn Washington brenndu af nokkrum vítaskotum og hittu illa utan af velli, á meðan allt fór niður hjá Bulls. Jannero Pargo skoraði þrár þriggja stiga körfur á síðustu 34 sekúndum leiksins og Kirk Hinrich setti eina. Leikurinn var því orðinn jafn á síðustu andartökunum, en þá tók Gilbert Arenas málin í sínar hendur. "Ég vissi að skotið færi ofan í, ég tek svona skot á hverjum degi. Alla dreymir um að skora svona körfur þegar þeir eru yngri og þegar maður fær tækifæri til þess, vill maður auðvitað ekki klúðra því," sagði Arenas. Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld í MCI Höllinni í Washington, en þar hafa heimamenn sigrað Chicago 10 sinnum í röð. Washington hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 1982. "Ég reyndi hvað ég gat til að verjast honum, því ég vissi að það yrði hann sem tæki þetta skot fyrir þá. Hann hinsvegar gerði vel í að hitta úr skortinu og það var eins og rýtingur í hjartað á okkur," sagði Kirk Hinrich. Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 33 stig (9 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig (10 frák), Brendan Haywood 17 stig (7 frák, 5 varin), Gilbert Arenas 16 stig (8 stoðs, 6 frák), Jared Jeffries 12 stig (8 frák), Juan Dixon 6 stig, Michael Ruffin 6 stig.Atkvæðamestir hjá Chicago:Ben Gordon 27 stig, Kirk Hinrich 23 stig (7 stoðs, 6 þriggja stiga körfur), Tyson Chandler 22 stig (10 frák), Othella Harrington 12 stig, Jannero Pargo 10 stig, Chris Duhon 8 stig. NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Eftir dramatískar lokamínútur og rosalegan endasprett, þurftu heimamenn í Chicago Bulls að sætta sig við 112-110 tap fyrir Washington Wizards, þar sem Gilbert Arenas skoraði sigurkörfuna þegar leiktíminn rann út og nú getur Washington liðið klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Tapið í nótt var liði Chicago ekki síður sárt ef litið er til þess að þeir voru undir allann leikinn í nótt og 20 stig skyldu liðin í þriðja leikhluta. Bulls gerðu mikið áhlaup í síðasta leikhlutanum og lokasekúndurnar voru æsilegar. Liðsmenn Washington brenndu af nokkrum vítaskotum og hittu illa utan af velli, á meðan allt fór niður hjá Bulls. Jannero Pargo skoraði þrár þriggja stiga körfur á síðustu 34 sekúndum leiksins og Kirk Hinrich setti eina. Leikurinn var því orðinn jafn á síðustu andartökunum, en þá tók Gilbert Arenas málin í sínar hendur. "Ég vissi að skotið færi ofan í, ég tek svona skot á hverjum degi. Alla dreymir um að skora svona körfur þegar þeir eru yngri og þegar maður fær tækifæri til þess, vill maður auðvitað ekki klúðra því," sagði Arenas. Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld í MCI Höllinni í Washington, en þar hafa heimamenn sigrað Chicago 10 sinnum í röð. Washington hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 1982. "Ég reyndi hvað ég gat til að verjast honum, því ég vissi að það yrði hann sem tæki þetta skot fyrir þá. Hann hinsvegar gerði vel í að hitta úr skortinu og það var eins og rýtingur í hjartað á okkur," sagði Kirk Hinrich. Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 33 stig (9 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig (10 frák), Brendan Haywood 17 stig (7 frák, 5 varin), Gilbert Arenas 16 stig (8 stoðs, 6 frák), Jared Jeffries 12 stig (8 frák), Juan Dixon 6 stig, Michael Ruffin 6 stig.Atkvæðamestir hjá Chicago:Ben Gordon 27 stig, Kirk Hinrich 23 stig (7 stoðs, 6 þriggja stiga körfur), Tyson Chandler 22 stig (10 frák), Othella Harrington 12 stig, Jannero Pargo 10 stig, Chris Duhon 8 stig.
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira