Silfurlituð útgáfa af mini PS2 2. maí 2005 00:01 Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) hefur tilkynnt að gefin verði út silfurlituð útgáfa af litlu PlayStation 2 leikjatölvunni. Þessi nýja silfurlitaða vél mun verða fáanleg í Evrópu frá og með 13.maí 2005, og mun verða sett á markað við hlið hinnar svörtu. Til að fylgja eftir útgáfu á nýju silfurvélinni, verður gefin út sería af silfurlituðum aukahlutum, en þar á meðal verður Vertical Stand, Minniskort, DUALSHOCK 2 stýripinni og DVD fjarstýring. En þegar er komin á markað ný silfurlituð útgáfa af EyeToy myndavélinni, sem var gerð sérstaklega í tilefni af útgáfu vélarinnar. EyeToy myndavélin er einhver vinsælasti aukahlutur fyrir PlayStation 2 í dag, en þegar hafa EyeToy vörur selst í meira en 6.5 milljónum eintaka síðan EyeToy kom út árið 2003. David Reeves, Forstjóri SCEE sagði, “Þegar við settum á markaðin nýju litlu PlayStation 2 vélina í nóvember á síðasta ári, glöddum við viðskiptavini með glæsileika og smæð vélarinnar, og hundruð þúsunda viðskiptavina sem þegar áttu PlayStation 2, uppfærðu yfir í nýju vélina. Nýja silfurlitaða vélin tekur klassan einu skrefi lengra. Playstation 2 leikjatölvan er á meira en 30 milljónum heimila í Evrópu, og mun nýja silfurlitaða vélina tryggja stöðu PlayStation 2 sem þá leikjatölvu sem leikjaáhugamenn velja sér.” Þessi tilkynning um silfurlitaða PlayStation 2 kemur á einhverju mest spennandi ári hvað varðar útgáfu leikja á PlayStation 2. Árið byrjaði með metsölu á leiknum Gran Turismo 4, en leikurinn er sá leikur sem hefur selst best á fyrsta degi, en leikurinn hefur nú þegar selst í meira en 3.1 milljónum eintaka. Framundan er útgáfa af leikjum sem bæði eru frumlegir og einnig snúa aftur nokkrir gamlir kunningjar. Meðal frumlegra leikja fyrir EyeToy, er EyeToy®:Kinetic, frumlegur leikur þar sem leikmenn geta stundað líkamsrækt og er leikurinn unninn í samvinnu við NIKE MOTIONWORKS®, sem er rannsóknarstofa sem einbeitir sér að hreyfingu og íþróttum. SingStar serían heldur áfram með nýju útliti og fjölda nýrra laga, en meðal listamanna eru Robbie Williams, the Black Eyed Peas og Keane. Aðrar leikjaseríur sem munu koma á árinu eru Tekken 5 og Soul Calibur III þar sem leikmenn geta upplifað mikinn hasar með bættri grafík og hljóði. Og svo er niðurtalningin hafin fyrir ‘24: The GameTM’, hasar- og ævintýraleikur byggður á samnefndum sjónvarpsþáttum og er leikurinn gerður í samstarfi við framleiðendur þáttanna, leikstjóra þeirra, handritshöfunda og leikara. Hér geta leikmenn upplifað glænýjan dag í lífi Jack Bauer og félaga hjá Los Angeles Counter Terrorist Unit (CTU), leikurinn mun innihalda nýjar upplýsingar fyrir aðdáendur 24, ásamt miklum hasar og spilun þar sem leikmenn eru undir stöðugri tímapressu. Þetta eru aðeins nokkrir af þem leikjum sem eigendur PlayStation 2 geta átt von á. Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) hefur tilkynnt að gefin verði út silfurlituð útgáfa af litlu PlayStation 2 leikjatölvunni. Þessi nýja silfurlitaða vél mun verða fáanleg í Evrópu frá og með 13.maí 2005, og mun verða sett á markað við hlið hinnar svörtu. Til að fylgja eftir útgáfu á nýju silfurvélinni, verður gefin út sería af silfurlituðum aukahlutum, en þar á meðal verður Vertical Stand, Minniskort, DUALSHOCK 2 stýripinni og DVD fjarstýring. En þegar er komin á markað ný silfurlituð útgáfa af EyeToy myndavélinni, sem var gerð sérstaklega í tilefni af útgáfu vélarinnar. EyeToy myndavélin er einhver vinsælasti aukahlutur fyrir PlayStation 2 í dag, en þegar hafa EyeToy vörur selst í meira en 6.5 milljónum eintaka síðan EyeToy kom út árið 2003. David Reeves, Forstjóri SCEE sagði, “Þegar við settum á markaðin nýju litlu PlayStation 2 vélina í nóvember á síðasta ári, glöddum við viðskiptavini með glæsileika og smæð vélarinnar, og hundruð þúsunda viðskiptavina sem þegar áttu PlayStation 2, uppfærðu yfir í nýju vélina. Nýja silfurlitaða vélin tekur klassan einu skrefi lengra. Playstation 2 leikjatölvan er á meira en 30 milljónum heimila í Evrópu, og mun nýja silfurlitaða vélina tryggja stöðu PlayStation 2 sem þá leikjatölvu sem leikjaáhugamenn velja sér.” Þessi tilkynning um silfurlitaða PlayStation 2 kemur á einhverju mest spennandi ári hvað varðar útgáfu leikja á PlayStation 2. Árið byrjaði með metsölu á leiknum Gran Turismo 4, en leikurinn er sá leikur sem hefur selst best á fyrsta degi, en leikurinn hefur nú þegar selst í meira en 3.1 milljónum eintaka. Framundan er útgáfa af leikjum sem bæði eru frumlegir og einnig snúa aftur nokkrir gamlir kunningjar. Meðal frumlegra leikja fyrir EyeToy, er EyeToy®:Kinetic, frumlegur leikur þar sem leikmenn geta stundað líkamsrækt og er leikurinn unninn í samvinnu við NIKE MOTIONWORKS®, sem er rannsóknarstofa sem einbeitir sér að hreyfingu og íþróttum. SingStar serían heldur áfram með nýju útliti og fjölda nýrra laga, en meðal listamanna eru Robbie Williams, the Black Eyed Peas og Keane. Aðrar leikjaseríur sem munu koma á árinu eru Tekken 5 og Soul Calibur III þar sem leikmenn geta upplifað mikinn hasar með bættri grafík og hljóði. Og svo er niðurtalningin hafin fyrir ‘24: The GameTM’, hasar- og ævintýraleikur byggður á samnefndum sjónvarpsþáttum og er leikurinn gerður í samstarfi við framleiðendur þáttanna, leikstjóra þeirra, handritshöfunda og leikara. Hér geta leikmenn upplifað glænýjan dag í lífi Jack Bauer og félaga hjá Los Angeles Counter Terrorist Unit (CTU), leikurinn mun innihalda nýjar upplýsingar fyrir aðdáendur 24, ásamt miklum hasar og spilun þar sem leikmenn eru undir stöðugri tímapressu. Þetta eru aðeins nokkrir af þem leikjum sem eigendur PlayStation 2 geta átt von á.
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira