Miami 4 - New Jersey 0 2. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Dwayne Wade sá til þess að Miami Heat sópaði liði New Jersey Nets úr keppni 4-0 í gær, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal væri á annari löppinni. Wade skoraði 34 stig í 110-97 sigri Miami í gær og nú fær stóri maðurinn að minnsta kosti viku til að jafna sig af meiðslum sínum. Það er ansi langt síðan Shaquille O´Neal hefur leikið hálfan leik án þess að skora stig, en það gerðist í nótt, því tröllið virtist vera í miklum vandræðum með meiðslin sem hann hlaut í einum af síðustu leikjum tímabilsins. Það kom þó ekki að sök, því Dwayne Wade og félagar hans í Miami liðinu voru í góðum gír og kláruðu dæmið. Þrátt fyrir að Wade hafi farið á kostum í einvíginu við Nets, var grundvallarmunurinn á liðunum dýptin, því varamannabekkur Nets var einfaldlega of þunnur og liðið þurfti að treysta á of fáa menn til að bera sóknarleikinn. Shaquille O´Neal hresstist örlítið í síðari hálfleiknum í gær og skoraði þar 17 stig, sem flest komu eftir sendingu frá Wade, inn á milli þess sem hann skoraði körfur sjálfur í öllum regnbogans litum. Wade komst í mjög nafntogaðan hóp í einvíginu við Nets, en aðeins sex aðrir leikmenn í sögu NBA hafa skorað yfir 25 stig að meðaltali, gefið 8 stoðsendingar, hirt 6 fráköst og hitt yfir 50% í seríu í úrslitakeppninni. Það eru þeir Wilt Chamberlain, Larry Bird, Magic Johnson, Bob Cousy, Oscar Robertson og nú síðast Michael Jordan, sem eru í þessum hópi og þeir eru allir í heiðurshöllinni. "Hann hefur verið súperstjarna í allan vetur og meira að segja í fyrravetur líka. Það er bara fyrst núna sem þið eruð að taka eftir því," sagði Shaquille O´Neal við blaðamenn um félaga sinn Wade. "Venjulega gefast lið upp þegar þau lenda undir eins og við gerðum í þessu einvígi, en mínir menn neituðu að gefast upp og börðust og börðust. Þegar við sóttum að Miami, lyftu þeir leik sínum einfaldlegar á hærra plan og við höfðum ekki svör við því," sagði Lawrence Frank, þjálfari New Jersey eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 34 stig (9 stoðs), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 17 stig (8 frák), Alonzo Mourning 11 stig, Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 10 stig.Atkvæðamestir í liði New Jersey:Jason Kidd 25 stig (7 stoðs), Vince Carter 23 stig (10 frák, hitti úr 6 af 22 skotum), Richard Jefferson 17 stig (6 frák, 6 stoðs), Nenad Krstic 17 stig (6 frák), Clifford Robinson 8 stig. NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Dwayne Wade sá til þess að Miami Heat sópaði liði New Jersey Nets úr keppni 4-0 í gær, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal væri á annari löppinni. Wade skoraði 34 stig í 110-97 sigri Miami í gær og nú fær stóri maðurinn að minnsta kosti viku til að jafna sig af meiðslum sínum. Það er ansi langt síðan Shaquille O´Neal hefur leikið hálfan leik án þess að skora stig, en það gerðist í nótt, því tröllið virtist vera í miklum vandræðum með meiðslin sem hann hlaut í einum af síðustu leikjum tímabilsins. Það kom þó ekki að sök, því Dwayne Wade og félagar hans í Miami liðinu voru í góðum gír og kláruðu dæmið. Þrátt fyrir að Wade hafi farið á kostum í einvíginu við Nets, var grundvallarmunurinn á liðunum dýptin, því varamannabekkur Nets var einfaldlega of þunnur og liðið þurfti að treysta á of fáa menn til að bera sóknarleikinn. Shaquille O´Neal hresstist örlítið í síðari hálfleiknum í gær og skoraði þar 17 stig, sem flest komu eftir sendingu frá Wade, inn á milli þess sem hann skoraði körfur sjálfur í öllum regnbogans litum. Wade komst í mjög nafntogaðan hóp í einvíginu við Nets, en aðeins sex aðrir leikmenn í sögu NBA hafa skorað yfir 25 stig að meðaltali, gefið 8 stoðsendingar, hirt 6 fráköst og hitt yfir 50% í seríu í úrslitakeppninni. Það eru þeir Wilt Chamberlain, Larry Bird, Magic Johnson, Bob Cousy, Oscar Robertson og nú síðast Michael Jordan, sem eru í þessum hópi og þeir eru allir í heiðurshöllinni. "Hann hefur verið súperstjarna í allan vetur og meira að segja í fyrravetur líka. Það er bara fyrst núna sem þið eruð að taka eftir því," sagði Shaquille O´Neal við blaðamenn um félaga sinn Wade. "Venjulega gefast lið upp þegar þau lenda undir eins og við gerðum í þessu einvígi, en mínir menn neituðu að gefast upp og börðust og börðust. Þegar við sóttum að Miami, lyftu þeir leik sínum einfaldlegar á hærra plan og við höfðum ekki svör við því," sagði Lawrence Frank, þjálfari New Jersey eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 34 stig (9 stoðs), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 17 stig (8 frák), Alonzo Mourning 11 stig, Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 10 stig.Atkvæðamestir í liði New Jersey:Jason Kidd 25 stig (7 stoðs), Vince Carter 23 stig (10 frák, hitti úr 6 af 22 skotum), Richard Jefferson 17 stig (6 frák, 6 stoðs), Nenad Krstic 17 stig (6 frák), Clifford Robinson 8 stig.
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira