Innlent

Ríkisstjórnin missir meirihluta

Ríkisstjórnin missir meirihlutafylgi samkvæmt nýrri könnun IMG Gallup sem sagt er frá á heimasíðu Ríkisútvarpsins, ruv.is, en stuðningur við stjórnina mælist 49 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er með 37 prósenta fylgi á meðan Framsóknarflokkurinn er með tíu prósent, samkvæmt símakönnun sem gerð var 31. mars til 27. apríl. Samfylkingin er með tæplega 32 prósenta fylgi og endurheimtir þrjú prósentustig sem hún tapaði í mars. Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er nær óbreytt; 15,5 prósent. Frjálslyndi flokkurinn er í sókn með sex prósenta fylgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×