Phoenix 3 - Memphis 0 30. apríl 2005 00:01 Þeir sem efuðust um að stórskotalið Phoenix Suns gæti leikið harðan leik fengu að sjá nýja hlið á liðinu í nótt, þegar þeir rúlluðu yfir Memphis Grizzlies 110-90 og komust í þægilega 3-0 forystu í einvígi efsta og neðsta liðs vesturdeildarinnar í úrslitakeppninni. Memphis virtist vera í essinu sínu á heimavelli sínum í byrjun leiks, þegar þeir hittu úr 8 af fyrstu 10 skotum sínum og náðu forystu 24-15 í fyrsta leikhlutanum, en þá spýttu gestirnir í lófana og fóru á mikla rispu. Suns leiddu eftir fyrsta fjórðunginn 31-30 og litu aldrei til baka eftir það. Liðið brást vel við föstum leik Memphis og svaraði í sömu mynt. Blaðamenn á leiknum vildu meina að heimaliðið hefði brotnað um miðjan annan leikhlutann, þegar Amare Stoudemire hjá Phoenix varð þreyttur á kjaftbrúki Stromile Swift hjá Memphis og tróð boltanum svo fast í andlitið á honum í kjölfarið, að sá síðarnefndi lá óvígur eftir á gólfinu. "Ég var orðinn þreyttur á sorpkjaftinum á honum", sagði Stoudemire eftir leikinn. "Hann reyndi að ýta mér frá þegar stökk á hann, en hann hefur ekkert í minn 95 cm stökkkraft að gera," sagði framherji Phoenix glottandi. "Fólk talar um að við séum bara gott skotlið, en mér finnst við hafa sýnt að við getum líka leikið hægan og harðan leik, svo að mótherjar okkar verða bara að velja hvora meðferðina þeir vilja fá," sagði Steve Nash, leikstjórnandi Phoenix. "Menn geta ekki verið með hugann við það að fara í veiðiferð þegar þeir eru á leikvellinum. Þetta er úrslitakeppnin og svona lélegt hugarfar dugir ekki þegar þangað er komið. Við lékum meira að segja betur í Phoenix en á okkar eigin heimavelli, slíkt má ekki henda. Ég vil ekki tapa 4-0 og trúi enn að við getum unnið," sagði Lorenzen Wright, leikmaður Memphis. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (9 frák), Joe Johnson 20 stig, Jimmy Jackson 17 stig, Shawn Marion 14 stig (13 frák), Steve Nash 13 stig (8 stoðs), Quentin Richardson 9 stig, Steven Hunter 7 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Lorenzen Wright 14 stig (8 frák), Pau Gasol 13 stig, Mike Miller 13 stig, Shane Battier 10 stig (8 frák), Jason Williams 10 stig (6 stoðs), Stromile Swift 9 stig (8 frák), James Posey 7 stig, Brian Cardinal 6 stig, Bonzi Wells 6 stig. NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Þeir sem efuðust um að stórskotalið Phoenix Suns gæti leikið harðan leik fengu að sjá nýja hlið á liðinu í nótt, þegar þeir rúlluðu yfir Memphis Grizzlies 110-90 og komust í þægilega 3-0 forystu í einvígi efsta og neðsta liðs vesturdeildarinnar í úrslitakeppninni. Memphis virtist vera í essinu sínu á heimavelli sínum í byrjun leiks, þegar þeir hittu úr 8 af fyrstu 10 skotum sínum og náðu forystu 24-15 í fyrsta leikhlutanum, en þá spýttu gestirnir í lófana og fóru á mikla rispu. Suns leiddu eftir fyrsta fjórðunginn 31-30 og litu aldrei til baka eftir það. Liðið brást vel við föstum leik Memphis og svaraði í sömu mynt. Blaðamenn á leiknum vildu meina að heimaliðið hefði brotnað um miðjan annan leikhlutann, þegar Amare Stoudemire hjá Phoenix varð þreyttur á kjaftbrúki Stromile Swift hjá Memphis og tróð boltanum svo fast í andlitið á honum í kjölfarið, að sá síðarnefndi lá óvígur eftir á gólfinu. "Ég var orðinn þreyttur á sorpkjaftinum á honum", sagði Stoudemire eftir leikinn. "Hann reyndi að ýta mér frá þegar stökk á hann, en hann hefur ekkert í minn 95 cm stökkkraft að gera," sagði framherji Phoenix glottandi. "Fólk talar um að við séum bara gott skotlið, en mér finnst við hafa sýnt að við getum líka leikið hægan og harðan leik, svo að mótherjar okkar verða bara að velja hvora meðferðina þeir vilja fá," sagði Steve Nash, leikstjórnandi Phoenix. "Menn geta ekki verið með hugann við það að fara í veiðiferð þegar þeir eru á leikvellinum. Þetta er úrslitakeppnin og svona lélegt hugarfar dugir ekki þegar þangað er komið. Við lékum meira að segja betur í Phoenix en á okkar eigin heimavelli, slíkt má ekki henda. Ég vil ekki tapa 4-0 og trúi enn að við getum unnið," sagði Lorenzen Wright, leikmaður Memphis. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (9 frák), Joe Johnson 20 stig, Jimmy Jackson 17 stig, Shawn Marion 14 stig (13 frák), Steve Nash 13 stig (8 stoðs), Quentin Richardson 9 stig, Steven Hunter 7 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Lorenzen Wright 14 stig (8 frák), Pau Gasol 13 stig, Mike Miller 13 stig, Shane Battier 10 stig (8 frák), Jason Williams 10 stig (6 stoðs), Stromile Swift 9 stig (8 frák), James Posey 7 stig, Brian Cardinal 6 stig, Bonzi Wells 6 stig.
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira