Dallas 1 - Houston 2 29. apríl 2005 00:01 Lið Dallas Mavericks virtist vera á leið í sumarfrí þegar liðið lenti 10 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Houston Rockets í nótt. Dirk Nowitzki var þó ekki á því að gefast upp og lenda undir 3-0 í einvíginu og leiddi lið Dallas á 20-0 sprett undir lokin sem nægði til 106-102 sigurs. Tracy McGrady og félagar í Houston virtust vera á góðri leið með að vinna þriðja sigurinn í einvíginu í nótt og með átrúnaðargoð sitt Magic Johnson á hliðarlínunni að fylgjast með, átti McGrady enn einn stórleikinn fyrir Rockets. Í stöðunni 88-80 fyrir Houston, tók Nowitzki til sinna ráða og hundskammaði félaga sína í liðinu fyrir að vera of værukærir og tók hreinlega yfir leikinn. Dallas fór eins og áður sagði á 20-0 sprett í fjórða leikhlutanum, þar sem lið Houston virtist algerlega úti á þekju og hitti ekki einu sinni úr vítaskotum sínum. "Við erum enn í slæmri stöðu í einvíginu og þurfum á öllu okkar að halda á laugardaginn ef við eigum að eiga möguleika í þessari seríu," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. "Ég er allt annar leikmaður þegar ég leik með sjálfstraustið í lagi eins og í kvöld. Skotin duttu hjá mér og við náðum að afstýra því að tapa seríunni", sagði Nowitzki. "Mér fannst við vera með leikinn í höndunum, ég veit ekki hvað gerðist", sagði Yao Ming, miðherji Rockets, sem virðist hafa gleymt að horfa í eigin barm, því hann gat eins og svo ótrúlega oft áður, ekki beitt sér að fullu í leiknum vegna villuvandræða. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 28 stig (6 frák), Michael Finley 20 stig, Jerry Stackhouse 18 stig, Jason Terry 13 stig (6 frák), Josh Howard 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 28 stig (9 frák, 6 stoðs), Bob Sura 21 (11 frák, 6 stoðs), David Wesley 17 stig, Yao Ming 15 stig (10 frák), Jon Barry 7 stig. NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Sjá meira
Lið Dallas Mavericks virtist vera á leið í sumarfrí þegar liðið lenti 10 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Houston Rockets í nótt. Dirk Nowitzki var þó ekki á því að gefast upp og lenda undir 3-0 í einvíginu og leiddi lið Dallas á 20-0 sprett undir lokin sem nægði til 106-102 sigurs. Tracy McGrady og félagar í Houston virtust vera á góðri leið með að vinna þriðja sigurinn í einvíginu í nótt og með átrúnaðargoð sitt Magic Johnson á hliðarlínunni að fylgjast með, átti McGrady enn einn stórleikinn fyrir Rockets. Í stöðunni 88-80 fyrir Houston, tók Nowitzki til sinna ráða og hundskammaði félaga sína í liðinu fyrir að vera of værukærir og tók hreinlega yfir leikinn. Dallas fór eins og áður sagði á 20-0 sprett í fjórða leikhlutanum, þar sem lið Houston virtist algerlega úti á þekju og hitti ekki einu sinni úr vítaskotum sínum. "Við erum enn í slæmri stöðu í einvíginu og þurfum á öllu okkar að halda á laugardaginn ef við eigum að eiga möguleika í þessari seríu," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. "Ég er allt annar leikmaður þegar ég leik með sjálfstraustið í lagi eins og í kvöld. Skotin duttu hjá mér og við náðum að afstýra því að tapa seríunni", sagði Nowitzki. "Mér fannst við vera með leikinn í höndunum, ég veit ekki hvað gerðist", sagði Yao Ming, miðherji Rockets, sem virðist hafa gleymt að horfa í eigin barm, því hann gat eins og svo ótrúlega oft áður, ekki beitt sér að fullu í leiknum vegna villuvandræða. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 28 stig (6 frák), Michael Finley 20 stig, Jerry Stackhouse 18 stig, Jason Terry 13 stig (6 frák), Josh Howard 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 28 stig (9 frák, 6 stoðs), Bob Sura 21 (11 frák, 6 stoðs), David Wesley 17 stig, Yao Ming 15 stig (10 frák), Jon Barry 7 stig.
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Sjá meira