Við búum í öruggu samfélagi 28. apríl 2005 00:01 Það var þungt yfir fréttatímum ljósvakamiðlanna í gærkvöldi. Í gær barst önnur fréttin á stuttum tíma af grófum ofbeldisglæp á Akureyri. Í báðum málum komu ungir menn við sögu og í báðum tilfellum sýndu þeir óvenju einbeittan brotavilja gagnvart fórnarlömbum sínum. Í gær vildi líka svo til að Hæstiréttur úrskurðaði í tveimur umtöluðum glæpamálum, annars vegar voru staðfestir dómar yfir sakborningunum í líkfundarmálinu svokallaða og hins vegar voru þyngdir dómar frá því í héraði yfir tveimur handrukkurum sem keyptir voru til að ganga í skrokk á manni sem þeir áttu ekkert sökótt við. Á hvaða leið er þetta þjóðfélag? Þetta er eflaust spurning sem margir spyrja sig, ekki síst vegna þess að undanfarna mánuði, og reyndar vel rúmlega það, hafa dunið á okkur látlausar fréttir af glæpum og ofbeldi. Svarið við þessari spurningu kemur því kannski einhverjum á óvart; íslenskt þjóðfélag er hreint ekkert að fara fjandans til. Þegar tölfræðiupplýsingar lögreglunnar eru skoðaðar sést svart á hvítu að ofbeldisglæpum hefur ekki fjölgað undanfarin ár og reyndar benda nýjustu tölur til þess að heldur hafi dregið úr þeim ef eitthvað er. En hvernig stendur þá á því að ofbeldi er nánast eins og daglegt brauð í umhverfi okkar? Þar eigum við fjölmiðlar stærsta sök. Fréttum af glæpamálum hefur fjölgað mikið og tónninn í fréttunum hefur harðnað; það er ekkert dregið undan í lýsingum á voðaverkunum. Nú er ekkert að því að fjalla um slík mál, því umfjöllunin getur fengið fólk til þess að rísa upp gegn ofbeldi og þar með dregið úr því. En skefjalaus fréttaflutningur af ofbeldisglæpum getur magnað upp algörlega tilefnislausan ótta hjá fólki sem er í nánast engri hættu fyrir mönnunum sem fjallað er um. Í langflestum tilfellum er verið að segja fréttir af innbyrðis átökum ógæfumanna sem eru að handrukka og misþyrma hvor öðrum, Venulegt fólk kemur þar hvergi nærri. Venjulegt fólk er líka heima hjá sér í fastasvefni milli fimm og sjö á morgana þegar níu af hverjum tíu meiriháttar líkamsárásum eiga sér stað. Margir játa það fúslega að þora ekki að heimsækja miðborg Reykjavíkur eftir að skyggja tekur, enda á hún að vera eins og löglaus vígvöllur um helgar. Þetta ástand er stórlega ýkt ef ekki hreint fals. Það eru örugglega hlutfallslega meiri líkur á því að fá á kjaftinn á sveitaballi en á Laugaveginum aðfaranótt laugardags. Í könnun sem var gerð meðal landsmanna fyrir fáeinum árum kom í ljós að því fjær sem fólk bjó miðbænum, þeim mun hræddara var það við hann, enda hafði það fólk ekki aðra mynd af honum en þá sem það las eða heyrði um í fjölmiðlum. En ekki vera hrædd. Við Íslendingar erum svo gæfusamir að búa í einhverju öruggasta samfélagi í heimi. Ekki láta neinn telja ykkur trú um annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Það var þungt yfir fréttatímum ljósvakamiðlanna í gærkvöldi. Í gær barst önnur fréttin á stuttum tíma af grófum ofbeldisglæp á Akureyri. Í báðum málum komu ungir menn við sögu og í báðum tilfellum sýndu þeir óvenju einbeittan brotavilja gagnvart fórnarlömbum sínum. Í gær vildi líka svo til að Hæstiréttur úrskurðaði í tveimur umtöluðum glæpamálum, annars vegar voru staðfestir dómar yfir sakborningunum í líkfundarmálinu svokallaða og hins vegar voru þyngdir dómar frá því í héraði yfir tveimur handrukkurum sem keyptir voru til að ganga í skrokk á manni sem þeir áttu ekkert sökótt við. Á hvaða leið er þetta þjóðfélag? Þetta er eflaust spurning sem margir spyrja sig, ekki síst vegna þess að undanfarna mánuði, og reyndar vel rúmlega það, hafa dunið á okkur látlausar fréttir af glæpum og ofbeldi. Svarið við þessari spurningu kemur því kannski einhverjum á óvart; íslenskt þjóðfélag er hreint ekkert að fara fjandans til. Þegar tölfræðiupplýsingar lögreglunnar eru skoðaðar sést svart á hvítu að ofbeldisglæpum hefur ekki fjölgað undanfarin ár og reyndar benda nýjustu tölur til þess að heldur hafi dregið úr þeim ef eitthvað er. En hvernig stendur þá á því að ofbeldi er nánast eins og daglegt brauð í umhverfi okkar? Þar eigum við fjölmiðlar stærsta sök. Fréttum af glæpamálum hefur fjölgað mikið og tónninn í fréttunum hefur harðnað; það er ekkert dregið undan í lýsingum á voðaverkunum. Nú er ekkert að því að fjalla um slík mál, því umfjöllunin getur fengið fólk til þess að rísa upp gegn ofbeldi og þar með dregið úr því. En skefjalaus fréttaflutningur af ofbeldisglæpum getur magnað upp algörlega tilefnislausan ótta hjá fólki sem er í nánast engri hættu fyrir mönnunum sem fjallað er um. Í langflestum tilfellum er verið að segja fréttir af innbyrðis átökum ógæfumanna sem eru að handrukka og misþyrma hvor öðrum, Venulegt fólk kemur þar hvergi nærri. Venjulegt fólk er líka heima hjá sér í fastasvefni milli fimm og sjö á morgana þegar níu af hverjum tíu meiriháttar líkamsárásum eiga sér stað. Margir játa það fúslega að þora ekki að heimsækja miðborg Reykjavíkur eftir að skyggja tekur, enda á hún að vera eins og löglaus vígvöllur um helgar. Þetta ástand er stórlega ýkt ef ekki hreint fals. Það eru örugglega hlutfallslega meiri líkur á því að fá á kjaftinn á sveitaballi en á Laugaveginum aðfaranótt laugardags. Í könnun sem var gerð meðal landsmanna fyrir fáeinum árum kom í ljós að því fjær sem fólk bjó miðbænum, þeim mun hræddara var það við hann, enda hafði það fólk ekki aðra mynd af honum en þá sem það las eða heyrði um í fjölmiðlum. En ekki vera hrædd. Við Íslendingar erum svo gæfusamir að búa í einhverju öruggasta samfélagi í heimi. Ekki láta neinn telja ykkur trú um annað.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun