Gerði góð kaup á Flórída 28. apríl 2005 00:01 Auður Ólafsdóttir æfir hópfimleika með Stjörnunni og veldur það henni ansi miklum hausverk þegar hún er beðin um að draga fram uppáhaldsflíkina sína. "Ég átti í miklum erfiðleikum með að finna eitthvað sem er algjörlega ómissandi í fataskápnum mínum en fann loksins pils sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég keypti það á Flórída fyrir tveimur árum síðan. Ég sá það í verslunarmiðstöð og gekk síðan heilan hring um miðstöðina áður en ég keypti það. Mér fannst ekki mjög praktískt að labba inn í fyrstu búðina í verslunarmiðstöðinni og kaupa eitthvað," segir Auður og hlær. "Pilsið er svart með túrkísbláum blómum á og missítt. Það er í sparilegri kantinum þannig að ég nota það þegar ég fer eitthvað fínt út að skemmta mér," segir Auður sem var aldeilis framsýn þar sem túrkísblár er aðaltískuliturinn í sumar. "Já, ég hugsaði einmitt "þetta verður mjög fínt árið 2005"," segir Auður og hlær dátt af þessum praktísku pilsakaupum. Uppáhaldspilsið hennar Auðar var mjög ódýrt og segir Auður verðlagið á Flórída vera ansi lágt. "Það er voðalega gott að kaupa föt þar. Annars kaupi ég mér bara föt þegar ég dett niður á eitthvað sem mér líkar vel við. Ef mig vantar eitthvað þá fer ég á stúfana að kaupa -- en ég er alls ekki alltaf að kaupa mér föt." Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Auður Ólafsdóttir æfir hópfimleika með Stjörnunni og veldur það henni ansi miklum hausverk þegar hún er beðin um að draga fram uppáhaldsflíkina sína. "Ég átti í miklum erfiðleikum með að finna eitthvað sem er algjörlega ómissandi í fataskápnum mínum en fann loksins pils sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég keypti það á Flórída fyrir tveimur árum síðan. Ég sá það í verslunarmiðstöð og gekk síðan heilan hring um miðstöðina áður en ég keypti það. Mér fannst ekki mjög praktískt að labba inn í fyrstu búðina í verslunarmiðstöðinni og kaupa eitthvað," segir Auður og hlær. "Pilsið er svart með túrkísbláum blómum á og missítt. Það er í sparilegri kantinum þannig að ég nota það þegar ég fer eitthvað fínt út að skemmta mér," segir Auður sem var aldeilis framsýn þar sem túrkísblár er aðaltískuliturinn í sumar. "Já, ég hugsaði einmitt "þetta verður mjög fínt árið 2005"," segir Auður og hlær dátt af þessum praktísku pilsakaupum. Uppáhaldspilsið hennar Auðar var mjög ódýrt og segir Auður verðlagið á Flórída vera ansi lágt. "Það er voðalega gott að kaupa föt þar. Annars kaupi ég mér bara föt þegar ég dett niður á eitthvað sem mér líkar vel við. Ef mig vantar eitthvað þá fer ég á stúfana að kaupa -- en ég er alls ekki alltaf að kaupa mér föt."
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira