Í húsi Titos 28. apríl 2005 00:01 Er staddur í Sloveníu. Vaknaði í morgun í stórri villu sem sjálfur Tito marskálkur lét reisa sér eftir stríðið við stöðuvatnid í Bled. Það var fuglasöngur fyrir utan gluggann, skógurinn speglaðist í spegilsléttu vatninu. Á lítilli eyju úti í miðju vatninu stendur kirkja. Svo er þetta umkringt fjöllum sem teygja sig upp í hatt í 3000 metra hæð. Ætla á eftir að ganga upp í gljúfur sem er hér fyrir ofan með stórum fossi, kannski förum við líka lengra upp í fjöllin en þó ekki alla leið upp á topp. Það er víst heldur ekki ráðlegt á þessum árstíma. --- --- --- Gekk hér um húsið í morgun. Þetta er byggt í fremur kommalegum stíl eftirstríðsáranna, skiptast á persnesk teppi og rauð flosteppi, stólarnir eru djúpir og þægilegir, mikið af kristalsljósakronum en veggirnir eru frekar berir. Þetta er svona "retro-chic" - Wallpaper-liðið myndi elska það. Ég álpaðist inn í fundarsal sem er skreyttur stórum veggmyndum í sósialrealiskum stíl; lýsa baráttunni gegn nasistum og sigri skæruliða Titos. Á síðustu myndinni hafa verkamenn og bændur sigrað; móðir heldur á barni sínu og júgoslavneskum fána með rísandi verksmiðjur í bakgrunni. Í lobbíinu var mér sagt að listamaðurinn hefði verið frægasti kirkjumálari Slóveníu. Hann hefði verið fenginn til að mála veggmyndirnar og ekki fengið nein laun fyrir nema upphefðina. Fólkið í sveitinni var notað sem fyrirmyndir. En sveitin var frekar fámenn svo listamaðurinn notaði sama fólkið oftar enn einu sinni; þannig má til dæmis sjá sama manninn, garðyrkjumann við villuna, fimm sinnum á myndunum í ýmsum gervum. Hér í feiknastórum garðinum eru líka gömul varðskýli. Eitthvað hafa þeir þurft að passa upp á karlinn á árunum þegar Stalín hataðist við hann og vildi láta drepa hann. Ég velti fyrir mér hvort andi karlsins sé hér í húsinu. Einn af þjónunum sagði okkur í gær að Tito hefði verið "fínn karl sem hafði gaman af veiðum, stelpum og góðu viskíi". Það eru myndir af honum hér víða um húsið. Íslenskur vinur minn sem var giftur konu frá Króatíu á tíma Titos og kom oft til gömlu Júgóslavíu sagði eitt sinn við mig að þar hefði verið "fín stemming". Í gær var þjóðhátíðardagur hér, dagur frelsunarinnar. Upprunalega var fagnað frelsuninni frá nasistum. Dagurinn mun þó hafa breytt nokkuð um inntak, nú snýst hann almennt um frelsi þessarar litlu þjóðar. Sennilega líka undan karli eins og Tito. --- --- --- Annars er þetta vinalegt liítið land. Það er hægt að komast landshorna á milli á fáum klukkutímum. Við vorum tvo daga í Ljubljana og þá braust sólin fram eftir rigningar í margar vikur segja heimamenn mér. Ljubljana er mjög falleg, það er rétt sem sagt er að hún líkist smækkaðri útgáfu af Prag. Fljót rennur í gegnum borgina, tré slúta yfir vatnið, á bökkunum eru útikaffihus og ungt fólk Ögn ofar við ánna er svo matarmarkaður í gömlum stíl evrópskra borga. Það eru slátrarabúðir í stórum kjallara, brauðbúðir í langri byggingu með súlnagöngum sem liggur meðfram ánni en á torgi er selt grænmeti og ávextir - virkar allt miklu ferskara, hollara og betra en í súpermörkuðum nútímans. Þetta eru alvöru lífsgæði. Allt er þetta frekar í stíl sem minnir á veldi Habsborgara - arkitektúrinn líkist því sem maður finnur í Austurríki og Ungverjalandi. Maður er staddur í Mið-Evrópu, enda er sagt að Slóvenar líti heldur niður á slavana sem búa í löndunum fyrir sunnan. --- --- --- Hér væri hægt að gera margar myndir um ævi Mozarts. Mér datt jafnvel í hug að setjast hér að og stofna umboðsskrifstofu til að aðstoða þá sem vilja búa til myndir um ævi Mozarts í trúverðugu umhverfi. Það mætti til dæmis gera myndina "Mozart - mögru árin". Mozart leigir í hrörlegu húsi sem ég hef komið auga á, gulu með hálmþaki og litlum gluggum.Leigusalinn er kerling sem er sífellt að suða í honum að borga leiguna. Hann þorir varla heim og mörg meistaraverk bíða ósamin. Sum þeirra hafa reyndar farið á eldinn í vetrarkuldanum. Þar á meðal Eine kleine Nachtmusik. En nú er komið vor og góð kona hefur séð aumur á Mozart og gefur honum þjóðarréttina "svinski" (svínasteik) og "mandli" (brenndar möndlur). Konan: "Jæja, Mozart minn, líður þér ekki betur?" Mozart: "Jú, nú ætti ég að geta samið Töfraflautuna." Konan: "Hvernig er það, þekkir þú Beethoven?" Mozart: "Jú, en hann er ekki ennþá fæddur." Konan: "En Tunglskinssónatan er svo afskaplega falleg." Mozart: "Það er víst rétt hjá þér, madame." --- --- --- Jæja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Er staddur í Sloveníu. Vaknaði í morgun í stórri villu sem sjálfur Tito marskálkur lét reisa sér eftir stríðið við stöðuvatnid í Bled. Það var fuglasöngur fyrir utan gluggann, skógurinn speglaðist í spegilsléttu vatninu. Á lítilli eyju úti í miðju vatninu stendur kirkja. Svo er þetta umkringt fjöllum sem teygja sig upp í hatt í 3000 metra hæð. Ætla á eftir að ganga upp í gljúfur sem er hér fyrir ofan með stórum fossi, kannski förum við líka lengra upp í fjöllin en þó ekki alla leið upp á topp. Það er víst heldur ekki ráðlegt á þessum árstíma. --- --- --- Gekk hér um húsið í morgun. Þetta er byggt í fremur kommalegum stíl eftirstríðsáranna, skiptast á persnesk teppi og rauð flosteppi, stólarnir eru djúpir og þægilegir, mikið af kristalsljósakronum en veggirnir eru frekar berir. Þetta er svona "retro-chic" - Wallpaper-liðið myndi elska það. Ég álpaðist inn í fundarsal sem er skreyttur stórum veggmyndum í sósialrealiskum stíl; lýsa baráttunni gegn nasistum og sigri skæruliða Titos. Á síðustu myndinni hafa verkamenn og bændur sigrað; móðir heldur á barni sínu og júgoslavneskum fána með rísandi verksmiðjur í bakgrunni. Í lobbíinu var mér sagt að listamaðurinn hefði verið frægasti kirkjumálari Slóveníu. Hann hefði verið fenginn til að mála veggmyndirnar og ekki fengið nein laun fyrir nema upphefðina. Fólkið í sveitinni var notað sem fyrirmyndir. En sveitin var frekar fámenn svo listamaðurinn notaði sama fólkið oftar enn einu sinni; þannig má til dæmis sjá sama manninn, garðyrkjumann við villuna, fimm sinnum á myndunum í ýmsum gervum. Hér í feiknastórum garðinum eru líka gömul varðskýli. Eitthvað hafa þeir þurft að passa upp á karlinn á árunum þegar Stalín hataðist við hann og vildi láta drepa hann. Ég velti fyrir mér hvort andi karlsins sé hér í húsinu. Einn af þjónunum sagði okkur í gær að Tito hefði verið "fínn karl sem hafði gaman af veiðum, stelpum og góðu viskíi". Það eru myndir af honum hér víða um húsið. Íslenskur vinur minn sem var giftur konu frá Króatíu á tíma Titos og kom oft til gömlu Júgóslavíu sagði eitt sinn við mig að þar hefði verið "fín stemming". Í gær var þjóðhátíðardagur hér, dagur frelsunarinnar. Upprunalega var fagnað frelsuninni frá nasistum. Dagurinn mun þó hafa breytt nokkuð um inntak, nú snýst hann almennt um frelsi þessarar litlu þjóðar. Sennilega líka undan karli eins og Tito. --- --- --- Annars er þetta vinalegt liítið land. Það er hægt að komast landshorna á milli á fáum klukkutímum. Við vorum tvo daga í Ljubljana og þá braust sólin fram eftir rigningar í margar vikur segja heimamenn mér. Ljubljana er mjög falleg, það er rétt sem sagt er að hún líkist smækkaðri útgáfu af Prag. Fljót rennur í gegnum borgina, tré slúta yfir vatnið, á bökkunum eru útikaffihus og ungt fólk Ögn ofar við ánna er svo matarmarkaður í gömlum stíl evrópskra borga. Það eru slátrarabúðir í stórum kjallara, brauðbúðir í langri byggingu með súlnagöngum sem liggur meðfram ánni en á torgi er selt grænmeti og ávextir - virkar allt miklu ferskara, hollara og betra en í súpermörkuðum nútímans. Þetta eru alvöru lífsgæði. Allt er þetta frekar í stíl sem minnir á veldi Habsborgara - arkitektúrinn líkist því sem maður finnur í Austurríki og Ungverjalandi. Maður er staddur í Mið-Evrópu, enda er sagt að Slóvenar líti heldur niður á slavana sem búa í löndunum fyrir sunnan. --- --- --- Hér væri hægt að gera margar myndir um ævi Mozarts. Mér datt jafnvel í hug að setjast hér að og stofna umboðsskrifstofu til að aðstoða þá sem vilja búa til myndir um ævi Mozarts í trúverðugu umhverfi. Það mætti til dæmis gera myndina "Mozart - mögru árin". Mozart leigir í hrörlegu húsi sem ég hef komið auga á, gulu með hálmþaki og litlum gluggum.Leigusalinn er kerling sem er sífellt að suða í honum að borga leiguna. Hann þorir varla heim og mörg meistaraverk bíða ósamin. Sum þeirra hafa reyndar farið á eldinn í vetrarkuldanum. Þar á meðal Eine kleine Nachtmusik. En nú er komið vor og góð kona hefur séð aumur á Mozart og gefur honum þjóðarréttina "svinski" (svínasteik) og "mandli" (brenndar möndlur). Konan: "Jæja, Mozart minn, líður þér ekki betur?" Mozart: "Jú, nú ætti ég að geta samið Töfraflautuna." Konan: "Hvernig er það, þekkir þú Beethoven?" Mozart: "Jú, en hann er ekki ennþá fæddur." Konan: "En Tunglskinssónatan er svo afskaplega falleg." Mozart: "Það er víst rétt hjá þér, madame." --- --- --- Jæja.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun