Arenas lofar að leika betur 27. apríl 2005 00:01 Gilbert Arenas hjá Washington Wizards hefur lofað að leika betur en í fyrsta leiknum, þegar hans menn mæta Chicago öðru sinni í úrslitakeppni austurdeildarinnar í kvöld. Arenas og Antawn Jamison, sem báðir eru stjörnu-leikmenn, náðu sér alls ekki á strik í fyrsta leiknum og heita að bæta fyrir það í kvöld. Fyrsti leikurinn erfiður "Þetta var dálítið öðruvísi en ég á að venjast, " sagði bakvörðurinn skemmtilegi í viðtali í dag, en hann er að leika í sinni fyrstu úrslitakeppni. "Allir áhorfendurnir stóðu og öskruðu allan leikinn, hvert einasta sæti var uppselt og fólk var gargandi á mann. Ég verð að viðurkenna að þetta sló mig pínulítið út af laginu, en ég er búinn að jafna mig. Þetta var bara einn leikur," sagði hann. Arenas hitti aðeins úr 3 af 19 skotum sínum í fyrsta leiknum og það er mál manna að Washington þurfi að fá meira frá honum og Jamison til að eiga möguleika gegn frísku liði Chicago. Aðeins Larry Hughes, sá þriðji af hinum "stóru þremur" hjá Washington, náði sér á strik í fyrsta leiknum, en hann skoraði 31 stig og var frábær. Breytum engu "Þessir þrír skora alltaf megnið af stigunum fyrir lið þeirra, það er vitað mál," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago. "Þeir munu líka halda áfram að skora mikið fyrir þá alla seríuna á móti okkur, en takmarkið er að reyna að sjá til þess að þeir nýti sem fæst af öllum þessum skotum," bætti hann við. Það væri asnalegt af okkur að breyta út af því sem við erum búnir að vera að gera í allan vetur, því það hefur verið árangursríkt," sagði Skiles. NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Gilbert Arenas hjá Washington Wizards hefur lofað að leika betur en í fyrsta leiknum, þegar hans menn mæta Chicago öðru sinni í úrslitakeppni austurdeildarinnar í kvöld. Arenas og Antawn Jamison, sem báðir eru stjörnu-leikmenn, náðu sér alls ekki á strik í fyrsta leiknum og heita að bæta fyrir það í kvöld. Fyrsti leikurinn erfiður "Þetta var dálítið öðruvísi en ég á að venjast, " sagði bakvörðurinn skemmtilegi í viðtali í dag, en hann er að leika í sinni fyrstu úrslitakeppni. "Allir áhorfendurnir stóðu og öskruðu allan leikinn, hvert einasta sæti var uppselt og fólk var gargandi á mann. Ég verð að viðurkenna að þetta sló mig pínulítið út af laginu, en ég er búinn að jafna mig. Þetta var bara einn leikur," sagði hann. Arenas hitti aðeins úr 3 af 19 skotum sínum í fyrsta leiknum og það er mál manna að Washington þurfi að fá meira frá honum og Jamison til að eiga möguleika gegn frísku liði Chicago. Aðeins Larry Hughes, sá þriðji af hinum "stóru þremur" hjá Washington, náði sér á strik í fyrsta leiknum, en hann skoraði 31 stig og var frábær. Breytum engu "Þessir þrír skora alltaf megnið af stigunum fyrir lið þeirra, það er vitað mál," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago. "Þeir munu líka halda áfram að skora mikið fyrir þá alla seríuna á móti okkur, en takmarkið er að reyna að sjá til þess að þeir nýti sem fæst af öllum þessum skotum," bætti hann við. Það væri asnalegt af okkur að breyta út af því sem við erum búnir að vera að gera í allan vetur, því það hefur verið árangursríkt," sagði Skiles.
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira