Miami 2 - New Jersey 0 27. apríl 2005 00:01 Lið New Jersey virðist ekki ætla að verða Miami Heat mikil fyrirstaða í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni. Ekki á meðan Heat fær framlag frá varamönnum sínum í borð við það sem Alonzo Mourning sýndi í 104-87 sigri þeirra í gær. Mourining lék fyrir lið New Jersey fyrir ekki alls löngu, en í nótt fór ekki á milli mála að hann er orðinn leikmaður Miami Heat, því hann skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst á aðeins 16 mínútum í leiknum og framlag hans af varamannabekknum gerði endanlega útslagið fyrir lið New Jersey, sem nú er komið undir 2-0 í einvíginu. Eins og í fyrsta leiknum, var það fjölbreyttur sóknarleikur Miami sem skóp sigurinn, en New Jersey þarf að treysta á stórleik frá þeim Jason Kidd og Vince Carter í hverjum einasta leik. Það var þó Nenad Krstic sem var atkvæðamestur þeirra í nótt, en lið hans náði aldrei að ógna heimamönnum. "Það er mikilvægt að hver einasti maður í liðinu sé tilbúinn þegar kallið kemur og þá verður maður að nýta það," sagði Mourning þegar hann var spurður út í stórleik sinn í nótt. "Það var Hulk sem bar Súpermann í dag," sagði Shaquille O´Neal, af sinni alkunnu snilld eftir leikinn, en hann er með viðurnefni á alla í Miami liðinu og kallar sjálfan sig Súpermann, Dwayne Wade kallar hann Hvell-Geira og nú virðist hann vera farinn að kalla Alonzo Mourning einfaldlega Hulk. "Þetta er ekki búið, þeir héldu heimavallarréttinum og það er ekki heimsendir. Við getum enn gert einhvern usla í þessu einvígi," sagði Vince Carter hjá Nets eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Miami:Alonzo Mourning 21 stig (9 frák), Dwayne Wade 17 stig (10 stoðs), Shaquille O´Neal 14 stig (10 frák), Eddie Jones 14 stig, Damon Jones 14 stig, Keyon Dooling 10 stig. Atkvæðamestir hjá New Jersey: Nenad Krstic 27 stig (8 frák), Vince Carter 21 stig, Richard Jefferson 14 stig, Jason Kidd 10 stig (6 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Travis Best 9 stig. NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Sjá meira
Lið New Jersey virðist ekki ætla að verða Miami Heat mikil fyrirstaða í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni. Ekki á meðan Heat fær framlag frá varamönnum sínum í borð við það sem Alonzo Mourning sýndi í 104-87 sigri þeirra í gær. Mourining lék fyrir lið New Jersey fyrir ekki alls löngu, en í nótt fór ekki á milli mála að hann er orðinn leikmaður Miami Heat, því hann skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst á aðeins 16 mínútum í leiknum og framlag hans af varamannabekknum gerði endanlega útslagið fyrir lið New Jersey, sem nú er komið undir 2-0 í einvíginu. Eins og í fyrsta leiknum, var það fjölbreyttur sóknarleikur Miami sem skóp sigurinn, en New Jersey þarf að treysta á stórleik frá þeim Jason Kidd og Vince Carter í hverjum einasta leik. Það var þó Nenad Krstic sem var atkvæðamestur þeirra í nótt, en lið hans náði aldrei að ógna heimamönnum. "Það er mikilvægt að hver einasti maður í liðinu sé tilbúinn þegar kallið kemur og þá verður maður að nýta það," sagði Mourning þegar hann var spurður út í stórleik sinn í nótt. "Það var Hulk sem bar Súpermann í dag," sagði Shaquille O´Neal, af sinni alkunnu snilld eftir leikinn, en hann er með viðurnefni á alla í Miami liðinu og kallar sjálfan sig Súpermann, Dwayne Wade kallar hann Hvell-Geira og nú virðist hann vera farinn að kalla Alonzo Mourning einfaldlega Hulk. "Þetta er ekki búið, þeir héldu heimavallarréttinum og það er ekki heimsendir. Við getum enn gert einhvern usla í þessu einvígi," sagði Vince Carter hjá Nets eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Miami:Alonzo Mourning 21 stig (9 frák), Dwayne Wade 17 stig (10 stoðs), Shaquille O´Neal 14 stig (10 frák), Eddie Jones 14 stig, Damon Jones 14 stig, Keyon Dooling 10 stig. Atkvæðamestir hjá New Jersey: Nenad Krstic 27 stig (8 frák), Vince Carter 21 stig, Richard Jefferson 14 stig, Jason Kidd 10 stig (6 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Travis Best 9 stig.
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Sjá meira