Kemst ÍBV í fyrsta sinn í úrslit? 23. apríl 2005 00:01 Eyjamenn geta brotið blað í sögu karlahandboltaliðs félagsins vinni þeir oddaleikinn gegn ÍR í Eyjum í dag en með því kemst liðið í fyrsta sinn í lokaúrslit úrslitakeppninnar. Liðin hafa unnið hvor sinn heimaleikinn, ÍBV vann fyrsta leikinn í Eyjum 30-29 og ÍR jafnaði metin með 33-29 sigri í öðrum leiknum í Austurbergi. Það hefur verið hart tekist á í báðum leikjum og dómarar hafa meðal annars rekið leikmenn liðanna útaf í 68 mínútur í þessum tveimur leikjum. ÍR-ingar eiga hins vegar möguleika á að komast í lokaúrslitin í annað skipti á þremur árum en Breiðhyltingar töpuðu einmitt í bráðabana í oddaleik undanúrslitanna í fyrra. Roland Valur Eradze fékk ekkert að spila síðustu 20 mínúturnar í síðasta leik en náði samt verja yfir 20 bolta í leiknum og hefur því gert það í öllum fjórum leikjum úrslitakeppninnar. Roland hefur varið 24,5 skot að meðaltali í leik og 47,8% þeirra skota sem á hann hafa komið. ÍR-ingurinn Hannes Jón Jónsson er markahæsti leikmaður einvígisins til þessa auk þess að eiga ófáar stoðsendingarnar en Hannes hefur nýtt 15 af 21 skoti sínu í leikjunum tveimur sem gerir frábæra 71% skotnýtingu. „Áhorfendur eiga að vera kolvitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn, það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta, búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið eftir annan leikinn. Það má búast við að Eyjamenn taki hann á orðinu og fjölmenni í Höllina í dag en eins má búast við að harðir stuðningsmenn Breiðhyltinga láti heldur ekki sitt eftir liggja. Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í úrslitunum gegn meisturum síðustu tveggja ára, Haukum. Flest mörk ÍBV í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Samúel Ívar Árnason 14/6 (23/8) Tite Kalandaze 12 (21) Zoltan Belányi 11/3 (17/4) Sigurður Ari Stefánsson 9 (21) Flest mörk ÍR í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Hannes Jón Jónsson 15/5 (21/6) Bjarni Fritzson 10 (16) Ólafur Sigurjónsson 10/1 (18/1) Tryggvi Haraldsson 8 (16) Ingimundur Ingimundarson 8/4 (21/6) Íslenski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Eyjamenn geta brotið blað í sögu karlahandboltaliðs félagsins vinni þeir oddaleikinn gegn ÍR í Eyjum í dag en með því kemst liðið í fyrsta sinn í lokaúrslit úrslitakeppninnar. Liðin hafa unnið hvor sinn heimaleikinn, ÍBV vann fyrsta leikinn í Eyjum 30-29 og ÍR jafnaði metin með 33-29 sigri í öðrum leiknum í Austurbergi. Það hefur verið hart tekist á í báðum leikjum og dómarar hafa meðal annars rekið leikmenn liðanna útaf í 68 mínútur í þessum tveimur leikjum. ÍR-ingar eiga hins vegar möguleika á að komast í lokaúrslitin í annað skipti á þremur árum en Breiðhyltingar töpuðu einmitt í bráðabana í oddaleik undanúrslitanna í fyrra. Roland Valur Eradze fékk ekkert að spila síðustu 20 mínúturnar í síðasta leik en náði samt verja yfir 20 bolta í leiknum og hefur því gert það í öllum fjórum leikjum úrslitakeppninnar. Roland hefur varið 24,5 skot að meðaltali í leik og 47,8% þeirra skota sem á hann hafa komið. ÍR-ingurinn Hannes Jón Jónsson er markahæsti leikmaður einvígisins til þessa auk þess að eiga ófáar stoðsendingarnar en Hannes hefur nýtt 15 af 21 skoti sínu í leikjunum tveimur sem gerir frábæra 71% skotnýtingu. „Áhorfendur eiga að vera kolvitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn, það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta, búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið eftir annan leikinn. Það má búast við að Eyjamenn taki hann á orðinu og fjölmenni í Höllina í dag en eins má búast við að harðir stuðningsmenn Breiðhyltinga láti heldur ekki sitt eftir liggja. Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í úrslitunum gegn meisturum síðustu tveggja ára, Haukum. Flest mörk ÍBV í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Samúel Ívar Árnason 14/6 (23/8) Tite Kalandaze 12 (21) Zoltan Belányi 11/3 (17/4) Sigurður Ari Stefánsson 9 (21) Flest mörk ÍR í fyrstu tveimur leikjunum: (Skot) Hannes Jón Jónsson 15/5 (21/6) Bjarni Fritzson 10 (16) Ólafur Sigurjónsson 10/1 (18/1) Tryggvi Haraldsson 8 (16) Ingimundur Ingimundarson 8/4 (21/6)
Íslenski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira