Tilþrifalítill Haukasigur 23. apríl 2005 00:01 Þótt ÍBV hafi skorað fyrsta mark leiksins voru það Haukar sem höfðu öll völd á vellinum nánast frá fyrstu mínútu. Þær keyrðu grimmt á Eyjastúlkur og röðuðu inn mörkum úr hraðaupphlaupum. Þær voru á góðri leið með að sökkva Eyjaliðinu þegar Alfreð Finnsson brá á það ráð að taka leikhlé eftir aðeins 12 mínútna leik en þá var staðan 6-2 fyrir Hauka. Eyjastúlkur rönkuðu aðeins við sér í kjölfarið en Haukastúlkur héldu áfram að keyra hratt og náðu fimm marka forystu, 10-5, en þá kom fínn kippur hjá gestunum og þær voru ekki fjarri heimastúlkum í leikhléi, 12-9. Það er reyndar ótrúlegt að munurinn skuli ekki hafa verið meiri í leikhléi því Alla Gokorian var sú eina sem lék af eðlilegri getu í fyrri hálfleik ásamt Florentinu Grecu markverði. Aðrir leikmenn voru einfaldlega í felum og ekki í neinum takti við leikinn. Eltingarleikurinn hélt áfram í fyrri hálfleik. Haukar héldu ÍBV í hæfilegri fjarlægð og þegar Eyjastúlkur komust óþægilega nærri var stigið á bensínið á ný. Næst komust Eyjastúlkur að jafna í stöðunni 19-18 en lengra komust þær ekki. Haukastúlkur fögnuðu sigri sem var vart til orða tekið tilþrifalítill. Þær spiluðu mjög góða vörn framan af en svo fjaraði undan henni sem og sóknarleiknum. Hann var mjög skynsamur framan af, Haukar léku langar og skynsamar sóknir þar sem beðið var eftir góðu skotfæri en allur taktur datt úr sóknarleiknum eftir því sem leið á leikinn. Erna Þráinsdóttir lék best Hauka, nýtti skotin sín vel og skoraði góð mörk úr hraðaupphlaupum. Aðrir sóknarleikmenn Hauka léku undir getu en Ramune Pekarskyte getur þó afsakað sig með að hafa verið tekin úr umferð nánast allan leikinn. Ef Haukastúlkur voru slakar í leiknum þá voru Eyjastúlkur skelfilegar. Grecu varði ágætlega eins og oft áður en allt of fáir leikmenn lögðu lóð sín á vogarskálarnar út á vellinum. Lengi vel biðu Eyjastúlkur eftir því að Alla tæki af skarið og ef hún gerði það ekki runnu sóknir liðsins út í sandinn. Patsiou hóf leikinn allt of seint og Eva Björk hefði mátt reyna mikið meira því hún skoraði nánast í hvert skipti sem hún vildi. Bæði lið eiga mikið inni miðað við þessa viðureign og leiðin hjá þeim getur ekki legið annað en upp á við eftir þessa slöku frammistöðu. Haukastúlkum er eflaust slétt sama um hversu slakar þær voru því þær sigruðu og það er það eina sem skiptir máli. "Við byrjuðum ágætlega en síðan hleyptum við þeim inn í leikinn en blessunarlega tókum við þetta á lokasprettinum og kláruðum leikinn," sagði hornamaðurinn Hanna Guðrún Stefánsdóttir sem hefur oft leikið betur en öll hennar mörk komu úr vítum og hraðaupphlaupum. "Við vorum ekki að spila vel í dag og því er léttir að hafa samt sigrað. Það verður fjör að fara til Eyja í næsta leik en okkur hefur ekki gengið vel þar hingað til en það er kominn tími á sigur þar og við ætlum okkur að ná sigri þar í næsta leik," sagði Hanna Guðrún. Haukar-ÍBV 22-19 (12-9).Mörk Hauka (skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 6/4 (9/5), Erna Þráinsdóttir 4 (7), Ramune Pekarskyte 4 (8), Inga Fríða Tryggvadóttir 2 (2), Martha Hermannsdóttir 2 (4), Harpa Melsted 2 (7), Anna Halldórsdóttir 1 (1), Ragnhildur Guðmundsdóttir 1 (6). Hraðaupphlaup: 7 (Erna 3, Hanna 2, Harpa, Inga Fríða). Fiskuð víti: 5 (Inga Fríða, Hanna, Erna, Martha, Ragnhildur). Varin skot: Helga Torfadóttir 12, Kristina Matuzeviciute 3. Mörk ÍBV (skot): Alla Gokorian 7/2 (18/2), Eva Björk Hlöðversdóttir 5 (5), Anastasia Patsiou 5 (9), Tatjana Zukovska 1 (2), Darinka Stefanovic 1 (1). Hraðaupphlaup: 0. Fiskuð víti: 2 (Alla, Patsiou). Íslenski handboltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira
Þótt ÍBV hafi skorað fyrsta mark leiksins voru það Haukar sem höfðu öll völd á vellinum nánast frá fyrstu mínútu. Þær keyrðu grimmt á Eyjastúlkur og röðuðu inn mörkum úr hraðaupphlaupum. Þær voru á góðri leið með að sökkva Eyjaliðinu þegar Alfreð Finnsson brá á það ráð að taka leikhlé eftir aðeins 12 mínútna leik en þá var staðan 6-2 fyrir Hauka. Eyjastúlkur rönkuðu aðeins við sér í kjölfarið en Haukastúlkur héldu áfram að keyra hratt og náðu fimm marka forystu, 10-5, en þá kom fínn kippur hjá gestunum og þær voru ekki fjarri heimastúlkum í leikhléi, 12-9. Það er reyndar ótrúlegt að munurinn skuli ekki hafa verið meiri í leikhléi því Alla Gokorian var sú eina sem lék af eðlilegri getu í fyrri hálfleik ásamt Florentinu Grecu markverði. Aðrir leikmenn voru einfaldlega í felum og ekki í neinum takti við leikinn. Eltingarleikurinn hélt áfram í fyrri hálfleik. Haukar héldu ÍBV í hæfilegri fjarlægð og þegar Eyjastúlkur komust óþægilega nærri var stigið á bensínið á ný. Næst komust Eyjastúlkur að jafna í stöðunni 19-18 en lengra komust þær ekki. Haukastúlkur fögnuðu sigri sem var vart til orða tekið tilþrifalítill. Þær spiluðu mjög góða vörn framan af en svo fjaraði undan henni sem og sóknarleiknum. Hann var mjög skynsamur framan af, Haukar léku langar og skynsamar sóknir þar sem beðið var eftir góðu skotfæri en allur taktur datt úr sóknarleiknum eftir því sem leið á leikinn. Erna Þráinsdóttir lék best Hauka, nýtti skotin sín vel og skoraði góð mörk úr hraðaupphlaupum. Aðrir sóknarleikmenn Hauka léku undir getu en Ramune Pekarskyte getur þó afsakað sig með að hafa verið tekin úr umferð nánast allan leikinn. Ef Haukastúlkur voru slakar í leiknum þá voru Eyjastúlkur skelfilegar. Grecu varði ágætlega eins og oft áður en allt of fáir leikmenn lögðu lóð sín á vogarskálarnar út á vellinum. Lengi vel biðu Eyjastúlkur eftir því að Alla tæki af skarið og ef hún gerði það ekki runnu sóknir liðsins út í sandinn. Patsiou hóf leikinn allt of seint og Eva Björk hefði mátt reyna mikið meira því hún skoraði nánast í hvert skipti sem hún vildi. Bæði lið eiga mikið inni miðað við þessa viðureign og leiðin hjá þeim getur ekki legið annað en upp á við eftir þessa slöku frammistöðu. Haukastúlkum er eflaust slétt sama um hversu slakar þær voru því þær sigruðu og það er það eina sem skiptir máli. "Við byrjuðum ágætlega en síðan hleyptum við þeim inn í leikinn en blessunarlega tókum við þetta á lokasprettinum og kláruðum leikinn," sagði hornamaðurinn Hanna Guðrún Stefánsdóttir sem hefur oft leikið betur en öll hennar mörk komu úr vítum og hraðaupphlaupum. "Við vorum ekki að spila vel í dag og því er léttir að hafa samt sigrað. Það verður fjör að fara til Eyja í næsta leik en okkur hefur ekki gengið vel þar hingað til en það er kominn tími á sigur þar og við ætlum okkur að ná sigri þar í næsta leik," sagði Hanna Guðrún. Haukar-ÍBV 22-19 (12-9).Mörk Hauka (skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 6/4 (9/5), Erna Þráinsdóttir 4 (7), Ramune Pekarskyte 4 (8), Inga Fríða Tryggvadóttir 2 (2), Martha Hermannsdóttir 2 (4), Harpa Melsted 2 (7), Anna Halldórsdóttir 1 (1), Ragnhildur Guðmundsdóttir 1 (6). Hraðaupphlaup: 7 (Erna 3, Hanna 2, Harpa, Inga Fríða). Fiskuð víti: 5 (Inga Fríða, Hanna, Erna, Martha, Ragnhildur). Varin skot: Helga Torfadóttir 12, Kristina Matuzeviciute 3. Mörk ÍBV (skot): Alla Gokorian 7/2 (18/2), Eva Björk Hlöðversdóttir 5 (5), Anastasia Patsiou 5 (9), Tatjana Zukovska 1 (2), Darinka Stefanovic 1 (1). Hraðaupphlaup: 0. Fiskuð víti: 2 (Alla, Patsiou).
Íslenski handboltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira