Haukar sigurstranglegir 22. apríl 2005 00:01 Fyrsti leikur Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna verður háður á Ásvöllum í dag. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunar, hallast að nokkuð öruggum sigri Haukastúlkna í einvíginu. Leið liðanna tveggja í úrslitaleikina var nokkuð ólík, því á meðan Haukastúlkur völtuðu yfir alla andstæðinga sína lentu Eyjastúlkur í hörkurimmu við lið Stjörnunnar og höfðu að lokum 2-1 sigur. Haukaliðið er vel mannað, er deildarmeistari og hefur heimavallarréttinn í úrslitarimmunni og því má reikna með að á brattann verði að sækja fyrir Eyjastúlkur í úrslitunum. Fréttablaðið ræddi við Erlend Ísfeld, þjálfara Stjörnunar, og fékk hann til að spá í úrslitarimmuna sem hefst í dag."Ég hugsa að ég verði nú að tippa á að Haukarnir vinni þetta. Ef þú hefðir spurt mig fyrir um mánuði síðan hefði ég sagt 3-0 fyrir Hauka, en mér finnst Eyjaliðið hafa farið mjög vaxandi í úrslitakeppninni og þær léku gríðarlega vel á móti okkur, svo ég held ég segi frekar 3-1. Haukarnir vinna fyrsta leikinn og stela svo einum í Eyjum. Mér sýnist það vera um það bil styrksmunurinn á liðunum tveimur. Haukaliðið er mjög vel mannað og breiddin er svo góð að þær geta unnið leiki þó að jafnvel þrjár eða fjórar af þeim eigi ekkert sérstakan dag. Eyjaliðið þarf að eiga hvern toppleikinn á fætur öðrum til að eiga séns í þær og maður á frekar erfitt með að sjá það gerast," sagði Erlendur.Það er auðvitað engin ástæða til að afskrifa ÍBV, þær eru mjög seigar og ég held að þær fari eins langt og Anna Gorkorian fer með þær. Hún er nú að verða komin af léttasta skeiði, en er engu að síður frábær leikmaður. Þetta verður á brattann að sækja fyrir ÍBV og spurning hvort þessar yngri stúlkur hjá þeim hafa þetta rétta hugarfar til að fara í þessa leiki," sagði Erlendur. Fyrsti leikur liðanna er eins og áður sagði á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag og hefst klukkan 16.15. Íslenski handboltinn Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Fyrsti leikur Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna verður háður á Ásvöllum í dag. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunar, hallast að nokkuð öruggum sigri Haukastúlkna í einvíginu. Leið liðanna tveggja í úrslitaleikina var nokkuð ólík, því á meðan Haukastúlkur völtuðu yfir alla andstæðinga sína lentu Eyjastúlkur í hörkurimmu við lið Stjörnunnar og höfðu að lokum 2-1 sigur. Haukaliðið er vel mannað, er deildarmeistari og hefur heimavallarréttinn í úrslitarimmunni og því má reikna með að á brattann verði að sækja fyrir Eyjastúlkur í úrslitunum. Fréttablaðið ræddi við Erlend Ísfeld, þjálfara Stjörnunar, og fékk hann til að spá í úrslitarimmuna sem hefst í dag."Ég hugsa að ég verði nú að tippa á að Haukarnir vinni þetta. Ef þú hefðir spurt mig fyrir um mánuði síðan hefði ég sagt 3-0 fyrir Hauka, en mér finnst Eyjaliðið hafa farið mjög vaxandi í úrslitakeppninni og þær léku gríðarlega vel á móti okkur, svo ég held ég segi frekar 3-1. Haukarnir vinna fyrsta leikinn og stela svo einum í Eyjum. Mér sýnist það vera um það bil styrksmunurinn á liðunum tveimur. Haukaliðið er mjög vel mannað og breiddin er svo góð að þær geta unnið leiki þó að jafnvel þrjár eða fjórar af þeim eigi ekkert sérstakan dag. Eyjaliðið þarf að eiga hvern toppleikinn á fætur öðrum til að eiga séns í þær og maður á frekar erfitt með að sjá það gerast," sagði Erlendur.Það er auðvitað engin ástæða til að afskrifa ÍBV, þær eru mjög seigar og ég held að þær fari eins langt og Anna Gorkorian fer með þær. Hún er nú að verða komin af léttasta skeiði, en er engu að síður frábær leikmaður. Þetta verður á brattann að sækja fyrir ÍBV og spurning hvort þessar yngri stúlkur hjá þeim hafa þetta rétta hugarfar til að fara í þessa leiki," sagði Erlendur. Fyrsti leikur liðanna er eins og áður sagði á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag og hefst klukkan 16.15.
Íslenski handboltinn Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira