ÍR-ingar tryggðu sér oddaleik 21. apríl 2005 00:01 ÍR-ingar tryggðu sér oddaleik í Eyjum með fjögurra marka sigri á ÍBV, 33-29, í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Austurbergi í gær. ÍR-ingar skoruðu fjögur fyrstu mörkin í leiknum og héldu frumkvæðinu út leikinn þrátt fyrir að Eyjamenn hafi náð að minnka muninn niður í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks. Það vakti athygli að Roland Eradze sem varði 20 skot á fyrstu 40 mínútum leiksins var skipt útaf þegar 20 mínútur voru eftir og kom ekkert inná meira í leiknum. Hinum megin var það hinsvegar góð markvarsla Ólafs Hauks Gíslasonar allan leikinn og árangursrík 4:2 vörn á aðalskyttur ÍBV sem lagði grunninn að sigrinum. "Við tóku aðra tvo úr umferð í dag en í lokin á síðasta leik og það gekk upp. Við leystum líka sóknina sem var til vandræða hjá okkur í fyrsta leiknum. Þetta var allt annað. Við gerðum okkur grein fyrir stöðunni, það var núna eða aldrei og það verður það sama upp á teningnum á sunnudaginn," sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR eftir leikinn sem var öllu kátari en kollegi sinn hjá ÍBV.. "Það er alveg sama hvað við gerum. Það voru dæmdir 15 ruðningar á okkur í fyrri hállfeik og við fengum aldrei að stilla upp. Það var allt reynt til að dæma á okkur sóknarlega. Við fáum ekkert að spila okkar leik. Menn eru meðal annars búnir að taka Svavar Vignisson fyrir og það eina sem við getum gert er að taka hann útaf. Við getum ekki leyft honum að spila því dómarnir vilja ekki hafa hann inná," sagði harðorður þjálfari Eyjamanna Erlingur Richardsson eftir leik en gat þó ekki bent á betri dómara til þess að dæma oddaleikinn. "Hvaða dómarar eru í boði, við eigum ekkert betra. Við erum með langtum betra lið og erum til dæmis bara að tapa hér með fjórum mörkum þótt þeir séu með dómarana með sér allan leikinn. Ég stolltur af strákunum fyrir það. Við þurfum bara að fá dómara sem leyfa okkur að spila handbolta. Við erum búnir að fá ná. Áhorfendur eiga að vera kolvitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs," sagði Erlingur eftir leikinn. Tölfræðin úr leiknum:ÍR-ÍBV 33-29 (15-12)Mörk ÍR: Hannes Jón Jónsson 7 (9/1), Tryggvi Haraldsson 7 (12), Ólafur Sigurjónsson 6 (10), Ingimundur Ingimundarson 6/4 (14/6), Fannar Þorbjörnsson 3 (3), Bjarni Fritzson 3 (5), Ragnar Már Helgason 1 (4). Varin skot: Ólafur H. Gíslason 22 (af 48/3, 46%), Hreiðar Guðmundsson 1/1 (af 4/4, 25%) Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Tryggvi 3, Ólafur 1, Bjarni 1) Vítanýting: Skoruðu úr 4 af 7 vítum. Fiskuð víti: Hannes 2, Tryggvi 2, Fannar 2, Karl Gunnarsson Brottvísanir: 16 mínútur. Mörk ÍBV: Samúel Ívar Árnason 9/4 (12/4), Zoltan Belanýi 7/2 (11/3), Tite Kalandaze 5 (7), Kári Kristjánsson 3 (4), Davíð Óskarsson 2 (3), Robert Bognar 2 (3), Sigurður Ari Stefánsson 1 (5), Björgvin Rúnarsson 0 (2). Varin skot: Rolnad Valur Eradze 20 (af 43/3, 47%), Jóhann Ingi Guðmundsson 6/1 (af 16/2, 38%) Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Samúel 1, Belanýi 1, Kári 1) Vítanýting: Skoruðu úr 6 af 7 vítum. Fiskuð víti: Samúel 2, Svavar Vignisson 2, Davíð, Bognar, Sigurður Ari. Brottvísanir: 14 mínútur. Íslenski handboltinn Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
ÍR-ingar tryggðu sér oddaleik í Eyjum með fjögurra marka sigri á ÍBV, 33-29, í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Austurbergi í gær. ÍR-ingar skoruðu fjögur fyrstu mörkin í leiknum og héldu frumkvæðinu út leikinn þrátt fyrir að Eyjamenn hafi náð að minnka muninn niður í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks. Það vakti athygli að Roland Eradze sem varði 20 skot á fyrstu 40 mínútum leiksins var skipt útaf þegar 20 mínútur voru eftir og kom ekkert inná meira í leiknum. Hinum megin var það hinsvegar góð markvarsla Ólafs Hauks Gíslasonar allan leikinn og árangursrík 4:2 vörn á aðalskyttur ÍBV sem lagði grunninn að sigrinum. "Við tóku aðra tvo úr umferð í dag en í lokin á síðasta leik og það gekk upp. Við leystum líka sóknina sem var til vandræða hjá okkur í fyrsta leiknum. Þetta var allt annað. Við gerðum okkur grein fyrir stöðunni, það var núna eða aldrei og það verður það sama upp á teningnum á sunnudaginn," sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR eftir leikinn sem var öllu kátari en kollegi sinn hjá ÍBV.. "Það er alveg sama hvað við gerum. Það voru dæmdir 15 ruðningar á okkur í fyrri hállfeik og við fengum aldrei að stilla upp. Það var allt reynt til að dæma á okkur sóknarlega. Við fáum ekkert að spila okkar leik. Menn eru meðal annars búnir að taka Svavar Vignisson fyrir og það eina sem við getum gert er að taka hann útaf. Við getum ekki leyft honum að spila því dómarnir vilja ekki hafa hann inná," sagði harðorður þjálfari Eyjamanna Erlingur Richardsson eftir leik en gat þó ekki bent á betri dómara til þess að dæma oddaleikinn. "Hvaða dómarar eru í boði, við eigum ekkert betra. Við erum með langtum betra lið og erum til dæmis bara að tapa hér með fjórum mörkum þótt þeir séu með dómarana með sér allan leikinn. Ég stolltur af strákunum fyrir það. Við þurfum bara að fá dómara sem leyfa okkur að spila handbolta. Við erum búnir að fá ná. Áhorfendur eiga að vera kolvitlausir á pöllunum í Eyjum á sunnudaginn það eru skilaboðin frá okkur til þeirra. Þeir eiga ekki að vera með slagsmál og læti heldur eiga þeir að mæta búa til geðveikan hávaða og hvetja okkur til sigurs," sagði Erlingur eftir leikinn. Tölfræðin úr leiknum:ÍR-ÍBV 33-29 (15-12)Mörk ÍR: Hannes Jón Jónsson 7 (9/1), Tryggvi Haraldsson 7 (12), Ólafur Sigurjónsson 6 (10), Ingimundur Ingimundarson 6/4 (14/6), Fannar Þorbjörnsson 3 (3), Bjarni Fritzson 3 (5), Ragnar Már Helgason 1 (4). Varin skot: Ólafur H. Gíslason 22 (af 48/3, 46%), Hreiðar Guðmundsson 1/1 (af 4/4, 25%) Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Tryggvi 3, Ólafur 1, Bjarni 1) Vítanýting: Skoruðu úr 4 af 7 vítum. Fiskuð víti: Hannes 2, Tryggvi 2, Fannar 2, Karl Gunnarsson Brottvísanir: 16 mínútur. Mörk ÍBV: Samúel Ívar Árnason 9/4 (12/4), Zoltan Belanýi 7/2 (11/3), Tite Kalandaze 5 (7), Kári Kristjánsson 3 (4), Davíð Óskarsson 2 (3), Robert Bognar 2 (3), Sigurður Ari Stefánsson 1 (5), Björgvin Rúnarsson 0 (2). Varin skot: Rolnad Valur Eradze 20 (af 43/3, 47%), Jóhann Ingi Guðmundsson 6/1 (af 16/2, 38%) Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Samúel 1, Belanýi 1, Kári 1) Vítanýting: Skoruðu úr 6 af 7 vítum. Fiskuð víti: Samúel 2, Svavar Vignisson 2, Davíð, Bognar, Sigurður Ari. Brottvísanir: 14 mínútur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira