Haukar í úrslit 21. apríl 2005 00:01 Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson og línumaðurinn Vignir Svavarsson lögðu grunninn að 29-27 sigri Hauka á Val í undanúrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitunum en Valsmenn hafa lokið leik í vetur. "Þeir eru einfaldlega með aðeins betra lið en við, það er svo einfalt. En það var einn maður sem vann þennan leik fyrir Hauka í dag. Sá maður var Birkir Ívar Guðmundsson," sagði Heimir Örn Árnason, fyrirliði Valsmanna, í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Birkar Ívar, sem varði 6 skot í fyrri hálfleik en 16 í þeim síðari, var öllu hógværari og sagði frammistöðuna í síðari hálfleik vera bættum varnarleik að þakka. "Við töluðum um það í hálfleik að fara að gera það sem við lögðum upp með fyrir leikinn. Þeir voru að fá allt of opinn skot í fyrri hálfleik en við náðum að loka á þau í þeim síðari. Þegar vörnin er góð þá kemur sjálfkrafa með," sagði Birkir Ívar. Fyrri hálfleikur var gríðarlega jafn framan af og skoruðu liðin nánast til skiptis. Heimamenn í Val náðu góðum leikkafla undir lok fyrri hálfleik og í upphafi þess síðari og komust mest í 17-12. Í þeirri stöðu sagði Birkir Ívar hingað og ekki lengra og hreinlega setti í lás. Á 20 mínútum breyttu Haukar stöðunni úr 17-12 í 22-26 og gekk ekkert upp hjá Valsmönnum. Öll stemningin fór sjálfkrafa yfir til Hauka og vissu heimamenn ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir náðu reyndar að minnka muninn í eitt mark, 25-26, þegar tæpar fimm mínútur voru eftir en þá stigu leikmenn Hauka á bensínið að nýju og fóru að lokum með verðskuldaðan sigur af hólmi. "Þegar við spilum vörnina eins og við gerðum í síðari hálfleik í kvöld eru ekki mörg lið sem standast okkur snúning," sagði Birkir Ívar. Hann segir Hauka að sjálfsögðu ætla sér íslandsmeistaratitilinn. "Það var markmiðið í byrjun betur og stendur enn." Íslenski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Sjá meira
Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson og línumaðurinn Vignir Svavarsson lögðu grunninn að 29-27 sigri Hauka á Val í undanúrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitunum en Valsmenn hafa lokið leik í vetur. "Þeir eru einfaldlega með aðeins betra lið en við, það er svo einfalt. En það var einn maður sem vann þennan leik fyrir Hauka í dag. Sá maður var Birkir Ívar Guðmundsson," sagði Heimir Örn Árnason, fyrirliði Valsmanna, í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Birkar Ívar, sem varði 6 skot í fyrri hálfleik en 16 í þeim síðari, var öllu hógværari og sagði frammistöðuna í síðari hálfleik vera bættum varnarleik að þakka. "Við töluðum um það í hálfleik að fara að gera það sem við lögðum upp með fyrir leikinn. Þeir voru að fá allt of opinn skot í fyrri hálfleik en við náðum að loka á þau í þeim síðari. Þegar vörnin er góð þá kemur sjálfkrafa með," sagði Birkir Ívar. Fyrri hálfleikur var gríðarlega jafn framan af og skoruðu liðin nánast til skiptis. Heimamenn í Val náðu góðum leikkafla undir lok fyrri hálfleik og í upphafi þess síðari og komust mest í 17-12. Í þeirri stöðu sagði Birkir Ívar hingað og ekki lengra og hreinlega setti í lás. Á 20 mínútum breyttu Haukar stöðunni úr 17-12 í 22-26 og gekk ekkert upp hjá Valsmönnum. Öll stemningin fór sjálfkrafa yfir til Hauka og vissu heimamenn ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir náðu reyndar að minnka muninn í eitt mark, 25-26, þegar tæpar fimm mínútur voru eftir en þá stigu leikmenn Hauka á bensínið að nýju og fóru að lokum með verðskuldaðan sigur af hólmi. "Þegar við spilum vörnina eins og við gerðum í síðari hálfleik í kvöld eru ekki mörg lið sem standast okkur snúning," sagði Birkir Ívar. Hann segir Hauka að sjálfsögðu ætla sér íslandsmeistaratitilinn. "Það var markmiðið í byrjun betur og stendur enn."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Sjá meira